Yfirtaka á íslenskum álverum óheimil?

Á síðasta ári fullyrti ráðuneytisstjóri iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins,  Kristján Skarphéðinsson, að yfirtaka á álverum hérlendis væri óheimil "nema að uppfylltum tilteknum skilyrðum og með samþykki stjórnvalda og raforkufyrirtækjanna".  Sagði hann það vera fólgið "í samningum rekstraraðilanna við íslensk stjórnvöld og raforkuframleiðendur".

Ummæli ráðuneytisstjórans féllu þegar verið var að ræða hugsanlega yfirtöku rússneska álfyrirtækisins RUSAL á álfyrirtækinu Alcan (sem er móðurfyrirtæki Straumsvíkurálversins en ekki Fjarðaráls, eins og ég missti ranglega út úr mér í fyrri færslu).

Varla breytir það miklu hvort það er RUSAL eða Rio Tinto sem yfirtekur Alcan - þessi flötur á málinu hlýtur að vera til staðar eftir sem áður. Vonandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef við samþykkjum ekki yfirtöku Rio Tinto á ÍSAL-Alcan hlutnum í þessum heildarsamningi sem er uppá 2.300 milljarða dollara... er þá líklegt að þeir láti okkur hér á Íslandi stöðva þessi kaup og að ekkert verði af yfirtökunni ??..."Miklir menn erum við Hrólfur minn " var einu sinni sagt .

Skilja þeir þá 'ISAL-Alcan hlutann frá og loka í Straumsvík ? 

Auðvitað verðum við að taka því sem að okkur er rétt í þessu tilviki. 

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 20:12

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ekki skal ég nú taka undir með þér minn kæri Sævar.Málið snýst nú um meir en bara peninga og að við verðuð að taka þetta og hitt.hvað nú í stóru alheimseinkavæðingunni væri nú bara boðið í landið okkur sem heild og sagt,við gerum yfirtökutilboð upp á trilljón dollara og svo bara færum við ykkur aftur til Noregs og hana nú.

Hér er verið að tala um gróf mannréttindabrot af verstu gerð og okkur á ekkert að vera sama um hverjir kaupa hér og hvað þeir kaupa,það má vel diskutera þetta fram og aftur.

Mér er allavegana ekki sama um hverjir reka fyrirtæki á Íslandi sem eru í blóma og vel rekin,í námubransanum er mikið um slys og dauðsföll vegna léglegra öryggisráðstafana og málið bara að græða sem mest.                      Kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 13.7.2007 kl. 20:37

3 identicon

Svona til upplýsingar:

Það eru aðeins 6 ár síðan Svissnenska álfélagið "Alusussie " var yfirtekið af Alcan...þá fylgdum við (ÍSAL verksmiðjan) með í kaupunum , umyrðalaust af okkar hálfu. Auðvitað komu nýjir siðir með nýjum eigendum. Þeir siðir urðu okkur ekki til nokkurs tjóns nema síður væri.

Alcan hefur ekki allstaðar haft gott orð, einkum í súrálsframleiðslunni í þriðja heiminum.  Í álframleiðslunni er Alcan á háu plani í rekstri og er núverandi ÍSALverksmiðja gott dæmi um það.

Af fregnum að dæma verður álframleiðsluhluti hinnar nýju samsteypu á könnu Alcan hlutans. Það verða því væntanlega litlar og mjög hægar breytingar hér á landi á núverandi rekstri. Eflaust mun Rio Tinto sækja stíft eftir auknum umsvifum hér á landi...það er síðan okkar að meta þá kosti.

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 21:45

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Er ekki allt falt fyrir pening.

Georg Eiður Arnarson, 13.7.2007 kl. 22:34

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

KLUKK

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.7.2007 kl. 01:03

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst þetta mjög mikilvægt að athuga og koma á framfæri á réttum stöðum.  Mér hugnast ekki glæpafyrirtæki eins og Rio Tinto og væri ekki úr vegi að gera úttekt á því hvort þeir hafi gerst brotlegir við mannréttinda og umhverfissamþykktir sem gilda hér. ´Fyrirtæki eru höndluð sem einstaklingar samkvæmt lögum og ættu því að hafa sakaskrá í efnum sem þessum, sem leggja ætti til grundvallar fyrir rekstrarleyfi hér eða yfirtöku.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.7.2007 kl. 03:10

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nýtt lag á blogginu

Einar Bragi Bragason., 14.7.2007 kl. 03:50

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir með þér Jón Steinar.

Og með vísan í Íslandsklukkuna þá spyr ég, og hef lengi spurt: Þurfum við Íslendingar að velja um hvort við viljum heldur vera barðir þrælar eða feitir þjónar?

 Ég ætlast til þess að auður þessa lands ásamt langskólagöngu mikils hluta þjóðarinnar og þeirri þekkingu sem við búum yfir geri okkur sjálfbjarga á eigin forsendum.

Árni Gunnarsson, 16.7.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband