Greiðslur týnast í kerfinu

 Evra-AlvaranCom Svo virðist sem gjaldeyrisviðskiptin gangi á hvorugan veginn milli landa, þessa dagana. Norsk stúlka sem leigir hjá mér herbergi ætlaði að greiða húsaleiguna sína með því að millifæra hana í evrum frá norskum banka inn á gjaldeyrisreikning sem ég á í Kaupþingi. Þetta gerði hún s.l. föstudag. Greiðslan er ekki enn komin fram - og engar haldbærar skýringar gefnar. Greiðslan er bara "týnd" einhversstaðar í kerfinu.

 Svipaðar sögur berast af viðskiptum fyrirtækja milli landa - og þar eru nú töluvert hærri upphæðir í húfi.

Námsmenn í Danmörku eru margir hverjir í stökustu vandræðum - þeir geta ekki tekið út peninga fyrir nauðþurftum.

Í fjölmiðlum er sagt að þetta muni lagast - viðskiptaráðherra sagði í síðustu viku að gjaldeyrisviðskipti yrðu komin í lag s.l. mánudag. Þau eru ekki komin í lag. Í bankaútibúum á landsbyggðinni hefur víða verið algjör gjaldeyrisþurrð - til dæmis hér á Ísafirði.

Hvað skyldi þetta geta gengið svona lengi?

Og skyldu nást fram leiðréttingar vegna peninga sem hafa "týnst" í kerfinu undanfarna daga?


mbl.is Námsmenn enn í erfiðleikum með millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir hundrað árum eða svo kom maður nokkur á sveitabæ að kveldi til. Húsfreyja lofaði honum að sofa hjá hjónunum, því hjónarúmið var eina rúmið á bænum. Bóndi kvartar hins vegar fljótlega undan þrengslum í rekkjunni en þá segir gestur si svona við bónda: "Það lagast! Það lagast!"

Margt má af þessari sögu læra, til að mynda það að gæðum er misskipt í heiminum og þau eru ekki ótakmörkuð en hægt er að leysa öll mál svo vel fari.

Þessa dæmisögu "var sagt mér af" Biblíusögukennaranum mínum, tengdaföður Svavars Akureyrarklerks, þegar ég var tíu vetra gamall. En "ég var ekki alveg að skilja" þessa dæmisögu fyrr en ég var orðinn hringjari og stígvélavörður í Húsabakkaskóla.

Þorsteinn Briem, 15.10.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir hughreystinguna Eirný

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 16.10.2008 kl. 00:35

3 identicon

það er mjög skiljanlegt að enginn skuli vilja eiga viðskipti við Ísland.
Stjórnvöld á Íslandi eru rúin öllu trausti umheimsins.
Seðlabanki Íslands er stærsti brandarinn í fjármálaheiminum núna.
Skuldin sem Ísland þarf að greiða er 17000 milljarðar ISK eða 12 föld þjóðarframleiðsla.

Íslensku bankarnir notuðu innistæður sparifjáreigenda m.a. í Finnlandi og Bretlandi til að fjármagna afborganir af lánum sínum.
Allar lánalínur bankanna voru fyrir löngu lokaðar og þeir féllu í þá freistni að nota sparifé almennings í þessum löndum til að borga spilaskuldirnar.

Til að stöðva þessa starfsemi frystu Finnar allar yfirfærslur Kaupþings til Íslands mánudaginn
6 okt. Þetta var gert í kyrrþey. Frétt um þetta birtist fyrst í Hufvudstadsbladet 9 okt.
Sjá:
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php

Fimmtudaginn 9 okt var finnski forsætisráðherrann Matti Vanhanení heimsókn hjá Gordon Brown til viðræðna um bankamál.
sjá:
http://www.zimbio.com/pictures/5r_RqGZhvZI/Gordon+Brown+Holds+Talks+Finnish+Prime+Minster/tOYAtpThaZA

Aðgerðir Breta og Finna virðast vera af sama tilefni.
Í báðum tilfellum var verið að stöðva glæpastarfsemi.
Bretarnir brutu hurðina að bankanum en Finnar hringdu dyrabjöllunni.
Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtals við yfirmann fjármála Íslands þar sem hann
með pókerfés á smettinu segir að þeir (ræningjarnir) ætli bara að skila 5 % af þýfinu.
Þessi ummæli birtust á fjarritum kauphalla um allan heim.

Ummæli Gordon Brown um aö leiðtogar Íslands hafi svikið þegna sína er rétt.
Líklega verða einhverjir íslenskir fjármálamenn og stjórnmálamenn eftirlýstir af Interpol þegar fram líða stundir.

NB!
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php
Sjá texta undir mynd:
Finansinspektionen uppger att man redan på måndagen satte stopp för försök att flytta depositioner i finska Kaupthing till utlandet. Kaupthing berörs av den isländska statens depositionsskydd.

RagnarA (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband