... þá voru flestir hvergi!

Nú þarf að bjarga heimilunum, og það strax - segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasmtakanna í grein sem hann skrifar á heimasíðu samtakanna. En mér kemur í hug vísan góða (og napra) eftir Friðrik Jónsson:

Heimsins brestur hjálparlið,
hugur skerst af ergi.
Þegar mest ég þurfti við
þá voru flestir hvergi.

Annars kann ég ekki glögg deili á höfundi vísunnar  - held þó að hann að þetta sé Friðrik Jónsson frá Halldórsstöðum í Reykjadal. Gaman væri að fá athugasemd frá einhverjum sem veit þetta.


mbl.is „Nú þarf að bjarga heimilunum og það strax“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Ólína!!

Ég lærði þessa vísu fyrir mörgum árum, en  tvær fyrstu  línurnar  hjá þeim sem kenndi mér hana var aðeins öðru vísi, þ.e.  eftirfarandi  Hugur berst um hyggjusvið /  hjartað skerst af ergi /.  Mér er eins farið og þér veit ekki hver gerði þessa frábæru vísu ,gaman væri ef einhver vissi það og segði frá.

kveðja Björk P.

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 13:58

2 identicon

Sæl. Þessa vísu lærði ég svona.

Hugur berst um hyggjusviðhjartað skerst af ergi.Þegar að mest ég þurfti viðþá voru flestir hvergi.

Vísan er eftir Friðrik Jónsson bónda og síðasta landpóst í S-Þing. Hann var langafi minn og bjó síðast á Helgastöðum í Reykjadal.

Lárus Sighvatsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk Lárus fyrir upplýsingarnar - gott að fá þetta á hreint.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.10.2008 kl. 16:03

4 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Benni Frank, Benjamín Franklinsson á Selfossi kenndi mér þessa vísu svona en gat ekki höfundar svo ég muni. Það er komið fram hér fyrir ofan hver hann er.

Heims þá brestur hjálparlið                                                                                                                                    hugurinn berst af ergi                                                                                                                                                  þegar mest ég þurfti við                                                                                                                                                   þá voru flestir hvergi                                                                                                                                                 

Magnús Vignir Árnason, 2.10.2008 kl. 16:33

5 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Svakalega kom þetta vel út hjá mér

Magnús Vignir Árnason, 2.10.2008 kl. 16:34

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.10.2008 kl. 16:51

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hugur berst um hyggjusvið
hjartað skerst af ergi.
Þegar að mest ég þurfti við
þá voru flestir hvergi.

Þetta er gott dæmi um hvernig maður lærir vísur. Hvað er rétt og rangt í þeim efnum skiptir ekki alltaf máli. Hvort Lárus hefur rétt fyrir sér eða aðrir breytir því ekki að vísan er góð.

Til gamans fer ég með vísu eftir Egil Jónasson á Húsavík sem þurfti á spítalavist að halda og orti að henni lokinni:

Læknirinn þreifaði báða endana í
af áhuga, natni og list.
Ég blessa hann síðan og það er aðeins af því
að hann þreifaði upp í mig fyrst.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.10.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband