Hvers virði eru fiskimiðin út af Vestfjörðum í samanburði við olíuhreinsistöð?

ExxonValdez Vesturbyggðarmenn geta ekki haldið því fram að það sé þeirra einkamál hvort olíuhreinsistöð rísi á Vestfjörðum.

Þeir virðast gleyma því að út af Vestfjörðum eru gjöfulustu fiskimið landsins. Og þó að sjávarútvegur og fiskvinnsla á Vestfjörðum sé vart svipur hjá sjón þeirri sem áður var - þá sækja aðrar útgerðir á þessi mið. Íslenskur sjávarútvegur á nánast allt sitt undir því að þessum fiskimiðum verði ekki spillt.

Öllum þeim sem sækja fisk í sjó við landið ráðlegg ég að skoða myndband af olíuslysi Exxon Valdez við strendur Alaska fyrir nokkrum árum. Það er bæði tímabært og þarft innlegg í þessa umræðu um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum (smellið  hér ).

ArnarfjordurAgustAtlasonbardastrond580-arnarfjordur1Dynjandi01

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Litla gula hænan fann fræ og það var hveitifræ.........  Kannast ekki allir við þessa sögu. Enginn vill baka kökuna en allir vilja éta hana.

Einhverstaðar verður að hreinsa olíuna. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2008 kl. 17:06

2 Smámynd: Sævar Helgason

Sá boðskapur sem forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson flutti á Búnaðarþingi er umhugsunarverður. 

Þótt svo hann tengdi innihaldið landbúnaði og mikilvægi þess að þjóðin verði sjálfum sé næg með matvæli þá á það ekki síður við um fiskimiðin okkar. 

Virkjanir jökulfljótanna hafa skaðað mjög mikilvirkustu uppeldisstöðvarnar fyrir fiskinn. 

Hin árvissu vorflóð jökulánna fluttu mikið magn af jarðefnum til hafs.   Þetta jarðefni drakk í sig mikinn sólaryl þegar í sjó var komið og kjöraðstæður mynduðust þá fyrir ungviði fiska. 

Hin fengsælu fiskimið frá Hornafirði og vestur fyrir Reykjanes eru þekktust vegna þessa ,um aldir.  Við virkjanir jökulfljótanna hættu vorflóðin þar sem öllu rennsli var safnað saman í uppistöðulón til raforkuframleiðslu.

Eitt olíuslys fyrir Vestfjörðum þar sem 100 þús. tonn af þungaolíu færi í hafið gæti tekið lífríkið áratugi að  jafna sig.  Dæmið frá Alaska er víti til varnaðar.

Sævar Helgason, 3.3.2008 kl. 17:13

3 Smámynd: Tiger

  Það verður ekki stýrt til baka 1, tveir og 3 ef til stórslyss kæmi í stórri Olíuhreinsistöð.. Ég styð Olíuhreinsistöðvarlaust Vesturland, Norðurland, Austurland og Suðurland. Hreint land er fagurt land, olíumengað land er ófögur sjón..

Tiger, 3.3.2008 kl. 19:52

4 identicon

 Sæl Ólína og takk fyrir góða umræðu.

 Allveg sammála þér varðandi ákvörðun um byggingu olíuhreinsistöðvar, eða ekki.

Eins og fram hefur komið þá myndi þetta kosta um 300milljarða - miðað við efnahagsleg áhrif þess á alla íslendinga held ég að þetta sé umræða allra landsmanna.

 Einnig held ég að Íslendingar ættu frekar að horfa til framtíðarlausna í orkugjöfum skipaflotans og einkabílsins, þar sem jarðefnaeldsneyti fer minnkandi með hverjum deginum.

 Baráttukveðjur - Ólafur Sv1

Ólafur Sveinn (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 21:22

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Gleymið ekki heldur Vestfirsku fuglabjörgunum.  Fuglinn þar á nóg í vök að verjast fyrir ágangi tófunnar og ekki síður vegna þess að búið er að útrýma að mestu mikilvægust fæðutegundum hans.  Vetrarveður og sjólag við Vestfirði eru heldur ekki auðveld viðfangs.  Farist eða strandi bara eitt stórt olíuskip þarna veldur það nær óbætanlegu tjóni á náttúrunni.

Þórir Kjartansson, 3.3.2008 kl. 21:23

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sælir herrar mínir.

Axel Jóhann: Já, einhversstaðar verður að hreins olíuna - það er vissulega rétt. Einhversstaðar þarf líka að urða sorpið, vinna kjarnorkuúrganginn o.s.frv. - en af hverju ætti það að gerast í Arnarfirði?? Þar með ertu að segja að það sé í lagi að taka hreinustu og fegurstu svæði jarðarinnar undir úrgang, af því "einhversstaðar" verði hann að vera? Ég get ekki tekið undir þetta.

Sævar: takk fyrir þitt innlegg.

Árni: Myndirnar sýna okkur alvöru málsins - afkoma fiskistofnana og lífríkisins eftir svona slys verður ekki sýnd á myndum, ekkert frekar en ímyndarskaðinn sem af því hlýst. Það verðum við að gera okkur í hugarlund, og mæla svo með tíð og tíma ef til kemur (sem verður vonandi aldrei).

Ólafur Sveinn og Þórir: Takk fyrir innleggið.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.3.2008 kl. 21:36

7 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Já gott fólk fiskimiðin eru klárlega mikil virði, en fyrir Vestfirðinga í dag eru þau lítils virði af þeirri einföldu ástæðu að við fáum ekki að nýta þau og njóta nálægðarinnar við þau.  Ef við fengjum að nýta þau eins og við höfum get gegnum aldirnar, þá væri þessi ekki umræða um þessa stöð.

Ég kíti á myndband á netinu og flest ykkar hafið örugglega séð það: http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/03/03/la_vid_flugslysi/

Ég er samt ekki viss að þið hættið að ferðast með flugi.....

En Ólína af því að þú setur inn þarna frábærar myndir af Arnarfirði, sem sannarlega er fallegasti fjörður á Íslandi, þá mun hreinsistöð ekki skemma Dynjanda neitt né heldur stæstann hluta fjarðarins.  Bara hafa það á hreinu.  Og fyrir mig er það ekki síður eyðilegging að fjörðurinn sé á hraðri leið í eyði.

En snúum málinu nú aðeins á hinn veginn.  Ef við eigum að geta stundað ferðaþjónustu af einhverju viti, þá þurfum við ekki bara betri vegtengingar, heldur þurfum við líka að fá ALVÖRU flugvöll.  Til þess að það sé hægt verðum við að fórna talsverðu landsvæði, væntanlega nesi.  Nú spyr ég:  er fólk tilbúið að fórna td. Arnarnesinu algerlega fyrir tveggja brauta flugvöll?  Það verður ekki mikið eftir af því.  Svar óskast.

Sigurður Jón Hreinsson, 3.3.2008 kl. 21:59

8 identicon

Sæl Ólína

Mikið er það rétt hjá þér að við eigum ekki ef þess er nokkur kostur að fórna fallegasta landinu okkar undir svona starfsemi frekar en að fórna fallegasta landinu okkar undir kamra fyrir ferðafólk ( hvernig lítur fallegasta landið út ?) eða eigum við kannski að axla ábyrgð á því að hreinsa sjálf þá olíu sem við þurfum á að halda að maður tali ekki um ef það fyndist nú svona gull í garðinum okkar?

Geir Gestsson í Vesturbyggð

Geir Gestsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 22:03

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sælir aftur.

 Sigurður Hreinsson bendir á að Vestfirðingar hafi lítið gagn af sínum fiskimiðum lengur. Veit ég vel. En það er engu að síður veitt á þessum miðum og sjávarútvegur er uppistaða íslenska efnahagskerfisins. Fiskimiðin út af Vestfjörðum eru gullkista fyrir landsmenn - bara svo það sé á hreinu. Það kemur því fleirum við en Vestfirðingum hvað gert er í nágreinni þeirra.

Vissulega er Dynjandisfossinn ekki nákvæmlega á þeim stað sem stöðin rís - en hann er engu að síður ein af þeim perlum Arnarfjarðar sem margir koma til að skoða. Það verður huggulegt þegar olíustöðin verður risin þar í næsta nágrenni.

 Geir Gestsson: Það hefur ekki fundist nein olía í Arnarfirði eða við Ísland yfirleitt. Olían sem þarna yrði unnin er rússaolía.

Árni, ég skil hvað þú meinar - en ef olíuslys á verðmætum fiskimiðum er ekki áhættuþáttur sem talað skal um, tja ... þá veit ég ekki um hvað menn ættu að tala þegar áhættan er metin.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.3.2008 kl. 22:25

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

 

Og smá viðbót:

Sigurður, Arnarfirðinum stafar engin umhverfishætta af því að fara í eyði. Þú getur ekki talað um það sem "hættu" í sama orðinu og við erum að ræða umhverfisröskun af völdum olíuhreinsistöðvar!

Geir: Kamrar á gönguleiðum eru kannski óyndislegir á að líta - en þar erum við ekki að tala um sambærilegan hlut. Það hlýtur þú þó að sjá sjálfur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.3.2008 kl. 22:31

11 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæl Ólína.

Af orðum þínum er það að skylja, að það sé ekkert athugavert við það að Vestfirðingar fái ekki að njóta nálægðar sinnar við fiskimiðin.  Ok, það rekur okkur í að leita annara fanga.  Að setja upp háskóla er hugmynd, en ef að enginn þörf er fyrir háskólamenntað fólk í vinnu hér, er þá ekki verið að mennta fólk í burtu?

Smá landafræði.  Hverjir hafa komið í Skorradal?  Það er ein af náttúruperlum landsins.  Skorradalur er ca 23 km í loftlínu frá mesta iðnaðarsvæði landsins, Grundartanga.  Dynjandi er 23 km í loftlínu frá Hvestudal.  Það er ekki bein sjónlína á milli og þegar staðið er við fossinn, er m.a.s frekar hæpið að sjáist til skipaumferðar.

Það fólk sem ekki er á staðnum stendur auðvitað engin hætta af neinum umhverfisáhrifum, sama hvers konar þau eru.  En að tala um að byggðareyðing sé EKKI umhverfisröskun, þá verð ég að spyrja á móti; hvað er byggðareyðing?  Er það kanski bara aukning á umhverfislegum verðmætum?  Og þá, fyrir hverja?

Góður maður sagði einu sinni við mig að fyrir Íslendinga kæmi sér betur að Endurvinnslustöðin í Sellafield væri hér á landi frekar en þar sem hún er í Skotlandi.  Vegna þess að þá réðum við því hvað færi í sjóinn og hvað ekki.  Þá þyrftum við ekki alltaf að vera að tuða í bretunum, við réðum þessu sjálf.

Er það ekki málið, er ekki betra að fá að ráða einhverju sjálf.

Sigurður Jón Hreinsson, 3.3.2008 kl. 23:36

12 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Ég gleymdi einu.

Áhrif á ímynd svæðisins.  Hvaða áhrif hefur það á ímynd Vestfjarða að einn fjörður fari í eyði í viðbót?  Er líklegt að ímynd svæðisins skaðist meira af því að fá stóriðju í einn dal, eða er skaðinn meiri af því að íbúar flýji allir eymdina?  Sem N.B. er ekki síður af mannavöldum.

Sigurður Jón Hreinsson, 3.3.2008 kl. 23:41

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ólafur Ragnar var gjörsamlega óskiljanlegur í tali sínu um fæðuforða Íslendinga?...en olíustöð sér hver nútimamanneskja að sé tímaskekkja...vestfirðingar eiga svo margt annað....

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.3.2008 kl. 00:03

14 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Ó afsakaðu Árni, þið eruð að tala um slys.

Þá veit ég varla hvernig ég að að ráðleggja þér að eyða ævinni.  En ekki nota bíl, því að þeir valda oft slysum.  Flugslys eru líka algeng, og valda oft miklu manntjóni.  En sennilega ættirðu síst af öllu að vera heima hjá þér af því að hvergi eru slys algengar en einmitt á heimilum manna.

Sofðu svo vel í nótt.  En mundu að það er mjög algengt að fólk látist í svefni.

Halló.  ég veit ekki til þess að það sé algengara að olíuskip farist, heldur en önnur skip eða flugvélar.

Sigurður Jón Hreinsson, 4.3.2008 kl. 00:17

15 Smámynd: Steinar40

Þegar leiðin norðaustur opnast vegna hlýnunar þá mun skipaumferð aukast gríðarlega við Ísland. Hundruðir skipa munu sigla þessa leið reglulega og því miður sjálfsagt einhver þeirra farast. Málið snýst ekki um að hvort stór skip sem innihalda mikið magn skaðlegra efni muni farast við strendur okkar, heldur hvenær, hvar og hvaða búnað munum við hafa til að bregðast við.

Ég er ekki með olíuhreinsunarstöð, því ég tel olíu og olíuhreinsunarstöð heilsuspillandi, en ef þetta er mál allra Íslendinga af hverju er þá Reykjavíkurflugvöllur mál borgarstjórnar? Er þetta ekki svipað dæmi? Búið er á kerfisbundin hátt að flytja aðgang að auðlindum vestfirðinga frá þeim og eigum við síðan að ákveðja þetta fyrir þá?

Ólína mín, þetta hlýtur að vera ákvörðun heimaaðila. Svo er bara spurning hvort þeir vilja svona líf?

Steinar40, 4.3.2008 kl. 00:28

16 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er léleg framtíðarsýn fyrir þessar fáu hræður sem byggja þetta sker ef mönnum getur aldrei dottið neitt annað í hug í atvinnumálum en stóriðja af einhverju tagi.  En hvaðan á að fá orkuna til að knýja þetta fyrirbæri, sem olíuhreinsunarstöðin er?  Varla er hægt að virkja nóg vatnsafl á Vestfjörðum.  Sökum fjarlægðar frá helstu stórvirkjunarmöguleikum er ábyggilega mjög óhagkvæmt og kostnaðarsamt að byggja línur og töp á svo löngum flutningsleiðum eru mikil.  Er kannski eina leiðin að knýja þetta með olíu? Og bæta þar með gráu ofan á svart.

Þórir Kjartansson, 4.3.2008 kl. 09:01

17 identicon

Það náttúrulega sér það hver heilvita maður að fiskimiðin út af vestfjörðum eru mun verðmætari enn olíuhreinsistöð. Auk þess eiga vestfirðingar að gera tilkall til þessara fiskimiða og krefjast frumnýtingarréttar á þeim og halda eftir öllum VSK- skatti sem verður til á vestfjörðum og greiða einungis hlutfall af honum í sameiginlegan sjóð landsmanna.

Svo nær það engri átt hvað vestfirðingar standa sig illa í vegamálum. Og það kemur þeim náttúrulega sjálfum um koll.

Svo vantar áburðarverksmiðju. Vilja vestfirðingar taka það að sér?

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 09:49

18 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þetta eru ágætar umræður - takk fyrir  þær.

Sigurður Hreinsson telur að mér sé ósárt um það þó Vestfirðingar nýti ekki fiskimiðin sín. Þetta er mikill misskilningur hjá Sigurði, og augljóst að hann hefur ekki lesið mikið af mínum eldri bloggsskrifum um atvinnumál Vestfirðinga, ef hann heldur þessu fram.

Vissulega kann að fara svo að það verði Vestfirðingar sem ákveði þetta sjálfir og sér, hvort hér rísi olíuhreinsistöð. Vera kann að meirihluta þeirra sé sama um þessi fiskimið, úr því þeir nota þau ekki sjálfir. Ekki skal ég fullyrða neitt um það - leyfi mér bara að draga í efa að svo sé. 

En það er jafn víst að fiskimiðin eru verðmæti á landsvísu - þau eru mikilvæg gullkista fyrir þjóðarbúið Og það kemur því fleirum við en Vestfirðingum hvað verður um þau og ímynd landsins sem fiskveiðiþjóðar.

Sú goðsögn sem gengur núna að "Vestfirðingar" vilji olíuhreinsistöð er ekki sannleikanum samkvæm. Því fer fjarri að Vestfirðingar séu einhuga í þessu máli - og því fyrr sem stjórnmálamenn og landsmenn aðrir átta sig á þeirri staðreynd, því betra.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 4.3.2008 kl. 10:06

19 identicon

Vestfirskur harðfiskur = lífsgæði

Olíuhreinsistöð = hnignandi lífsgæði

Hvort virkar betur:

Vestfirskur harðfiskur - þar sem olían er hreinsuð

eða

Græn vestfirsk olía - þar sem vestfirski harðfiskurinn er hertur.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:00

20 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Hér eru miklar og áhugaverðar umræður.

Árni Guðmundsson segir hér að ofan: ,,Það sem Vestfirðir, og svosem öll byggðarlög þurfa, er ekki einhver megaiðnaður, heldur fjölþættur smáiðnaður og atvinnustarfsemi, öflugar samgöngur og dugur og framkvæmdagleði heimamanna.

Af þessu síðasta hafiði nóg, og það er lykilinn að öðru sem þarf. "

Gott og vel. Er það þess vegna sem gengur svona rífandi vel fyrir vestan?

Aðstæður hafa breyst síðustu 30 árin og Vestfirðingar eru tilneyddir til að finna sér nýja kjölfestu. Það má vel vera að eitthvað betra en olíuhreinsistöð sé kostur... en það verður þá að fara að gerast. Fleiri eyðifirðir eru ekki auðlind, nema fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í RVK. Það er sorglegt að sjá Vestfirðina tæmast.

Virkjanamöguleikar eru nú fleiri en bara vatnsföllin og mikill kostur væri að fá stórfyrirtæki til að styðja við þróun í þeim efnum.

Vestfirðirnir eru fallegir, það veit ég manna best. Vestfirðir eru líka hentugir undir slíka starfsemi að því leiti að stór mannvirki í Hvestudal eru úr alfaraleið og lítt sjáanleg. Þa.l. væri hægt að komast hjá miklum truflandi sjónmengunaráhrifum. Ennfremur er um lokaða firði að ræða þar sem auðveldara er að bregðast við olíuslysi en annarsstaðar þar sem opnara er. Stórskipasiglingar úti fyrir opnu hafi eru orðnar miklar og munu aukast - sem þýðir töluverða hættu á umhverfisslysi hvort sem olíuhreinsistöð rís í Arnarfirði eða ekki.

Olíuhreinsistöð myndi auk þessa styrkja grundvöll háskólastarfsemi á Vestfjörðum.

Smá skilaboð til Þórðar hér að ofan: Að halda því fram að Vestfirðingar standi sig illa í vegamálum er hrein og klár móðgun og lýsir eingöngu því hversu lítinn skilning menn hafa á málefnum vestfirðinga. Vestfirðingar standa sig vel í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Þeim er því vel treystandi fyrir olíuhreinsistöð. Hagsmunirnir af því að vel takist til eru mestir fyrir þá sjálfa.

Gangi ykkur vel fyrir vestan - hvað svo sem verður ofaná.

Örvar Már Marteinsson, 4.3.2008 kl. 11:01

21 identicon

Það er nú fínt að einhverjir utan vestfjarða móðgist fyrir vestfirðinga hönd og mættu þeir vera sem flestir.  

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:34

22 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sælt veri fólkið.

Það er ekki ætlun mín að vera að gera fólki upp skoðanir.  Hinsvegar er það undarleg framsetning að við Vestfirðingar megum ekki gera þetta og hitt vegna þess að það komi niður á öðrum, aðrir hafa hreint ekki sýnt okkar þá kurteisi.

Og ef fólki finnst að ég sé að snúa útúr með því að tala um slys almennt, þá vil ég benda á að umræðan um mögulega olíuhreinsunarstöð á ekki að snúast um slys eða ekki slys.  Hverjar eru líkur á slysi almennt ????  Td. veit ég ekki til að nokkur íslenskur togari hafi farist inni á firði.  Þeir strönduðu nokkrir hér á árum áður þegar staðsetningartæknin var lakari og skipin voru minni.  En firðir sem ekki eru með neinum skerjum á siglingarleið eru ekki hættulegir. 

Og svo vil ég benda því fólki sem er sárhrjáð af einhvað-annað-heilkennum að leita sér lækningar eða að vinna í sínum málum.  Það lifir enginn af því að tína ber eða fjallagrös, það er ekki heilsársvinna, kanski mánuður á ári.  Ferðaþjónusta þarf góðar samgöngur og háskóli þarf vinnumarkað sem tekur við menntuðum einstaklingum, ekki flóknara en það. 

Sigurður Jón Hreinsson, 4.3.2008 kl. 12:51

23 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Sæl Ólína ! ég get ekki á mér setið um að skjóta hér inn athugasemd, en frá mínum sjónarhóli séð að þá erum við sem ennþá þreyjum þorrann hér fyrir vestan eiginlega komin á endastöð, ekki fáum við að veiða fiskinn eins og við þurfum og hvað annað í dag höfum við en fiskveiðar til að lifa af, ekki getum við öll lifað af ferðamannastraumnum svokallaða sem sækir Vestfirði heim og ekki fæ ég séð hvernig hugmyndir "Framtíðarlandsins" eiga að bjarga okkur frá því að veslast upp, ekki getum við öll farið að brugga berjavín  eða bjór, nei en ef Vestfirðir fá stóriðju þá er kominn grundvöllur fyrir svo margt annað jafnvel að brugga berjavín, en ef við erum svona hrædd um allskonar slys af völdum olíuhreinsistöðvar eða hverskyns annarri stóriðju sem mönnum dytti í hug að setja upp á Vestfjörðum eins og þú virðist vera, allri framþróun fylgir viss áhætta og ef við viljum eða þorum ekki að taka neina áhættu þá verðum við bara að leggjast fyrir á öruggum stað með öryggis hjálm á höfði

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 4.3.2008 kl. 15:34

24 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Örfá orð um þetta mál.

1.  Miðin við Vestfirði eru ekki svipur hjá sjón, hvað varðar fæðuframboð fyrir fiska hafsins eða fugla himinsins.

Þökk veri Kvótekerfinu og stóru veiðarfærunum sem má skrkast með uppí fjörur þarna.

2.  Ferðamannaiðnaður er allstaðar LÁGLAUNAIÐNAÐUR og er það í eðli sínu.  Ég hefi farið víað um landið, bæði þá ég var yngri og nú eftir ða ég er komin þetta á miðjan aldur og ljúft það.  áGangur ferðmanna á viðkvæma staði er svo, að eyðileggingin blasir við.  Svo skíta þessir túristar út um allt á Laugaveginum og enginn gerir neitt í þvi´.  Fussum svei vil ekki þetta ,,heim " á Vestfirði.

3.   Lágfótu er EKKI að kenna fugladauðinn, heldur skert framboð af fæðu fuglum til goggs.  Hafa menn ekkert tekið eftir Veiðibjöllunni í mófuglinum?

Ef Vestfirðingar vilja olíuhreinsistöð, verði þeim þa´að ósk sinni og la´ti ekki neitt annað lið segja sér frir um, hvað þeim er fyrir bestu, það er svosem ekki það góð reynslan af því.

Með virðingu og vinsemd til allra vestfirðinga, hvar á landinu sem þeir eru.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 4.3.2008 kl. 16:03

25 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ólína.

Ég er fædd og uppalin á Vopnafirði. Móðir mín fæddist í Reykjafirði v/Djúp og er ég 50% hreinræktaður Vestfirðingur.

Viltu kíkja á Jakob sem er að blogga um sama málefni. Slóðin:http://jakobk.blog.is/blog/jakobk/entry/463917/#comments 

Hreint land, fagurt land. Baráttukveðjur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 16:36

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Auðvitað er mengunarhættan af olíuhreinsistöð veruleg. En ég verð því miður að hryggja Ólínu með því að það er lítill tilgangur í því að vernda fiskimið landsins og þá fáu titti sem þar svamla enn.

Sú stefna er einungis spurning um hvort kvótagreifinn hvers hagsmuni við verjum, flatmagar á sólarströnd og sötrar bjór, á Flórída eða Dóminíska lýðveldinu.

Almenningur á ekki fiskimiðin og hefur svo gott sem engan hag af þeim. 

Theódór Norðkvist, 4.3.2008 kl. 19:08

27 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Eins og vanalega mælir Bjarni Kjartansson spaklega. Vestfirðingar eiga ekki að láta segja sér fyrir verkum í þessu heldur útkljá þetta sín á milli.

Eins er ég hjartanlega sammála Halldóri í Holti (Dóri taxi) og ítreka að Vestfirðingum er vel treystandi til að fara nógu gætilega í þessum efnum.

Nú er byrjað að tala um að frekari stóriðjuframkvæmdir gætu verið nauðsynlegar til að blása í glæður efnahagslífsins - ég frábið mér að þær framkvæmdir fari fram á SV-horninu og dragi enn frekar máttinn úr NV- kjördæmi og Vestfjörðum sérstaklega. Ég get sætt mig við Húsavíkursvæðið sem valkosti en það er ekki hægt að ganga fram hjá Vestfjörðum lengur. Menn lifa ekki lengi á hundasúrum, fjallagrösum og munnvatni.

Það er bara svoleiðis.

Örvar Már Marteinsson, 4.3.2008 kl. 22:51

28 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Tek undir með Ólínu og öðrum sem eru sama sinnis. Í mínum huga er ekki aðeins mengunin og hætta á lífríkið verði fyrir skaða, heldur yrði sjónmengunin ekki síður spillandi. Vestfirði eru náttúruperla og ekki síst fyrir fámennið, kyrrðina þögnina og fegurðina.

Ég er fædd fyrir vestan og sæki mína auðnustaði vestra reglulega nokkru sinni á sumri. Í Arnarfirði dvaldi ég sumarlangt fyrir margt löngu og þær verma mig minningarnar frá yndislegum morgunstundum þegar þögnin ein ríkti. Utan einstaka jarms í fjarska og vængjasláttar hrossagauks eða vall spóans sem í engu raskaði þeirri ró sem yfir mann hvíldi. Það var ekki fyrr en heyrðist gangljóð í bátsvél í fjarska og póstbáturinn frá Bíldudal færðst nær. Það var nú öll truflunin frá kyrrð yndislegara daga. Því get ég ekki hugað mér að hvernig væri að horfa út fjörðin þar sem ekki lengur bæri fyrir augu röð dalana, heldur skelfilegt reikspúandi skrímsli sem skyggði á heillandi Ketildalana.

Það er óhugsandi og má aldrei verða; Vestfirðir eru náttúruauðæfi okkar Íslendinga til framtíðar. Og einmitt fyrir fámennið, víðáttuna, hrikaleg alltumfaðmandi fjöllin; ólík öllum öðrum á landinu að ógleymdri spegilmynd þeirra í svartalogninu kvölds og morgna. Það skemmdarverk yrði ekki aftur tekið. Ég skora á ykkur sem enn búið fyrir vestan að stofna til öflugrar mótspyrnu gegn þessum áformum. Ég get fullvissað Vestfirðinga um að þið eigið hauka í horni hvarvetna um landið í okkur sem eiga rætur okkar þar.

Forvitna blaðakonan, 5.3.2008 kl. 02:19

29 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Já fortíðarljóminn slær sífellt sérstökum glampa í augun á fólki, eins og forvitna blaðakonan lýsir svo heillandi hér fyrir ofan.  Það breitir hinsvegar ekki þeirri staðreynd að við hér sem búum á Vestfjörðum þurfum að hafa einhvað til að lifa á.  Við lifum ekki á endurminningum annara. 

Ef Vestfirðir eru náttúruauðæfi allra Íslendinga til framtíðar, hlít ég að spyrja að því; hvar við íbúar svæðisins komum inn í þá mynd.  Erum við í vegi fyrir því að það rætist eða erum við hluti af framtíðarsýninni?  Eins og komið hefur verið fram við okkur á liðnum árum erum við greinilega í vegi fyrir fullkomnum Vestfjörðum, og héðan virðist eiga að svæla okkur smátt og smátt.

Ég veit ekki til þess að það standi til að breita landafræði Vestfjarða.  Ekki á að færa neina dali til eða firði.  Það er hrein fásinna að setja málið þannig upp.  Og það ættuð þið líka að vita, sem búið á einu mesta stóriðjusvæði Evrópu, að Keilir hefur enn sína töfra.  Þingvallavatn er enn á sínumstað og meira að segja Grótta, er enn með talsvert varp á vorin.  Þannig verður það líka hér, þó svo að það kæmi verksmiðja sem gæti tryggt stórum hópi fólks, vinnu.

Ég veit vel hvað er að standa úti á kvöldin, vestur í Arnarfirði, stara á stjörnunar, tunglið, norðurljósin og ljósin á þeim bæjum sem blöstu við á hlaðinu heima.  Ég man það líka vel, hvað þeim fækkaði.  Og fækkar enn.  Mér þykir það ekki vera merki um fegurð.  Það líkist frekar dauða.  Hver vill taka þátt í  því ?

Sigurður Jón Hreinsson, 5.3.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband