Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Rysjótt tíð en líf í tuskum á Snæfellsjökli

fyristdagurÞað hefur verið vindasamt hér á Snæfellsjöklinum það sem af er vikunni. Í dag var hvassviðri með slydduéljum. Hundarnir létu það ekkert á sig fá - mannfólkið ekki heldur. Hér koma nokkrar myndir sem ég náði rétt áður en hleðslubatteríið dó á myndavélinni minni (að sjálfsögðu gleymdi ég hleðslutækinu heima, þannig að það verða ekki fleiri myndir birtar í bili).      

Skutull minn stendur sig vel það sem af er. Hann sýnir bæði áhuga og sjálfstæði og þykir almennt efnilegur. Vonandi tekur hann gott C-próf á föstudaginn.

 

Það er ekki slegið slöku við hér á þessu vetrarnámskeiði Björgunarhundasveitarinnar:  AframDrengir (Medium)Klukkan níu á morgnana er haldið upp á jökul þar sem æfingar standa fram eftir degi. Við erum venjulega komin niður aftur milli kl. fimm og sex, síðdegis. Þá eru flokksfundir. Síðan kvöldmatur kl. sjö og að honum loknum taka við fyrirlestrar til kl. 10. Þá eru hundarnir viðraðir - síðan spjallað svolítið fyrir svefninn.

 

Annars er netsambandið afar lélegt hérna. Ég er með svona NOVA-internet tengil sem byggir á GSM sambandi og það er ekki upp á marga fiska. Þessi bloggfærsla er því ekki hrist fram úr erminni skal ég segja ykkur. Whistling

BumbuBanar (Medium)

 

 

 

 En þrátt fyrir rysjótt veðurfar er létt yfir mannskapnum eins og venjulega þegar við komum saman Björgunarhundasveitin. Hér sjáið þið tvo félaga vora taka léttan bumbubana. Annað þeirra hefur það sér til málsbóta að bera barn undir belti, en hitt ... hmmm  Wink 

 

Nú það er nóg að gera við að grafa snjóholur fyrir hundana aKrissiMatarHolu (Medium)ð leita - þær þarf svo að máta - og eins og sjá mér er æði misjafnt hversu rúmt er um menn.


Vikufrí frá pólitík - nú er það Snæfellsjökull

snaefelljokull08 Nú tek ég vikufrí frá pólitíkinni. Er mætt á Gufuskála ásamt á þriðja tug félaga minna úr Björgunarhundasveit Íslands. Hópurinn verður við æfingar á Snæfellsjökli út þessa viku. Það er alltaf mikil stemning á þessu námskeiðum og glatt á hjalla bæði kvölds og morgna. Þessu fylgir heilmikið stúss - hér eru björgunarbílar frá flestum landshornum, hundar og menn með mikinn útbúnað. Svo getur veðrið verið með ýmsu móti.

Hér sjáið þið mynd frá vetraræfingu á Snæfellsjökli í fyrra - ég mun trúlega setja inn fleiri eftir því sem tilefni gefst næstu daga.

Pólitíkinhefur bara sinn gang á meðan - ætli hún fari langt. Wink

 

 


Tvær ræður: Önnur með hugmóði, hin með tárum.

 Það var skeleggur stjórnmálamaður sem steig á svið á landsfundi Samfylkingarinnar í dag til þess að kveðja með reisn. Þróttur í röddinni og öryggi í fasi. Henni var fagnað lengi og innilega um leið og hún steig á svið og henni var klappað lof í lófa að lokinni ræðu. Fundargestir risu úr sætum.

Já það var stemning á setningu landsfundarins í dag. Um leið skynjuðum við öll að nú eru að verða þáttaskil. Ingibjörg Sólrún stígur nú út af sviðinu eftir langan og merkan stjórnmálaferil, oft stormasaman, einkum síðustu mánuðina.

Við keflinu tekur Jóhanna Sigurðardóttir sem óumdeildur foringi og fyrsta konan til að gegna starfi forsætisráðherra á Íslandi. Um varaformannsembættið keppa tveir efnilegir stjórnmálamenn, hvor öðrum frambærilegri. Mikið og gott mannval. mannud

Í gær hélt Ingibjörg Sólrún aðra og öðruvísi ræðu. Þá kvaddi hún konurnar í flokknum á ársþingi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar sem haldið var á Hótel Loftleiðum. Sú ræða var ekki síður sterk en ræðan í dag, en hún sló á allt aðra strengi. Í henni var fjallað um hlutskipti og erindi kvenna í stjórnmálum; komið inn á samkennd og samstöðu - ekki síst mikilvægi þess að við konur hlúum vel hver að annarri - einkum þeim sem við sendum út á vígvöllinn fyrir okkur.

Sterk ræða í meitluðum, vel völdum orðum.

Ræða sem þrýsti fram tárum og kallaði fram faðmlög.

Ræða sem við gleymum aldrei.


mbl.is Siðrof í íslensku samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrslit prófkjöranna, spilaspár og prógrammið framundan

HolmavikProfkjor09 Nú er endurnýjun að eiga sér stað á framboðslistum stjórnmálaflokkanna að afstöðnum prófkjörum síðustu viku. Sjaldan ef nokkru sinni hafa landsmenn séð jafn miklar breytingar á öllum framboðslistum og nú. Þó er augljóst að fólk er að kjósa breytingarnar í bland við reynslu og þekkingu þeirra sem fyrir eru.

Nokkrir flottir hástökkvarar eru að koma inn hjá Samfylkingunni að þessu sinni. Það gladdi mig t.d. að sjá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Valgerði Bjarnadóttur og Skúla Helgason stökkva inn á listann í Reykjavík - nýtt fólk með reynslu. Þá var gaman að sjá Önnu Pálu Sverrisdóttur, foringja ungra jafnaðarmanna ná markverðum árangri. Smile Sé litið til landsbyggðarinnar þá er líka að verða allnokkur endurnýjun þar. Hér í Norðvesturkjördæminu eru þrír nýir einstaklingar að koma inn á listann í 2., 3. og 4. sæti á eftir Guðbjarti Hannessyni. Það eru auk mín, Arna Lára Jónsdóttir og Þórður Már Jónsson. 

spadispilin09Það er svolítið gaman að því að ég lagði spilastjörnu fyrir þau bæði á fundaferðalaginu okkar um daginn. Hjá Örnu Láru kom góður og markviss árangur. Hjá Þórði komu upp vonbrigði sem myndu breytast í sigur eða árangur.  Þessi mynd var tekin við það tækifæri. Nú er ljóst að hann mun flytjast upp í 4. sætið eftir brottgöngu Karls V. Matthíassonar. Wink

Í NA-kjördæmi varð endurnýjun með þeim Sigmundi Erni og Jónínu Rós í 2. og 3. sæti.

Hinir flokkarnir eru líka að fá inn nýtt fólk. Auðséð er að mörgum af þeim sem sátu á þingi síðasta kjörtímabil hefur verið refsað. Það er þó ekki alltaf í samræmi við hlutdeild þeirra að því sem gerðist, hefur mér fundist. En það er önnur saga.

En það eru spennandi tímar framundan - fundir og ferðalög hjá frambjóðendum. Sjálf verð ég á ferðinni í Skagafirði og Borgarfirði næstu tvær vikurnar - legg af stað á þriðjudag. Framundan eru líka kjördæmisþing og Landsfundur.

vetrarmynd07Og ekki má ég gleyma vetrarnámskeiði Björgunarhundasveitarinnar á Snæfellsjökli í byrjun apríl. Þangað verð ég að fara til þess að taka stigspróf á hundinn - annars er ég búin að missa af tækifærinu þetta árið.

Jebb ... það er allt að gerast. 


mbl.is Ásta Ragnheiður í 8. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laugardagsmorgunn á landsbyggðinni. Ég fylgist með veðurfréttum.

hridarvedurNepalIsFrost og fjúk utan við gluggann minn. Ég horfi út á úfinn fjörðinn hvar sjórinn þyrlast upp í gráa sveipi í hviðunum. Vindurinn gnauðar við mæninn og tekur í húsið. 

Í stofusófanum liggur bóndi minn með blaðið frá í gær. Hann er að hlusta á Rás-1 með öðru eyranu. Það er þæfingur og þungfært í Ísafjarðardjúpi- flestar heiðarnar ófærar, segir þulurinn.

Inni í herbergi steinsefur unglingurinn á heimilinu. Hann er kvefaður.

Ketilkannan brakar á eldavélinni og gefur mér til kynna að kaffið sé tilbúið. Við fætur mér liggur hundurinn, rór og áhyggjulaus.

Þetta er laugardagsmorgunn á landsbyggðinni. Við munum fylgjast með veðurfréttum í dag.


mbl.is Björgunarsveitir að störfum í vonskuveðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karl V. Matthíasson skiptir um flokk

KalliMatt Karl V. Matthíasson alþingismaður hefur sagt skilið við Samfylkinguna og gengið til liðs við Frjálslynda flokkinn eftir að hann hafnaði í 5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar um síðustu helgi. Hann sóttist eftir 1. eða 2. sæti.

Í fréttatilkynningu segir Karl að skoðanir hans og hugsjónir um sjávarútvegsmál hafi ekki fengið hljómgrunn í Samfylkingunni og bendir hann á úrslit prófkjörsins sem staðfestingu þess.

Sárt þykir mér að sjá Karl halda þessu fram. Ég held nefnilega að hann viti betur. Þátttakendur prófkjörsins, bæði frambjóðendur og flokksmenn, vita líka betur.

Á þeim framboðsfundum sem haldnir voru í kjördæminu nú fyrir prófkjörið var varla um annað meira rætt en sjávarútvegsmálin.  Karl var að vísu ekki sjálfur viðstaddur alla fundina. En á þeim tóku velflestir frambjóðendur prófkjörsins afgerandi afstöðu í umræðunni. Var afstaða þeirra samhljóða þeim áherslum sem Karl kýs nú að láta sem hafi verið hans einkaáherslur. Þetta veit Karl.

En ég vil þakka Karli fyrir þann tíma sem hann starfaði og talaði sem Samfylkingarmaður á Alþingi - tímann sem hann var samverkamaður okkar félaga sinna í flokknum. Það hefði farið vel á því að sjá orðsendingu frá honum til flokksmanna áður en hann sendi út fréttatilkynninguna. En það verður hver að hafa sinn hátt á því hvernig hann kveður.

Ég óska honum velfarnaðar á nýjum slóðum.


mbl.is Karl V. til liðs við Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hafðist!

Þá er niðurstaða prófkjörsins í NV-kjördæmi ljós. Ég fékk 2. sætið eins ég stefndi að og ég er alsæl. Smile Guðbjartur fékk sannfærandi kosningu í fyrsta sætið, hann er vel að því kominn. Þriðja sætið hreppti svo Arna Lára Jónsdóttir, samverkakona mín hér á Ísafirði.

Ég er ánægð með þennan lista - mér sýnist hann vera mjög sterkur og ekki óraunhæft að ná inn þriðja manni fyrir Samfylkinguna í NV í þessu kosningum.

Ég vil þakka öllum sem kusu mig fyrir traustið. Um leið þakka ég meðframbjóðendum mínum góða viðkynningu og skemmtilega samveru á fundaferðalagi okkar um kjördæmið í aðdraganda prófkjörsins. Þetta er sigurstranlegur listi sem ég vona að muni fjölga þingmönnum Samfylkingarinnar í kjördæminu.

 


mbl.is Guðbjartur efstur - Ólína í 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjörið að byrja: Sauðárkrókur, Blönduós og Hvammstangi á morgun!

DyrafjordurAgustAtlasonJæja, nú fer að færast fjör í leikinn. Á morgun leggja prófkjörsframbjóðendur Samfylkingarinnar af stað í fundaferð um norðvesturkjördæmið. Það segir sitt um samgöngumálin á Vestfjörðum að ég er komin í höfuðborgina til þess að komast norður á Sauðárkrók á morgun. Fyrsti fundurinn verður haldinn þar í hádeginu, síðan er Blönduós kl. 17.30 og svo Hvammstangi kl. 21 um kvöldið.

Á Sauðárkróki bíður okkar níu manna smárúta og í henni verðum við meira eða minna næstu fimm daga sýnist mér. Jamm, það verður transporterað með okkur milli staða sem leið liggur um kjördæmið og endað á Ísafirði 4. mars. Þar með verð ég komin heim til mín á ný.

 Hér er prófkjörssíðan mín og hérna er prófkjörssíða kjördæmisins þar sem fundadagskráin kemur skilmerkilega fram.

Þetta verður fjör!

 

ps: Fallegu myndina hér fyrir ofan tók Ágúst Atlason. Hún er tekin í Önundarfirði.


Þá er komið að því - ég tek slaginn

bardastrond Jæja, þá er komið að því ... og enginn veit sína ævina ... og allt það. Ég er á leið í prófkjör fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi og stefni á annað efstu sætanna á framboðslistanum fyrir næstu Alþingiskosningar.

Eins og blogglesendur mínir vita hef ég ítrekað verið spurð að þessu undanfarnar vikur og mánuði. Ég hef svarað af varúð en ekki hugsað mikið um þetta fyrr en núna um helgina. Þá fóru hlutirnir að gerast.

Og eftir allmörg samtöl og tölvupósta er niðurstaðan sú að ég ætla fram. Cool

Í almennum orðum get ég sagt það um sjálfa mig að ég er sjálfstæð og framsækin kona með ríka réttlætiskennd. Ég hef látið málefni landsbyggðarinnar til mín taka í ræðu og riti undanfarin ár enda er ég búsett á Ísafirði og þekki mætavel hvar eldarnir brenna heitast í dreifðum byggðum landsins.

Um þessar mundir berst ég fyrir lýðræðisumbótum á Íslandi. Ég er í góðum hópi Íslendinga sem efnt hafa til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni www.nyttlydveldi.is  fyrir því að boðað verði til stjórnlagaþings og þjóðinni gefinn kostur á að velja verðuga fulltrúa til þess að setja nýja stjórnarskrá.

Í kjölfar þess efnahags- og siðferðishruns sem dunið hefur yfir tel ég brýnt að Alþingi Íslendinga endurvinni traust meðal þjóðarinnar og rísi undir hlutverki sínu sem leiðandi löggafarsamkoma í lýðfrjálsu landi.

Brýnast um þessar mundir er þó að verja lífskjör almennings í landinu við þau erfiðu efnahagsskilyrði sem hér ríkja. Stjórnvöld verða að hafa forgangsröðunina í anda mannúðar og jafnaðarstefnu þegar kemur að niðurskurði og aðhaldsaðgerðum hjá hinu opinbera. Að byrðunum verði jafnað réttlátlega á bökin. Að þess verði gætt að erfiðar aðgerðir komi síst niður á þeim sem standa höllum fæti fyrir, t.d. sjúklingum, öryrkjum, efnalitlum heimilum eða barnafjölskyldum.

Ég vil standa vörð um mannréttindi og lýðræði, jöfnuð og sanngjarnar leikreglur. Mín skoðun er að stjórnmálamenn og stjórnsýslan öll eigi að bera ábyrgð og standa vörð um hlutverk stofnana þannig að þær fái að sinna lögbundnu hlutverki sínu án inngripa eða óeðlilegra afskipta stjórnmálamanna eða hagsmunaafla.

Þeir sem vilja kynna sér bakgrunn minn geta séð hann hér. Þeir sem vilja vita um áherslur mínar og hugðarefni geta til dæmis kynnt sér bloggfærslur mínar hér á þessari síðu.

 Í stuttu máli sagt:

Ég er kona á besta aldri - nægilega lífsreynd til þess að þora að standa í báða fætur. Svolítið sorfin af sjávargangi lífsins en bjartsýn og drífandi. Verði mér treyst til þess að taka sæti á löggjafasamkundunni mun ég leggja mig alla fram í þágu þeirra mála sem ég tel horfa til framfara.

Mér er tamt að nota brjóstvitið ekki síður en hugvitið og hlýða eigin samvisku. Ég hyggst halda því áfram.


Í gang aftur eftir dásemdir Dolomítatindanna

Dolomíta-tindarnir Jæja, þá er ég aftur komin í gang eftir dásamlegt skíðafrí með systrum mínum í ítölsku Ölpunum - undirlögð af harðsperrum en endurnærð til líkama og sálar. Annan eins snjó hef ég aldrei séð og þann sem kom niður úr himninum yfir Madonna síðustu daga. Og kalla ég þó ekki allt ömmu mína í þeim efnum, hafandi búið á Ísafirði í samanlögð 14 ár um mína daga. En tveggja mannhæða háar snjóhengjur ofan á þökum húsa hef ég aldrei augum litið fyrr en í þessari ferð.

Og náttúrufegurðin þarna, maður lifandi! Dolomíta-fjöllin með sínar tignarlegu klettaborgir og tvöþúsundmetra háu tinda. Þetta var engu líkt.

Eru þá ónefndar skíðabrekkurnar - endalausar og aflíðandi. Misvel troðnar að vísu - enda hafa ekki sést þarna önnur eins snjóþyngsli í manna minnum. Sem aftur varð þess valdandi að við systur vorum mis-glæsilegar á skíðunum. Sem aftur varð þess valdandi að við gátum mikið hlegið - allar sex!

Jamm ... það var auðvitað með hálfum huga sem ég fór þetta, svona mitt í efnahagshruninu. En þar sem ferðin hafði nú verið bæði pöntuð og greidd fyrir bankahrun - og ekki á hverjum degi sem systrahópurinn allur gerir sér dagamun með þessum hætti - þá lét ég slag standa.

Og ég sé ekki eftir því - enda hef ég ekki hlegið annað eins í háa herrans tíð og þessa síðustu viku. Hlátur er hollur. Smile

En nú er þetta gaman sumsé búið í bili - og við tekur (vonandi) annað gaman hér heima. Wink

Er að fara í Sprengisandinn hjá Sigurjóni M. Egilssyni á Bylgjunni í fyrramálið. Set kannski inn tengil hérna eftir þáttinn.

Bless á meðan.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband