Falleg mynd úr heimabyggð

Loksins tókst mér að setja inn í heimasíðuhausinn hér fyrir ofan, fallega mynd úr heimabyggðinni.  Hef stefnt að því lengi, enda leiddist mér þessi fjallgarður sem ég hef setið uppi með hingað til - og taldi víst að væri landslagsmynd frá Ameríku. Góður maður hefur nú reyndar bent mér á að þetta séu fjöllin við Landmannalaugar - en hvað um það, vestfirsk voru þau ekki. Cool

Nú er semsagt komin viðeigandi mynd sem sýnir Pollinn okkar í ljósaskiptunum og hinni rómuðu ísfirsku kvöldkyrrð. Myndin er tekin af Ágústi Atlasyni, sem var svo einstaklega elskulegur að hjálpa mér að koma henni inn á síðuna - því án hans hefði mér ekki tekist það. Svo mikið er víst.

Ágúst tekur frábærar myndir. Hann er með ótrúlega flotta myndasíðu á netinu, sem er vel þess virði að skoða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þetta yrði pabbi ánægður með enda fæddur og uppalinn í Djúpinu.

María Anna P Kristjánsdóttir, 20.10.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Nú jæja - eru það Landmannalaugar?  Þær eru svosem ekki alveg "næsti bær" við Ameríku - en nógu langt frá Vestfjörðum til að virka framandi. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 20.10.2007 kl. 17:39

3 identicon

Gæti ekki unnið mér það til lífs að segja hvaðan myndin er,en falleg er hún.Mikið er ég svekt að hafa ekki aðgang að stöðinni hans Ingva Hrafns,er nokkuð klár á að þátturinn þinn verðu góður.Þú ætlar að ræða við nokkrar konur,konur sem eru ekki endilega áberandi á síðum dagblaða eða glanstímarita,konur sem hafa örugglega mikið að segja.Trúlega fer ég af bæ til að fylgjast með,veit að þetta verður athyglisvert.

Hallgerður langbrók (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 17:58

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Falleg nýja myndin þín. Ég fór á linkinn og skoðaði myndirnar þar, rosalega fallegar.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 21:51

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og falleg er myndin - og hvar er tengillin á nýju sjónvarpstöðina hans ingva hrafns ?

Halldór Sigurðsson, 20.10.2007 kl. 22:10

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ofboðslega falleg mynd

Jóna Á. Gísladóttir, 21.10.2007 kl. 00:07

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gullfalleg mynd.

Marta B Helgadóttir, 21.10.2007 kl. 01:13

8 Smámynd: Bros

Stórkostleg mynd og ekki eru myndirnar hans á "flickrinu" síðri

Bros, 21.10.2007 kl. 01:19

9 identicon

Ekki neita ég því að POLLURINN og KUBBURINN séu flott saman.Óneitanlega hugljúf mynd úr heimahögum.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 02:08

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir öllsömul.

Varðandi tengilinn á nýju sjónvarpsstöðina (ÍNN, rás-20 á Digital Ísland) - þá er hún ekki komin á netið enn. Þessir fyrstu útsendingardagar ganga eitthvað brösuglega vegna tæknivandamála sem ég kann ekki að nefna. En ég mun tengja á stöðina um leið og hún kemur á netið.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.10.2007 kl. 12:23

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fallegur Skutulsfjörður,

firn er hann spegilsléttur

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.10.2007 kl. 12:54

12 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Mjög fallegar mindir,hvernig fer ég að að komast inn á síðuna hans?,ætla að senda vinum mínum úti svo þau geti notið þessi dírðindi.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 21.10.2007 kl. 13:38

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Afskaplega falleg mynd sem vekur upp minningar að vestan og textan hans bubba : Það var kyrrlátt kvöld við hafið, ryðgað bárujárnið.....

Óskar Þorkelsson, 21.10.2007 kl. 15:28

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það er tengill inn á síðuna hans Gústa hérna vinstra megin, undir yfirskriftinni "áhugavert".

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.10.2007 kl. 23:28

15 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Úbbs ... fyrriparturinn hans Heimis Fjeldsted fór næstum framhjá mér:

Fallegur Skutulsfjörður

firn er hann spegilsléttur

(ég botna) 

Í kyrrðinni sefur svörður,

svífur andvarinn léttur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.10.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband