Nú er lag fyrir ríkisstjórnina ...

nýfædd (Small) Gott hjá læknunum að styðja ljósmæðurnar í sinni kjarabaráttu. Fyrir utan okkur sem höfum upplifað barnsfæðingar eru læknar líklega sá hópur fólks sem skilur hvað best mikilvægi ljósmóðurstarfsins. 

Það er ótrúlegt en satt, að laun ljósmæðra eru með því sem lægst gerist innan Bandalags háskólamanna þótt nám þeirra sé eitt það lengsta sem krafist er af ríkisstarfsmönnum. Byrjunarlaun ljósmæðra eru til dæmis mun lægri en byrjunarlaun verkfræðinga með meistaragráðu.

Ég vona líka að fólk hafi tekið eftir frétt sjónvarpsins í kvöld um launamun á ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum. Þar kom fram að hjúkrunarfræðingur sem bætir við sig ljósmæðranámi og fer að starfa sem ljósmóðir getur lækkað við það í launum. Í öðrum tilvikum hækkar hann lítillega, en þó aldrei jafn mikið og ef hann hefði bara unnið áfram sem hjúkrunarfræðingur og sleppt því að fara í ljósmóðurnámið - tveggja ára nám. GetLost

Nei, það er löngu tímabært að störf ljósmæðra verði endurmetin miðað við þá miklu ábyrgð sem þær gegna. 

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þá stefnu að jafna óútskýrðan kynbundinn launamun hjá hinu opinbera.  Nú er lag fyrir ríkisstjórnina að stíga mikilsvert skref í þá átt og semja um kjör handa ljósmæðrum sem standast samanburð við sambærilegar karlastéttir.

Slíkt framtak gæfi íslenskum konum a.m.k. von um að jafnréttismarkmið ríkisstjórnarinnar næðu einhvern tíma fram að ganga.


mbl.is Læknar lýsa yfir stuðningi við ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það hlýtur að vera leiðinlegt að vera getulaus dýralæknir.

Þorsteinn Briem, 4.9.2008 kl. 08:57

3 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Við hvetjum alla til að sækja sér að minnsta kosti einn og hengja í gluggann hjá sér, við skrifborðið, í bílinn eða búðarborðið, og sýna þannig samstöðu með okkar kæru ljósmæðrum.

Smelltu á linkana hér fyrir neðan til að ná í útprentanlega “flyer-a”

www.draumafaeding.net/flyer

Eydís Hentze Pétursdóttir, 4.9.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband