Er engin leið að hætta?

Gaza woman_in_gaza Þetta getur ekki gengið svona lengur - það er óbærilegt að horfa upp á þessa endaleysu ár eftir ár eftir ár eftir ár .... þessa eilífu tilgangslausu hringrás óstöðvandi styrjaldarógnar sem enginn mannlegur máttur virðist geta stöðvað.

 Það eru árásir, hefndaraðgerðir, gagnárásir ... friðarviðræður .... árás, hefndaraðgerð, gangárás .... friðarviðræður ... árás ... yfirlýsingar ... gagnárás ... hefndaraðgerð, árás .... yfirlýsingar .....

Hvers vegna er ekki hægt að stöðva þetta?

Er ekki hægt að hjálpa þessum þjóðum til þess að komast út úr þessum vítahring stríðshyggju og haturs? Er ekki EITTHVAРsem heimurinn getur gert?

 

 


mbl.is Hernaðaraðgerðum ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tvennt ábent: 1. Fréttir af "hernaðaraðgerðum Ísarelsmanna kom seint og illa á fréttasíðu Mbl.is   Það var ekki fyrr en ég og fleiri bloggarar sóttu fréttina annað að hún birtist. 2. Þetta eru kallaðar "hernaðaraðgerðir" sem jafnvel Banaríkjamenn harðmæla. Í þesum "aðgerðum" dóu 60 manns þar af 22 börn. Fréttin er skandall.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 16:19

2 identicon

önnur leið væri kannski að Ísraelar myndu hætta þessum hefndarofforsa og skiluðu landi sem þeir eiga ekkert í

jonas (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 16:37

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég ætla ekki að réttlæta eldflauga árásir Hamas á Ísrael. En ef grannt er skoðað eru þær eins og steinkast miðað við hernaðarmátt og getu Ísraelsmanna.

Ísraelar hafa fram að þessu getað farið sínu fram í skjóli USA. Ályktanir SÞ gegn hernaði Ísraelsmanna, frá upphafi samtakana, sem ekki voru stoppaðar með neitunarvaldi USA, voru hundsaðar af Ísrael, allar með tölu. 

Saddam hundsaði tvær ályktanir SÞ og sætti innrás og aftöku. Ekki að það sé eftirsjá að honum, heldur að ekki eigi eitt gilda um Ísrael og annað um aðra.

Njóta þeir enn vorkunnar fyrir Helförina? Ég fæ ekki betur séð en þeim hafi tekist að færa sér þá hræðilegu reynslu í nyt. Í öllum hugsanlegum skilningi. 

Ísaelar hafa fram til þessa aldrei komið til friðarviðræðna af heilum hug. Kannast ekki allir við ferlið. Um leið og viðræður eru hafnar kemur tilkynning frá Ísrael um að stofnaðar verði nýjar landnemabyggðir á hernumdu svæðunum eða eitthvað í þá veru. Allt verður vitlaust hjá Palestínu mönnum og öfgamenn í þeirra röðum gera árás og allt fer út um þúfur. Lái þeim hver sem vill.

Þetta ferli er regla.

Jú heimurinn getur gert eitthvað og það mikið. Gert Ísraelsmönnum ljóst að nú sé nóg komið. Þeir verði að semja um frið. Ef ekki, verði hætt að moka í þá hergögnum og þeir verði að sjá um sig sjálfir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2008 kl. 16:58

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, þetta er sorglegt - framkoma Ísrelsmanna nær ekki nokkurri átt. Og þögn þeirra ríkja sem horfa aðgerðalaus á þetta verður að rjúfa. Það er nóg komið. Það er svo sannarlega satt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.3.2008 kl. 21:28

5 Smámynd: Pétur Kristinsson

Það er líka eitt sem pirrar mig í fréttaflutningi af þessu ástandi þarna. Fréttaflutningur af þessum atburðum er alltaf á þá leið að ef að Palestínumenn gera eitthvað af sér er það hryðjuverk en ef að Ísraelar gera loftárás á íbúðahverfi er það hernaðaraðgerð. Þetta lýsir vel hversu litaðar fréttirnar eru hérna á vesturlöndum og undir áhrifum Bandarískra fjölmiðla.

Pétur Kristinsson, 3.3.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband