Kjördagur - tökum það rólega

fanar Jæja þá er runninn upp kjördagur - heldur kaldur og hráslagalegur hérna fyrir vestan. Hiti við frostmark. Spurningin er bara hverjum dagurinn verði kaldastur að þessu sinni.

Mér hefur alltaf fundist kjördagur vera hátíðisdagur. Fólk mætir á kjörstað, fer í bæinn að sýna sig og sjá aðra - fær sér kaffisopa einhversstaðar, kíkir á kosningaskrifstofu. Það er sérstök stemning í loftinu. Á þessum degi vill maður fá frið fyrir frambjóðendum og áróðri - það er að baki.

Sumir flokkar halda áfram að hringja "maður á mann" allan kjördaginn. Mér finnst það leiðinlegt. Á þessum degi er baráttan að baki og menn eiga bara að slaka á eftir slaginn. Foringjarnir eru löngu búnir að undirbúa ríkisstjórnarviðræðurnar og tilbúnir með útspil sín, þannig að þeir ættu að geta tekið þennan dag rólega - hvort sem þeir gera það með stuðningsmönnum eða fjölskyldum.

Jamm - það verður því ekki bloggað meira á þessari síðu fyrr en eftir kosningar. En þá áskil ég mér allan rétt til þess að hafa mikla meiningar um stjórnarmyndunarviðræður og annað tengt úrslitum kosninganna Police

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Í dag eru gulir blýantar mjög áhrifamiklir en ekki á morgun!!

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 18:18

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

     Sammála þér Ólína í dag ætti allt að vera rólegt og er það næstum því,við höfum allavega haft það yndislegt hér á Húsavík í dag bara svolítið kalt. Er bara að eyða tímanum til klukkan tíu, horfi ekki á  þessa hörmung sem kallast söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Eigið notanlega stund í kvöld. Kveðja frá Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband