Byggðaröskun er ekki náttúrulögmál

Hólmavík.kassabílarallý.strandiris_Jon_Jonsson Það er gott að búa úti á landi, í námunda við hreina náttúru, í göngufæri við vinnustað og skjóli umhyggjusams nærsamfélags. En þessi lífsgæði kosta sitt.

Húshitun á köldum svæðum er margfalt dýrari en í Reykjavík.  Það er mannleg ákvörðun. Vöruverð er umtalsvert hærra vegna flutningskostnaðar - því er hægt að breyta.

Hrafnseyrarheiði.16.april.2012.vegagerdinSamöngur, raforkuöryggi, gott internetsamband:  Allt eru þetta forsendur þess að atvinnulíf og byggð fái þrifist og dafnað - og allt eru þetta mannlegar forsendur sem hægt er að breyta, ef vilji og heildarsýn eru fyrir hendi.

Höfuðborgin aflar 42% ríkistekna, en hún eyðir 75% þess sem kemur í ríkiskassann.  Það er ekki náttúrlögmál.

Þróunin á landsbyggðinni er afleiðing ákvarðana, t.d. þeirrar ákvörðunar að afhenda fiskveiðiauðlindina útvöldum hópi og færa þeim óðalsrétt að þjóðarauðlind án eðlilegs endurgjald til samfélagsins. Af þeirri ákvörðun hefur hlotist mikil atvinnu- og byggðaröskun. Hin margrómaða hagræðing útgerðarinnar varð á kostnað samfélagsins - byggðarlögin borguðu. Daginn sem skipið er selt í hagræðingarskyni eða útgerðarmaðurinn selur kvótann og fer með auðævi sín úr byggðarlaginu, situr eftir byggð í sárum: Atvinnulaust fólk með verðlitlar fasteignir sem kemst hvergi, en unga fólkið lætur sig hverfa til náms, og kemur ekki aftur. Hvernig byggðinni farnast eftir slíka atburði, er háð öðrum skilyrðum, m.a. samöngum, fjarskiptum og raforkuöryggi - en ekki síður innra stoðkerfi og opinberri þjónustu.

Árneshr.Gunnsteinn_Gislason_og_Olafur_Thorarensen.Gunnar Njálsson Það þýðir ekki að tala um byggðaröskun sem „eðlilega þróun", því þessi þróun er mannanna verk. Hún stafar af ákvörðunum og skilningsleysi misviturra stjórnmálamanna sem í góðærum fyrri tíða misstu sjónar af almannahagsmunum og skeyttu ekki í reynd um yfirlýst stefnumið laga um jafnan búseturétt.

Til þess að jafna stöðu byggðanna þarf einfaldega að taka réttar ákvarðanir, í samgöngumálum, í atvinnu- og auðlindamálum og við uppbyggingu stofnana og þjónustu. Búsetuval á að vera réttur fólks í nútímasamfélagi.

 Stefnan er til á blaði í öllum þeim byggða-, samgöngu- og sóknaráætlunum sem til eru, en þeirri  stefnu þarf að koma í verk.

Byggðahnignunin er ekki náttúrulögmál - hún er mannanna verk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband