Denni gangbrautarvörður og Helgi Seljan

Í gærkvöldi lá ég húðlöt og horfði á Kastljósið. Helgi Seljan og Ingibjörg Sólrún stóðu sig bæði vel í viðtali sem hann tók við hana. Helgi sýndi á sér svolítið nýja hlið - var pollrólegur en um leið mjög beinskeyttur í spurningum. Hann er að verða faglegri með tímanum og þetta kúl fer honum vel. Ingibjörg Sólrún lét ekki bifast og svaraði í samræmi við tilefnið - en hún var augljóslega í svolítið þröngri stöðu um tíma. Svaraði samt af rökvísi og skynsamlegu viti.

En viðtalið sem heillaði mig í þessu Kastljósi var tekið við Denna gangbrautarvörð. Denni mætir í kofann sinn á hverjum degi og gætir þess að bílarnir stöðvi fyrir vegfarendum sem þurfa að komast yfir götuna. Sérstaklega finnur hann til ábyrgðar gagnvart yngstu börnunum, eins og skiljanlegt er. Einnig langar hann mjög að koma ákveðnum skilaboðum til ökumanna sem fara um gangbrautina hans dags daglega.

Það hvernig þessi maður talaði um skyldur sínar og hlutverk snart mig djúpt. Virðingin fyrir starfinu skein af hverju hans orði og öllu hans fasi. Það var eitthvað heimspekilega fagurt við þetta. Og mig langaði bara til þess að hneigja mig fyrir honum.

Það geri ég hér með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Denni var megadúlla.

Helgi bara flottur.  Annars er búin að vera einhver lömun í viðtölum við pólitíkusa lengi.  Snýst bara um drottningarviðtö.  En þetta var flott viðtal.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Strákurinn er að slípast til

Lilja Kjerúlf, 9.4.2008 kl. 22:29

3 identicon

Denni (sem ég hef aldrei fyrr heyrt um) er fallegt dæmi um fólk sem gerir starf virðingarvert af því það ber virðingu fyrir starfinu og sjálfu sér.

Starf held ég að sé aldrei virðingarverðara en sá er á því heldur.

Beturvitringur (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 01:32

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Ingibjörg Sólrún sagði í þessu viðtali að í réttarríki setji menn ekki afturvirk lög. Ég veit ekki betur en að Alþingi hafi sett afturvirk lög, bæði varðandi skattamál og almannatryggingar.

Júlíus Valsson, 10.4.2008 kl. 09:44

5 identicon

Passar upp á presidentinn,
ponsumeir þó delikventinn,
í Helgakot öllum hent inn,
hún er Imba þar lent inn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:50

6 identicon

Já, við Daði Hrafn þekkjum sko hann Denna. Hann dyttar að ýmsu hérna í sveitarfélaginu þegar ekki eru annatímar á gangbrautinni og lætur oft sjá sig á leikskólanum hans Daða Hrafns. Hann keyrir um á traktor hér um götunar og er sá tillitssamasti bílstjóri sem ég hef komist í kynni við. Hann leggjur virkilegan metnað í öll sín störf.

Erla Rún (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 22:53

7 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Beturvitringur - þú orðar þetta svo rétt.

Virðing verður aldrei keypt - eða jafnvel stolin. (höfundarréttur t.d. - Hannes Hólmsteinn Gissurarson)

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 10.4.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband