Allan afla á markað

Gunnar Örn Örlygsson, stjórnarmaður í SFÚ flutti einnig tölu. Í hans máli kom fram að fiskvinnslur SFÚ greiða þriðjungi hærra verð fyrir hráefni til vinnslu en fiskvinnslur LÍÚ. 

Það er furðulegt hversu lítill hljómgrunnur hefur verið meðal ráðamanna í gegnum tíðina við þau sjónarmið að aðskilja veiðar og vinnslu og setja "allan fisk á markað" (eða a.m.k. aukinn hluta). Hægt er að sýna fram á það með gildum rökum  að aðgerðir í þá átt myndu stuðla að eðlilegri verðmyndun, heilbrigðari samkeppnisskilyrðum, aukinni atvinnu og ekki síst -- sem skýrsla KPMG leiðir í ljós -- auknum tekjum hins opinbera.

Það er auðvitað undarlegt að sjá hvernig þeir sem mest hafa viðrað sig upp við markaðsöflin gegnum tíðina hafa staðið fastast gegn þessu í reynd. Í ljós kemur að hinir meintu markaðspostular þessa lands eru ekki að berjast fyrir heilbrigðum markaðsskilyrðum heldur fákeppni og sérhagsmunum stórfyrirtækja og samsteypa. Merkin sýna verkin. 

Í því sambandi var fróðlegt að hlusta á Jóhannes I Kolbeinsson framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar lýsa okkar bágborna, íslenska samkeppnisumhverfi - slöku eftirliti, veikburða Samkeppnisstofnun, slöppu lagaumhverfi. Ofan á allt bætist að hans sögn að helstu hagsmunasamtök atvinnulífsins SAA hafa lagst á sveif með stórfyrirtækjum að slaka á framkvæmd samkeppnislaga.  

Já, það hefur lengi skort á heildarsýn í þessum efnum í okkar litla samfélagi þar sem sterk öfl takast á um mikla hagsmuni, og svífast einskis. Umhverfið í útgerð og fiskvinnslu er ekki hvað síst dæmi um það.

Ég hef lengi talað fyrir aðskilnaði veiða og vinnslu sem og því að allur afli (eða a.m.k. vaxandi hluti) fari á markað, og lagt fram tillögur þar að lútandi.

Í ljósi þess hvernig aðrir þingmenn tjáðu sig í pallborði fundarins, er þess vonandi að vænta að skilningur á þessu sjónarmiði sé eitthvað að glæðast, og að við munum sjá þess merki í tillöguflutningi á Alþingi innan tíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Engin fiskvinnsla á Vestfjörðum,  sem hefur verið starfrækt með það fyrir augum, að vinna eingöngu fisk sem keyptur er á markaði, hefur lifað af.Á sama tíma fjölgaði slíkum vinnslum á Suðurnesjum og Höfuðborgarsvæðinu.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 15.11.2012 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband