Fangelsismál í ólestri

Hegningarhusid Sannarlega eru fangelsismál á Íslandi "sagan endalausa" eins og bent hefur veriđ á. Ţađ er ótrúlegt til ţess ađ hugsa ađ enn skuli menn vera vistađir í hegningarhúsinu viđ Skólavörđustíg. Ég minnist ţess ţegar ég heimsótti ţann stađ fyrir um tveimur áratugum - ţá ungur og ákafur fréttamađur ađ fjalla um ólestur fangelsismála. Ţrengslin innandyra runnu mér til rifja, og ég hefđi ekki trúađ ţví ţá ađ ţessi húsakynni myndu enn verđa í notkun sem fangelsi áriđ 2009. En ţannig er ţađ nú samt - ţessi myrkrakompa viđ Skólavörđustíg er ennţá fangelsi, rekiđ á undanţágum frá ári til árs. 

Á wikipediu er húsakynnunum ţannig lýst:

 Fangaklefarnir í hegningarhúsinu eru litlir og loftrćsting ónóg, fangarkvarta gjarnan yfir bágri salernisađstöđu, en ekkert herbergjanna 16 er svo vel búiđ ađ menn geti gengiđ ţar örna sinna svo vel sé, ţví ţar eru hvorki salernihandlaugar.

 Já, byggingarsaga fangelsismála hér á landi er mikil raunasaga og lýsingar á vandrćđaganginum viđ ţennan málaflokk eru orđnar ófagrar.  

Margar ríkisstjórnir hafa setiđ ađ völdum frá ţví ég fór ađ kynna mér fangelsismál. Ţćr hafa allar vandrćđast međ ţennan málaflokk, og litlu ţokađ áleiđis. Á annan tug nefnda og starfshópa hafa unniđ ađ lausnum í nćr fimmtíu ár, án ţess ađ nýtt fangelsi hafi risiđ. Áratugum saman hafa áćtlanir og teikningar legiđ á borđinu sem ekkert hefur orđiđ úr. Eitt áriđ var meira ađ segja byggđur húsgrunnur sem lá óhreyfđur í jörđu árum saman og eyđilagđist loks.

Ţetta er sagan af óhreinu börnunum hennar Evu sem enginn vill sjá eđa vita um.

Vanrćksla - er eina orđiđ sem mér kemur í hug um ţennan málaflokk. Og sú vanrćksla hefur varađ áratugum saman. Ţví miđur.

Nú leitar Ragna Árnadóttir dómsmálaráđherra leiđa til ađ fjölga plássum (og vćntanlega öđrum úrrćđum) fyrir dćmda brotamenn, og til greina kemur ađ leigja húsnćđi í ţví skyni. Ég vona ađ dómsmálaráđherra verđi eitthvađ ágengt ađ ţessu sinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband