Er íslenskan úrelt mál?

hi  Verður íslenska brátt ónothæf í vísindasamfélaginu á Íslandi? Ýmsir eru uggandi um framtíð íslenskunnar, telja jafnvel að hún sé að verða undir sem nothæft tungumál í vísindum og fræðum. Ýmsar blikur eru á lofti:
  • Kennsla í íslenskum háskólum fer sumstaðar fram á ensku.

  • Fræðaskrif á íslensku eru minna metin í vinnumatskerfi Háskóla Íslands en skrif á öðrum tungumálum, einkum ensku.

  • Margar deildir Háskóla Íslands gera kröfu um að doktorsritgerðum sé skilað á ensku.

  • Þess vegna er innan við þriðjungur doktorsritgerða sem lagðar hafa verið fram fram við HÍ á árunum 2000-2007 á íslensku.

  • Háskóli Íslands stefnir að því að komast í hóp 100 bestu háskóla heims á næstu árum og fleiri háskólar setja markið einnig hátt. Ráðstefnuhaldarar spyrja - sem vonlegt er - hvort það að tala og skrifa íslensku samrýmist þá ekki þessum markmiðum?

Tja - svari nú hver fyrir sig.

  • En  Íslensk málnefnd og Vísindanefnd Íslendinga gangast fyrir ráðstefnu á morgun um stöðu og framtíð íslenskrar tungu í vísindum og fræðum þar sem þetta verður tekið til umfjöllunar kl. 14-17 í hringstofunni á Háskólatorginu.

  • Ég ætla að reyna að mæta af því ég verð í borginni ... svo fremi það verði flogið seinna í dag. Er að fara upp á Snæfellsjökul um helgina - og mun því lítið blogga næstu daga Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

í mínu tölvunarfræðinámi voru allar bækur á ensku.

í rafeindavirkjunarnáminu var efnið ýmist á útlensku og íslensku. helst ber þar að þakka hinum ötula og áhugasama kennara Sigursteini H. Hersveinssyni fyrir gott íslenskt námsefni.

frábær gæi þar á ferð.

Brjánn Guðjónsson, 14.2.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Íslenskan er algjör pain in the ass.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.2.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: Linda

Æi ég vona svo sannarlega ekki, en við megum alveg búast við því að búa við tvö tungumál, er Costa ríka ekki fullkomið dæmi um slíkt, er ekki töluð portúgalska þar eða spánska sem móðurmál og svo er enskan líka hluti af grunntungumáli landsins. Mig minnir það alla veganna.  Við megum ekki tína tungumálinu okkar, frekar en öðrum þjóðar sérkennum.

kv.

Linda, 15.2.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Íslenskan er best, veltöluð og rituð.  Góða ferð á fjölllin.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 00:59

5 Smámynd: Ingólfur

Ég held að íslenskan sé ekki í neinni hættu.

T.d. í "hátækni"-fyrirtækjum þar sem ég hef unnir er enskan mikið notuð því hluti starfsmanna eru útlendingar, en samt sem áður eru öll samskipti milli íslendinga á íslensku.

Sama held ég að eigi við í vísindasamfélaginu þó doctorsritgerðir séu á ensku.

Hérna í Danmörku er masterinn formlega á ensku þó flestir nemendurnir séu danskir.  Langflestir skila ritgerðum á ensku en allt annað fer fram á dönsku á meðan allir viðstaddir skilja og tala dönsku.

Þannig eru fundir innan verkefnahópsins, fundir með leiðbeinendum og sjálft prófið oftast á dönsku.

Þegar komið er upp í doctorritgerðir að þá held ég að það sé hagur höfunda í flestum greinum að skrifa á ensku þar sem þessar ritgerðir eru oft það sérhæfðar að þær vekja ekki áhuga sérlega stórs hóps innan lands. Þannig gefur það höfundi fleiri samstarfsmöguleika að loknu námi. 

Ingólfur, 15.2.2008 kl. 13:00

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er full ástæða til að vera á verði með þessi mál, á öllum vígstöðvum, bæði í atvinnulífinu og í menntastofnunum.

p.s. Þú varst frábær í Kastljósinu í kvöld!   

Marta B Helgadóttir, 16.2.2008 kl. 00:27

7 Smámynd: Gunnar Kr.

Við ættum að hlusta á Ólinu!
Á íslensku beita skal gólinu.
Því málið að missa,
yrði mikilvæg skyssa

og bölvað að gríp' oss í bólinu.

Gunnar Kr., 18.2.2008 kl. 00:38

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Nú er kominn valkostur fyrir þá sem vilja vera lausir við auglýsingar á bloggsíðum sínum.  Sjá hér

Marta B Helgadóttir, 19.2.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband