... og "negri sást í Þistilfirði"

Athyglisverð fyrirsögn hjá mogganum: "Náttúrufræðingur fær fálkaorðuna". Ætli það hafi sumsé aldrei gerst áður? Vantar bara formálann: "Sá fágæti viðburður hefur nú átt sér stað að ...." Blush

 Hmmm.  Minnir mig á fyrirsögn sem eitt sinn birtist í íslensku dagblaði svohljóðandi "Negri sást í Þistilfirði" - átti raunar að vera "hegri" en stafir víxluðust og útkoman varð þessi Wink.

Jack Ives er raunar vel þekktur fyrir rannsóknir sínar hér á Íslandi - mogganum hefði verið alveg óhætt að setja nafnið hans í fyrirsögn.

 

 


mbl.is Náttúrufræðingur fær fálkaorðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þessi misritun er algjör snilld

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 18.9.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Við höfum alltaf verið vanmetnir - við náttúrfræðingarnir. Sammála að rétt hefði nú verið að nafnið kæmi fram í fyrirsögninni. Hér er jú ekki um "óþekkta" náttúrfræðinginn að ræða.

Þorleifur Ágústsson, 18.9.2007 kl. 20:57

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

... því þá hefði þetta verið "fálkaorða hins óþekkta náttúrufræðings"

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.9.2007 kl. 21:04

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Einkennilegt hversu fyrirsagnir eru oft klaufalegar, kannski er maður ekkert betri sjálfur. Manstu þegar hermenn af vellinum gerðu eitthvað, eða lentu í einhverju hér á landi, þeir voru alltaf hermenn, nema ef þeir voru svartir, þá var það tekið sérstaklega fram, furðulegt.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 21:20

5 Smámynd: Hamar

Það minnir mig á að hér í "den" þegar fréttir komu af einhverjum ólátum, þjófnaðarmálum og öðru slíku frá höfuðstað Norðurlands (staður sem Þorleifur kannast víst við) þá fannst manni ansi oft koma í lok fréttarinnar að viðkomandi aðilar hefðu verið utanbæjarmenn!! 

Er það kannski þannig enn? 

Hamar, 18.9.2007 kl. 21:35

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAð er málsiður, að nota það sem sérstaklega sker viðkomandi útúr hópnum.  Þetta með blökkumennina í herjum BNA á Íslandi og fréttaflutnig af þeim, er líklega af sama meiði og það var ævinlega tekið fram, ef hross var skjótt. eða blesótt.  Það var óvenjulegt litarhaft og því meira brúkað en annað.

Ekkert með rasisma að gera, að því er ég best veit.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 19.9.2007 kl. 10:46

7 identicon

Ég man vel eftir þessari frétt af Negranum í Þistilfirði, þar var ekki um neitt stafavíxl að ræða heldur frétt í Degi miðvikudaginn 9. febrúar 1977 og fjallaði fréttin um þeldökkann mann sem að bjó í Þistilfirði. Ég á einmitt mynd af þessari frétt sem að ég gæti sent þér ef þú hefur áhuga :)

Anna Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 13:15

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Nú dámar mér, Anna Guðný  ég hef svo sannarlega áhuga fyrir því að sjá þessa frétt.  Heimilisfangið mitt er Miðtún 16, 400 Ísafirði.

Ég vil bara endilega eiga ljósrit af þessu - og kynni þér bestu þakkir ef þú nennir að senda mér það.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.9.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband