Þá bíður hið daglega amstur

Við keyrðum vestur í gær í fallegu veðri og mildu. Vorum þó ekki fyrr komin inn í Skutulsfjörðinn en ég fékk SMS-skeyti um björgunarhundaæfingu á Breiðadalsheiði. Nú var vandi á höndum. Heima beið Hjördís tengdamamma með dýrindis fiskrétt í ofni sem við hlökkuðum til að borða - á heiðinni félagarnir að moka 2 m djúpa snjóholu fyrir fyrstu snjóflóðaæfinguna sem allir hafa beðið eftir. Niðurstaðan varð sú að Siggi og Hjörvar voru settir úr heima hjá tengdó, við Blíða skelltum okkur á æfingu Cool Ég sé ekki eftir því þar sem í dag er farið að rigna - og óvíst hvenær hægt verður að æfa vetrarleit næst.

En þetta var skemmtileg æfing. Mjúk og mild logndrífa, og hundarnir hafa engu gleymt í snjóleitinni. Á eftir úðaði ég svo í mig góðgætinu við eldhúsborðið á Hjallaveginum. Það var því komið undir miðnætti þegar við loks komum heim í Miðtún og tókum upp úr töskum. Mikið var nú gott að leggjast upp í rúmið sitt með góða bók. 

En ... þá er bílífið að baki og nú tekur hið daglega amstur við.  Hér fyrir neðan skellti ég inn nokkrum myndum frá Reykjavíkurdvölinni.

DSC02986 Hluti fjölskyldunnar við á aðfangadagskvöld, fv. mamma (Magdalena), Siggi, ég og Magdalena dóttir mín (Maddý).

Allirvidjolatre (Medium) Við litla jólatréð á Framnesveginum, fv. mamma, Saga, Hjörvar, Pétur og Blíða fremst.

 Munnörpuleikur (Small) Munnörpulekur á aðfangadagskvöld Wink

Maddý og Maddý (Medium) Nöfnur og langmæðgur á gamlárskvöld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband