Regnmildur dagur ...

rengmildur logndagur runninn upp. Framundan er akstur um vestfirska vegi með félögum úr björgunarhundasveitinni.  Björgunarhundanámskeið á Suðurlandi um helgina.

Svo er meiningin að eyða viku í höfuðborginni, m.a. til að hitta nemendur mína í Háskóla Íslands og vera með þeim í vettvangsheimsóknum. Það er MA-námskeiðið "Menning og fræði í útvarpi" sem krefst nærveru minnar - en það er að öðru leyti kennt í fjarnámi, þ.e. ég kenni í gegnum fjarfundabúnað héðan frá Ísafirði, nemendur sitja á fjarfundi í Reykjavík. Við ætlum að heimsækja safnadeild Ríkisútvarpsins á miðvikudag, en á laugardag í næstu viku mun Leifur Hauksson taka á móti mannskapnum og leiða um völundarhús útvarpstækninnar eins og honum einum er lagið.

Fyrir utan þetta hlakka ég til að hitta "stóru" börnin mín - Sögu og Pétur - á Framnesveginum og vera með þeim í nokkra daga - enda veit ég að það væsir ekkert um bóndann og "litla" barnið vestur á Ísafirði á meðan. Þeir munu sjálfsagt láta fara vel um sig feðgarnir. Svo ætla ég auðvitað að reyna að hitta Dodda minn, Erlu Rún og Daða Hrafn ömmustrák.

 En semsagt, ég býst ekki við að ég bloggi mikið fyrr en eftir helgina - "sjáumst" þá vonandi hress og kát.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef ég væri ekki svona óguðlega sátt við líf mitt Ólína myndi ég öfunda þig.  Mér finnst eins og þú sért alltaf að gera helling af skemmtilegum hlutum, af allskonar tagi.  Góða skemmtun í þessu sem er framundan og megir þú njóta helgarinnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2007 kl. 08:48

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það verða einhverjar kellur að vera heima og taka því rólega, við Jenný erum upplagar í það og dáumst svo að ykkur ofurduglegu konunum. 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband