Tekið til eftir strákana

 Það hefur löngum komið í hlut kvenna að sópa upp eftir strákana - taka til eftir partýið.  Eiginlega er ekki seinna vænna að fela konum að taka við stjórnun Glitnis og Landsbanka, en samt svolítið kaldhæðnislegt að það skuli fyrst gerast nú þegar allt er komið í kaldakol.

Hvað um það - þetta er kannski bankanna eina von eins og á stendur. Konum hefur í gegnum aldirnar haldist betur á búrlyklum er körlum.

Þeim Elínu og Birnu fylgja að minnsta kosti velfarnaðaróskir héðan úr þessum ranni.


mbl.is Birna verður væntanlega bankastjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég vann einu sinni með Birnu á öðrum vettvangi og svo var hún útibússtjóri þáverandi Íslandsbanka þar sem ég hafði mín viðskipti.

Hún er frábær manneskja, eldklár, skynsöm og hefur alla burði til að standa sig vel í starfinu. Ég vona að þetta sé rétt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.10.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Muddur

Er þetta sú pólitíska rétthugsun sem er í gangi í dag. Setja konur í yfirmannsstöður bara af því þær eru konur? Er málið að hefna sín á karlkyninu í heild sinni af því að svo vildi til að stjórnendur þessarra fyrirtækja voru karlmenn? Hvaða jafnrétti er í því?

Annars veit ég svosem ekkert um þessa konu og ætla alls ekki að kasta rýrð á hennar hæfni, enda efast ég alls ekki um að hún sé starfi sínu vaxin. En mér leikur hins vegar forvitni á að vita hvort sú staðreynd að hún sé kona hafi vegið þyngst í mati á hæfni hennar eða ekki.

Muddur, 10.10.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þessar konur eru báðar framúrskarandi stjórnendur. Að sjálfsögðu eru þær ekki settar þarna inn vegna kynferðis. Landið er fullt af hæfum konum til að sinna stjórunarstörfum og þegar talað er um að fjölga konum í slíkum störfum er það vegna þess að það er nóg til af hæfum konum. Ekki vegna þess að það sé svo nauðsynlegt að sjá fleiri pils eða finna ilmvatnslykt á bankastjóraskrifstofum.

Þetta er svo þreytandi rulla sem þú tyggur hér Muddur, að það tekur ekki tali. Og þessa dagana er ég ekki í stuði fyrir svona andlaust pex.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.10.2008 kl. 13:58

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

tek undi rárnaðaróskirnar. Bara til að pirra Mudd þá er eini starfsmaðurinn í Seðlabankanum sem hefur sagt af sér vegna óráðsíu innandyra kona.

Rut Sumarliðadóttir, 10.10.2008 kl. 14:07

5 Smámynd: Muddur

Ég er ekki að draga í efa að til séu hæfar konur til að sinna stjórnunarstörfum, en það sem mér finnst athugavert í þessu er að sumir aðilar láta eins og allt þetta ástand sé karlkyninu að kenna og nú þurfi "stelpurnar að taka til". Vissulega er það staðreynd að topparnir hjá fjármálafyrirtækjunum eru karlmenn, en hverjir eiga fyrirtækin (og ráða þar með yfir toppunum)? Er ekki fullt af konum meðal hluthafa þessarra fyrirækja og eru ekki fullt af konum sem verið hafa hátt settar innan fyrirtækja (þó þær séu ekki endilega á toppnum)? Stór hluti alþingismanna eru konur og stór hluti fréttamanna eru konur (hvar er aðhaldið frá Alþingiskonum og fréttakonum?). Það þarf svo vart að taka það fram að konur eru helmingur landsmanna og þar með helmingur kjósenda (af hverju voru konur að kjósa þessa óhæfu karla?).

Eru þessar konur stikkfrí á því hvernig ástandið er, eða var þeim bara haldið niðri og sagt að þegja af hinum freku og valdagráðugu karlmönnum?

Nei, staðreyndin er sú að við berum öll ábyrgð á ástandinu sem skapast hefur, alveg sama hvort við göngum um í pilsi eða ekki, þannig að í þessu tilviki eru stelpurnar ekki að taka til eftir strákana, heldur partýgestirnir allir að taka til eftir sjálfa sig.

Muddur, 10.10.2008 kl. 14:34

6 identicon

Ég veit um fullt af konum sem tóku þátt í neysluæðinu. Aukinheldur hef ég líka horft á marga karla taka þátt í neysluæðinu til að uppfylla kröfur maka sinna um "lifistandard" á við vinkonur sínar þar sem margar konur nota enn tæki hins gamla kynjakerfis til að láta karla sjá fyrir sér. Nokkrar konur hef ég svo séð koma sér pent frá vandamálinu með því að skilja við karlana sína og eftirláta þeim skuldirnar (þær þurfa jú að sjá um börnin greyin ;)).

Fróðlegt að sjá svart á hvítu þessa karlfyrirlitningu þína. Takk fyrir það.

Borat (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 14:47

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þú þekkir hug okkar sem alin erum upp í grunngildum vestfirskum.

Ekkert þótti aðthugavert við, að konur réðu fyrir búum eða væru formenn á bátum.

Sama er með önnur manaforráð.

Ég vona, að þessar konur verði ekki í þeim leik, sem sumar kynsystur þeirra hafa verið í valdastól í bankakerfinu,--vra meira töff en ,,strákarnir" og þannig fallið í, að vera jafnvel hranalegri við unga fólkið en jakkalakkarnir.

Hvað þessar tilteknu konur varðar hef ég áræðanlegar heimldir um, að þar fari hófstilltar og varfærnar faglegar konur.

ÉG hlakka til, að fylgjast með .

Miðbæjarihaldið

Bjarni Kjartansson, 10.10.2008 kl. 15:02

8 identicon

Finnst hálfgerð spunalykt af þessu en rímar að vísu alveg stórkostlega við spurningu fréttakonunnar í Iðnó í gær um hvort ekki ætti að gefa sér tíma að passa upp á kynjakvótann við björgunastarfið ... Það gildir sko að forgangsraða.

Styð annars baráttu kvenna og flestra annarra minnihlutahópa sem að eiga undir högg að sækja.

Blackadder (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 15:10

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Er þetta ekki bara eðlilegt - sé ekkert að þessum verum - gott mál

nú þarf að spara , fá þær sömu laun og kallarnir ? nú er ég á gráu svæði

þetta er bara grín

Jón Snæbjörnsson, 10.10.2008 kl. 15:54

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Strákar mínir. Að sjálfsögðu hafa margar íslenskar konur tekið þátt í neysluæðinu hér undanfarin ár, ekkert síður en karlar. En konur fara nú yfirleitt varlegar með fé en karlarnir gera. Til dæmis stofna þær yfirleitt minni fyrirtæki og taka lægri lán en karlarnir og byggja fyrirtækin hægar og öruggar upp en karlarnir gera.

Í Bretlandi eru fleiri konur en karlar á aldrinum 18-45 ára milljónamæringar og áætlað er að árið 2020 verði meirihluti breskra miljónamæringa kvenkyns.

En það hafa nú ekki verið margar konur í stjórnum viðskiptabankanna hér eða Seðlabanka Íslands.

Hins vegar hafa íslenskar konur að sjálfsögðu tekið þátt í að byggja upp starfsemi íslensku bankanna, bæði hérlendis og erlendis. Til að mynda var Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, aðstoðarforstjóri hjá Kaupþingi Singer & Friedlander í London til ársloka 2006. En hún hristi líka höfuðið í sjónvarpsviðtali við Evu Maríu Jónsdóttur í fyrravetur, ef ég man rétt, þegar talið barst að áhættufíkn íslensku strákanna í Bretlandi.

Þó má vera að mig hafi dreymt þetta allt saman. Ég hef oft erfiðar draumfarir og undarlegar, þar sem konur leika stórt hlutverk.

http://www.audur.is/

Þetta er hins vegar dæmi um karlmennsku: Kári fréttir af ferðum Flosa og fer til Bretlands. Kári gengur fram á Kol Þorsteinsson, "í borginni" þar sem hann telur silfur, heggur til hans og nefndi höfuðið tíu þegar það fauk af bolnum.

En vissulega er til áhættusækið kvenfólk: Njála segir um Bergþóru Skarphéðinsdóttur: "Hún var ... kvenskörungur mikill og drengur góður og nokkuð skaphörð." Svo miklir vinir sem þeir voru, Njáll og Gunnar á Hlíðarenda, ríkti fullkomin óvinátta á milli þeirra Bergþóru og Hallgerðar, konu Gunnars. Og um nokkurra ára skeið létu þær drepa þræla og húskarla fyrir hvor annarri.

Viljum við þannig kvenbankastjóra í Glitni, Landsbankanum og KB-banka, strákar mínir? Nei, við viljum mjúkar konur, einnig í draumum okkar á nóttunum.

Þorsteinn Briem, 10.10.2008 kl. 16:00

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kvenfólk á náttúrlega ekki að vera einhverjar Barbí- og pissudúkkur, Búkolla mín. Þær þurfa að sjálfsögðu að vera með bein í nefinu.

Faðir minn ólst upp með fyrsta íslenska kvenarkitektinum, sem einnig var Ungfrú Klukka. Hún var mjúk kona en engin verður Ungfrú Klukka nema hún hafi bein í nefinu. Og skrifuð var um þessa frænku mína 300 blaðsíðna ævisaga því til staðfestingar.

Þorsteinn Briem, 10.10.2008 kl. 16:34

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mér líst vel á það, Búkolla mín. Edda Rós gæti að sjálfsögðu verið seðlabankastjóri.

Ungfrú Klukka hét Halldóra Briem, kölluð Dódó, stúderaði og bjó í Svíþjóð. Og systur hennar, Dídí, Lalla og Gógó, voru líka með bein í nefinu, þó þær væru dætur Framsóknarráðherra. Húsið sem þau reistu og bjuggu í á Akranesi er núna listasetur og heitir Kirkjuhvoll.

Þorsteinn Briem, 10.10.2008 kl. 19:08

13 identicon


  "Það hefur löngum komið í hlut kvenna að sópa upp eftir strákana - taka til eftir partýið.  Eiginlega er ekki seinna vænna að fela konum að taka við stjórnun Glitnis og Landsbanka"

 síðan er þér svarað:

"Er þetta sú pólitíska rétthugsun sem er í gangi í dag. Setja konur í yfirmannsstöður bara af því þær eru konur?"

þú svarar:

 "Þessar konur eru báðar framúrskarandi stjórnendur. Að sjálfsögðu eru þær ekki settar þarna inn vegna kynferðis."

Lestu þitt eigið blogg ekki eða? Fyrirsögnin er "tekið til eftir strákana"...síðan segiru "Eiginlega er ekki seinna vænna að fela konum að taka við stjórnun Glitnis og Landsbanka"
hvað þíðir það? Ekki segiru "Eiginlega er ekki seinna að vænna en að fela hæfum stjórnendum stjórnun glitnis og landsbankans". Nei þú gerir það ekki mín kæra kona, þú tiltekur að það sé ekki seinna að vænna en að kona taki við stjórninni og þá getur hver sem er dregið þá ályktun að það sé meira vegna þess að hún sé kona heldur en að hún sé hæf sem þú fagnar þessu. Þannig svar hans um að þú vildir setja konur í stöður útaf því að þær eru konur er mjög rétt, þó þú sjáir það ekki.

"Þessar konur eru báðar framúrskarandi stjórnendur. Að sjálfsögðu eru þær ekki settar þarna inn vegna kynferðis."

 Í blogginu voru þær konur en þegar spurt er nánar þá er það vegna þess að þær eru svo framúrskarandi stjórnendur sem þú villt þær, hvað varð um að það væri svo frábært að kona tæki við (vegna þess að hún er kona...).

 Til að gera mál mitt einfalt, þá byrjaru á því basicly óbeint að segja að konur séu komnar að redda þessu því strákarnir hafi verið á svo miklu sukki (lætur eins og að það gæti EKKI komið karlmaður og reddað þessu alveg jafn vel), svo þegar þú ert spurð útí þá skoðun þína þá segiru "neeeeeeei þetta er sko útaf því að akkúrat þessi kona/konur eru svo hæf/hæfar"

 Hvað var þá pointið með blogginu um að það væri frábært að akkurat kona kæmi?

Ég bið þig mín kæra rauðsokka að lesa það sem þú skrifar, hugsa áður en þú talar og vonandi komast að þeirri niðurstöðu að það sem þú hefur til málsins að leggja er ekki neitt, þar næst plantaru þér bara fyrir aftan eldavélina og heldur áfram að nýta þína kvennlegu hæfileika því guð veit að á uppþvottavélar gæti enginn karlmaður komist með tærnar þar sem þú hefur hælana.

 Spurning svo að lokum: Telur þú að enginn hæfari karlmaður finnist heldur en þessar 2 konur, að það sé ekki til sá karlmaður sem er hæfari en þær í þessi störf? Einföld spurning sem þarfnast einungis "nei sá maður er ekki til" eða "jú líklega er sá maður til"

 Þrátt fyrir létt grín um kynjastörf var þetta svar skrifað með góðum hug og von á málefnalegu svari.

4ndri 3gi1sson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 19:12

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Kvenréttindaumræðan er greinilega eins og rafmagnsstuðtæki - hún framkallar alltaf sömu viðbrögðin. Ég þarf ekki annað en að nefna kvenréttindi hér á síðunni til þess að kalla yfir mig færslur eins og þessar nr. 2, 5, 6 og 15.

Ef ég væri sadisti með þetta rafmagnsstuðtæki í hönd, þá væri þetta kannski gaman - að framkalla sömu kveinin og veinin aftur og aftur. En þetta er ekki þannig - og það er nákvæmlega ekkert gaman af þessum viðbrögðum. Þau eru hvorki vitræn né skemmtileg. Bara þreytandi.

Hvers vegna? Vegna þess að það er alveg sama á hvaða forsendum umræðan kemur upp - hvort sem það er í gríni eða alvöru, í réttlátri reiði yfir augljósu misrétti, eða á léttum nótum - viðbrögðin eru alltaf þau sömu: Alltaf jafn húmorslaus og yfirgengileg. Eins og Gordon Brown sé kominn hér í eigin persónu að tjá sig um fjármál Íslendinga.

Díííísessss. Þetta er svoooooo þreytandi

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.10.2008 kl. 20:44

15 identicon

Já, Ólína. Þetta er óþolandi hvernig menn láta hér í nafnlausum athugasemdum. Það er vel skiljanlegt að þú skulir vera orðin þreytt á þessu liði sem æ ofan í æ ræðst með hatursfullar athugasemdir inn á athugasemdakerfið hjá þér þegar þú minnist á konur, velgengni þeirra eða hæfileika. Þetta er bara rasimsi - kynjarasismi og ekkert annað.

En ég velti því fyrir mér á hvaða launakjörum þessar tvær ágætu konur hafa verið ráðnar til að stjórna bönkunum? Ætli þeim hafi verið boði sömu laun og Lárusi Welding til dæmis? Eða er þar komin skýringín á því að það eru konur fengnar til starfsins núna - að  þær sætti sig við önnur kjör????

Kristín Helga (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 20:53

16 identicon

þetta kemur aftur og aftur upp af einfaldri ástæðu:

Ég t.d er mjög meðfylgjandi jafnréttindum, en sumar konur virðast bara berjast fyrir kvennréttindum og það fer í taugarnar á mjög mörgum (t.d undirrituðum). Persónulega tel ég það frábært að þessar konur hafi verið valdar, ekki af því að þær væru konur, heldur útaf því að vonandi voru þarna hæfustu einstaklingarnir valdir, ég gleðst yfir því að hæfustu einstaklingarnir hafi verið valdir, hvort sem þeir eru konur eða karlar, það virðast afturámóti sumar konur sem kenna sig við femínisma ekki gera. Það finnst mér leiðinlegt.

4ndri 3gi1sson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 21:09

17 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

4ndri3gilsson, það sem þú verður að skilja er að kvennréttindabaráttan er mannréttindabarátta. Barátta þeldökkra í Bandaríkjunum er af sama toga. Obama er ekki í forsetaframboði "bara" af því hann er svartur, ekkert fekar en Hilary fór fram "bara" vegna þess að hún er koÞetta eru hæfir einstaklingar, eins og fjölmargir af þeirra kynþætti og kyni. Þetta fólk gefur kost á sér vegna þess að það er mikilvægt að forsetar Bandaríkjanna séu ekki "bara" hvítir karlar. Það er lykiatriði þessa máls.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.10.2008 kl. 22:10

18 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Æ, æ. Ósköp er að heyra vanmáttarkennd sumra karlmanna.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 10.10.2008 kl. 22:31

19 identicon

Ég minni hér á að gjaldþrot eru í 95% tilfella í eigu karla.. það ætti að gefa vísbendingu um ýmislegt - nú þá er einn fjárfestingasjóður sem stendur öðrum framar í dag en það er einmitt Auður Capital - sem er nær eingöngu stjórnað af konum.. Ennfrekar má benda á kanadískt bankakerfi sem ætlar að standa af sér mestu hrun í sögu heimsins, en þar eru jú hvergi fleiri konur en annarstaðar..

já þetta er undarleg vísindi fyrir suma að kyngja en engu að síður staðreyndir - Íslendingar hafa ekki efni á því að taka séns á því að ráða bara stráka til endurreisnarinnar - sú saga hefur verið sögð.

konan (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 02:15

20 identicon

"ekki af því að þær væru konur, heldur útaf því að vonandi voru þarna hæfustu einstaklingarnir valdir, ég gleðst yfir því að hæfustu einstaklingarnir hafi verið valdir, hvort sem þeir eru konur eða karlar"

þetta segi ég og svo koma svör eins og:

 "Það er vel skiljanlegt að þú skulir vera orðin þreytt á þessu liði sem æ ofan í æ ræðst með hatursfullar athugasemdir inn á athugasemdakerfið hjá þér þegar þú minnist á konur, velgengni þeirra eða hæfileika. Þetta er bara rasimsi - kynjarasismi og ekkert annað."

 Rasismi að segja að það sé gott ef hæfasti einstaklingurinn er valinn, hvort sem það er karl eða kona, það hljómar kanski eins og...jafnrétti? Ekki kvennréttindi. Einn reginmunur á baráttu svartra og kvennréttindabaráttunni er þessi: svartir börðust á öllum vígstöðum við að fá JAFNAN rétt. Vissulega eru sumir/sumar sem berjast fyrir jöfnum réttindum, sem og þeim að óhæfari karlmaður sé valinn framyfir hæfari konu, það á náttúrulega ekki að gerast. Svo eru þeir/þær sem mér finnst einfaldlega berjast fyrir MEIRI réttindum kvenna/karla og í hvora áttina sem það er er það algjörlega óþolandi.

Síðan ef maður leifir sér að gagnrýna það þá koma manneskjur eins og Kristín Helga og kalla mann "rasista". Það eina sem ég hef sagt sem hún gæti fellt undir þennan "rasista" flokk er þetta comment:

Ég bið þig mín kæra rauðsokka að lesa það sem þú skrifar, hugsa áður en þú talar og vonandi komast að þeirri niðurstöðu að það sem þú hefur til málsins að leggja er ekki neitt, þar næst plantaru þér bara fyrir aftan eldavélina og heldur áfram að nýta þína kvennlegu hæfileika því guð veit að á uppþvottavélar gæti enginn karlmaður komist með tærnar þar sem þú hefur hælana.

 sem ég strax baðst afsökunnar á í sama svari:

"Þrátt fyrir létt grín um kynjastörf var þetta svar skrifað með góðum hug og von á málefnalegu svari." 

"Ég minni hér á að gjaldþrot eru í 95% tilfella í eigu karla."

Ég vil biðja um 3 hluti varðandi þetta svar um 95%:

1. Komdu með rannsókn/tölur sem sanna þetta
2. Komdu svo með tölur um prósentulegt eignarhlutfall karla vs kvenna í fyrirtækjum.
3. Berðu svo þessar 2 tölur saman.

Með fullri vinsemd, 4ndri3gi1sson

4ndri3gi1sson (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband