Orð og efndir?

Það getur stundum verið lærdómsríkt að skoða söguna. Þegar kjördagur nálgast og menn þurfa að gera upp við sig hvernig þeir verja atkvæði sínu getur t.d. verið gagnlegt að rifja upp orð stjórnmálamanna og efndir.

 Í landsfundar-ályktun Sjálfstæðisflokksins vorið 2003 segir til dæmis um Íraksstríðið:

"Sjálfstæðisflokkurinn lýsir yfir eindregnum stuðningi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að skipa Íslandi í hóp þeirra ríkja sem styðja frelsun Íraks".

Þeir stóðu svo sannarlega við það, blessaðir - en voru þeir samstíga þjóðinni?

Tvær vinkonur mínar rifjuðu sömuleiðis upp fyrir mér í morgun annað stefnumál sem hefði e.t.v. staðið flokknum nær að efna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lofaði Vestfirðingum malbikuðu Ísafjarðardjúpi fyrir 2000. Þær leiða líkum að því - svona í ljósi framkvæmdahraðans sem verið hefur - að sennilega hafi hann átt við það, að þegar Vestfirðingum hefði fækkað niður í 2000 yrði komið malbik á Djúpið. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

átti þetta ekki að vera "orð og nefndir"?

Þorleifur Ágústsson, 11.5.2007 kl. 13:08

2 identicon

Fallin með 4,9

NN (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 22:56

3 identicon

Hér kemur smá viðbót úr stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins:

-Sjálfstæðismenn vilja skoða kosti þess að færa eignarhald ríkisins á orkufyrirtækjum til einkaaðila.

 -Fyrirtæki í einkageiranum eru farin að færa sig inn á fleiri svið en áður með jákvæðum ávinningi fyrir neytendur. Húsnæðislánamarkaðurinn er dæmi um þær framfarir sem orðið hafa í íslensku viðskipta- og atvinnulífi á síðustu árum Tryggja skal aðgengi að húsnæðislánum óháð búsetu. Sjálfstæðisflokkurinn vill jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og skoða þar sérstaklega stöðu Íbúðalánasjóðs og hlutverk hans á almennum lánamarkaði.

-Sjálfstæðisflokkurinn vill að opinber birting álagninga- og skattskráa verði lögð af.

-Sjálfstæðisflokkurinn telur að aflétta eigi einkarétti ríkisins á verslun með áfengi. Eðlilegt er að hægt sé að kaupa bjór og léttvín utan sérstakra áfengisverslana, t.d. í matvöruverslunum.

-Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka áfengiskaupaaldur í 18 ár.

Hvað finnst fólki um þetta? Viljum við færa orkuna á fárra manna hendur, eins og við höfum fært þeim sjávarútveginn?Hin stefnumálin eru líka umhufsunarverð.

Júlía (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband