Hver rekur þessa leyniþjónustu?

biggi-arm Hvernig vissi Birgir Ármannsson stjórnarandstöðuþingmaður af bréfi  Alþjóða gjaldeyrissjóðsins til forsætisráðherra áður en það hafði komið fyrir augu ráðherrans?

Hann var svo handviss um tilvist bréfsins að hann þaut í ræðustól á Alþingi til þess að heimta upplýsingar um innihald þess. Ég sá ekki betur en Einar K. Guðfinnsson væri þarna líka - jafn viss og félagi hans Birgir - báðir fimbulfambandi um leynimakk og pukur.

Forsætisráðherra kom af fjöllum og hafði ekki séð neitt bréf og ég efast ekki eitt augnablik um að ráðherrann sagði það satt.

Hver rekur þessa leyniþjónustu sem nær svo djúpt inn í stjórnsýsluna, að handbendin vita meira en ráðamenn sjálfir?

Hvað er að gerast í íslenska stjórnkerfinu? Ég fæ hroll.

 


mbl.is Birgir aflétti leynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já, mér fannst þetta líka með ólíkindum og fékk hroll.  Ég vil rannsókn á því hvernig þessar trúnaðarupplýsingar til forsætisráðherra komust í hendur sjálfstæðismanna. Þjóðin á rétt á því að vita það.

Sigrún Jónsdóttir, 11.2.2009 kl. 11:33

2 Smámynd: Hlédís

Kæra Ólína! Nú mátt búast við að 'veggjatítla' spyrji hvort nýju valdhafarnir ætli að "hengja sendiboðann" eða eitthvað álika frumlegt! Hef séð þannig innlegg um mál þetta. Enginn skilningur á að spurt er hvernig BÁ berist njósnir af bréfi til manneskju áður en hún opnar það.

Hlédís, 11.2.2009 kl. 11:37

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er kannski önnur spurning sem þyrfti að svara fyrst: Hvað stendur í téðu tilskrifi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til ríkisstjórnar Íslands? Allt upp á borðinu, gagnsæi og allt það!

Nú er komin ný ríkisstjórn, með nýjar áherslur og nýjar aðferðir. Að minnsta kosti hefur því verið haldið mjög á lofti. Hvernig er sú höndin á lit sem vill berja á Birgi?

"Það er munur eða helvískur Hornafjarðarmáninn"!

Flosi Kristjánsson, 11.2.2009 kl. 11:40

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er ekki góð viðbót við frostið sem nú er á Fróni. Nýbúið að funda um LANDRÁÐ og þá er komið að NJÓSNUM. Hvar erum við stödd. Ég sem hélt að ég byggi á litla saklausa Íslandi. Það er svona að vera úr "sveit"

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.2.2009 kl. 11:41

5 Smámynd: Sævar Helgason

Eitt eintak fór í forsætisráðuneytið og annað í Seðlabankann ,frá ASG. Og auðvitað trúnaðarmál á báðum stöðunum.  Sigurður Einarsson fv Kaupþingsstjóri upplýsir að trúnaðarsamtöl hans við Seðlabankastjórann (DO) hafi yfirleitt orðið að fréttaskýringu hjá henni Agnesi Bragadóttur á Mbl.-  degi síðar. " Ríkisstjórinn" í Seðlabankanum kann á þessu lagið- trúnaður er aðeins fyrir Flokkinn og það sem honum hentar... Svona er Ísland í dag.   Er ekki  hægt að setja neyðarlög og reka þessa óværu út úr Seðlabankanum ? 

Sævar Helgason, 11.2.2009 kl. 11:57

6 identicon

ég myndi skjóta á að það sé Klemmarinn í Seðló sem er spæjarinn fyrir xD þingmenn, eða hafi gefið xD þingmönnum upplýsingarnar, þeir í Seðló eru greinilega ekki að hugsa um Þjóðaheill (þjóðarahag), heldur persónu eina sem öllu á að fórna fyrir

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:02

7 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Það er alveg öruggt að ég tel að DO hafi fengið eitt afrit, sú umfjöllun sem er í því bréfi er líklega honum í hag, annars hefðu sjálfstæðismenn ekki spurt um tilvist bréfsins.  Ef bréfið hefði verið hliðhollt núverandi ríkisstjórn hefði örugglega verið reynt að þagga það niður og þeir sáttir við að það er bundið trúnaði.  En auðvitað ekki ef innihaldið er þeim í hag. 

Lilja Kjerúlf, 11.2.2009 kl. 12:10

8 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Birgir lítur út eins og hvimleið klöguskjóða í 8 ára bekk.

"Heyrðu kennari, Siggi var næstum búin að lemja mig í frímútum áðan, ég sá það á svipinum á honum."

Jón Halldór Guðmundsson, 11.2.2009 kl. 12:18

9 Smámynd: Hlédís

Reglugerð sem dreift er við Seðlabankann segir LÆTI bönnuð á almannafæri á etv við um STÆRI-LÆTI.

Er ekki mögulegt að fjarlægja ónefndan á þeirri forsendu? Löggan er jú hvort eð er á svæðinu!

Hlédís, 11.2.2009 kl. 12:19

10 identicon

Af hverju ruglar og þvælir fólk á Íslandi einungis um lítilvæg atriði eins og þetta? Er ekkert annað nærtækara til þess að hrylla sig yfir?

Jóhannes Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:29

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta eru aðferðir sjálfstæðismanna í hnotskurn, sóp undir teppi, undirferli, sögusagnir og drottnunarsíki.  Ekki fallegt þar um að litast í dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2009 kl. 12:35

12 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Jóhannes!  Lítil mál eins og þetta eru bara toppurinn á ísjakanum.  það skal ekki gera lítið úr því. 

Hvað er það annars sem þú vilt helst ræða?

Lilja Kjerúlf, 11.2.2009 kl. 12:39

13 Smámynd: Sævar Helgason

Ekki veit ég hvað "Jóhannes" á við - með lítilvæg atriði.   Vera Davíðs Oddssonar sem yfimanns Seðlabankans hefur stórskaðað efnahagslíf þjóðarinnar.  Traust okkar utan lands sem innan er í rúst. Enginn vill lána okkur nokkur verðmæti meðan DO ræður ríkjum innan fjármálakerfisins. Okkur eru því allar bjargir bannaðar- það er ekkert "léttvægt atriði" það er þungamiðja málsins.

Sævar Helgason, 11.2.2009 kl. 12:45

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hef eftir áreiðanlegum heimildur að afrit hafi farið víðar.

Eins og til Davíðs.´

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 12:48

15 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Sævar! Jóhannesi finnst lítilvægt hvernig BÁ fékk upplýsingar um tölvupóstinn, að við skulum vera að velta því fyrir okkur finnst honum ... bara... ómerkilegt tuð.

Lilja Kjerúlf, 11.2.2009 kl. 12:54

16 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þetta er eins og martröð sem ætlar engan endi að taka. Sárgrætilegt að sjá hvernig Sjálfstæðismenn pissa í skóna sína og biturðin verður hagsmunum þjóðarinnar yfirsterkari. Kannski setti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á fót herlið- og leyniþjónustu?  Hver veit!

Baldur Gautur Baldursson, 11.2.2009 kl. 13:04

17 identicon

Það lekur allt alls staðar og þarf engan íðilsnjallan og margreyndan lekastjóra til þess að svo verði.  

Við þennan leka var enginn skaði skeður nema þá helst að þingmenn eyddu tíma í að tuða um þetta og lemja hver á öðrum frekar en að koma sér að verki. Þeir virðast svo verkfælnir að þeir hendi á lofti hvert það sem getur komið í veg fyrir að þeir sinni störfum sínum.

Jóhannes Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:05

18 Smámynd: Hlédís

BjBj er ekki lengur inni - en ríkislögreglustjórinn hans er enn á svæðinu, að því eg best veit.

Hlédís, 11.2.2009 kl. 13:08

19 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bara þegar ég sé andliti hans bregða fyrir fæ ég felmtursröskun

Finnur Bárðarson, 11.2.2009 kl. 13:13

20 identicon

Sæl, Ég er hinsvegar í mörg augnablik handviss um að Jóhann var að ljúga að alþingi þegar hún sagðist ekki hafa séð bréfið eða vitað af tilvist þess.

Haukur (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:04

21 identicon

Hver ákvað að Bjarni Benediktsson ætti að verða  formaður Sjálfstæðisflokksins

Hver sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir að hún ætti bara að fara í varaformanninn , hver ræður Sjálfstæðisflokknum ? ekki er það Geir

Er kolkrabbaskrímslið komið á ný í enþá verri mynd ? 

ingi B Jónasson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 17:03

22 identicon

Þetta er bara fyrsti lekinn af mörgum sem eiga eftir að verða næstu vikur og mánuði. GHH "mismælti" sig á Stöð 2 um daginn og talaði um að heyja kosningabáráttu í stað þess að veita stjórnarandstöðu. Það sem er hjartanu næst er tungunni tamast.

D-menn undir leikstjórn DO mun lggja allt kapp á að tefja, tefja, tefja, þvæla, þvæla og þvæla öll mál eins mikið og þeir geta. Hinir einu og sönnu lýðskrumarar hafa kastað hempunni.

Bjarni (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 19:38

23 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Hef eftir áreiðanlegum heimildur að afrit hafi farið víðar.

Eins og til Davíðs.´

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 12:48 "

Þið er með Davíð á heilanum!

Þessar áreiðanlegu heimildir Jennýjar geta örugglega um innihald bréfsins: Hvert er það?

Var Jóhann að segja satt, en aðstoðarfólk hennar hafði ekki sýnt henni bréfið?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2009 kl. 20:10

24 Smámynd: corvus corax

Það er sorglegt með hann Flosa greyið hérna ofarlega í athugasemdum. Heimtar að fá að vita hvað stendur í trúnaðarbréfi frá IMF sem IMF óskaði eftir trúnaði um. Það er sjálfsagt að Jóhanna forsætisráðherra haldi trúnað við IMF. Hún gæti hins vegar aflétt trúnaði ef hún sjálf hefði farið fram á trúnað, en það er ekki í hennar valdi að aflétta trúnaði af bréfi frá stofnun sem krefst trúnaðar á eigin bréfaskriftum. En spillingin og frekjan er svo rík í sjallahyskinu að þá varðar ekkert um svona atriði heldur aðeins um að látið verði eftir frekjunni og yfirganginum í þeim sjálfum. Svo mikið hafa þeir a.m.k. lært af Dabba drullusokki.

corvus corax, 11.2.2009 kl. 22:28

25 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Góð spurning Ólína!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.2.2009 kl. 22:39

26 identicon

Heimir, þessi spuring um hvað Jóhanna vissi þegar BÁ spurði í þinginu er í raun fáránleg. Hafi Jóhanna haft upplýsingar um bréf frá AGS(IMF) hefði hún einfaldlega staðfest tilvist þess og tekið fram að enn þurfti að halda trúnað um innihald þess að kröfu AGS. En lekinn er vissulega meira sláandi þegar það blasir við að þingmenn sjálfstæðisflokksins fá upplýsingar um samskipti við IMF á undan æðstu embættismönnum Þjóðarinnar.

Spurningin um hvaðan BÁ fékk þessar upplýsingar er réttmæt. Á meðan hann svarar henni ekki liggja margir starfsmenn Forsætisráðuneytisins annars vegar og SBÍ hins undir grun um að hafa lekið þessum upplýsingum.

Óvandaðir menn get nýtt sér það málstað sínum til framdráttar í framtíðinni t.d. við stöðuráðningar (og óvandaðar stöðuráðningar eru jú sérgrein ykkar íhaldsmanna eins og dæmin sanna). Vilji BÁ ekki hafa það á samviskunni ber honum að upplýsa hvaðan hann fékk þessa vitneskju. Ákveðnum efa um heilindi allstórs hóps manna og kvenna verður eytt með því. 

Bjarni (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:15

27 identicon

Minni trúnað við leynd, meiri trúnað við almenning takk fyrir.

"Trúnaður" er orðið að skammaryrði, ég óska þess að stjórnvöld geti hætt að gera leynisamninga við auðhringi eða IMF handbendi þeirra og hafi þetta bara uppi á borði og aðgengilegt fyrir alla.  Allar fundargerðir, alla samninga, öll "memo".

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:45

28 identicon

Hólmfríður, mér sýnist þú nú bara vera í góðum félagskap sveitafólks hérna á athugasemdakerfinu.

IMF var beðið um að gera athugasemdir við há-pólitískt mál, nokkuð sem engið alþjóðastofnun vil láta blanda sér í.   Þessvegna er breið frá þeim trúnaðarmál, frekar en að það sé eitthvað í innihaldinu sem sé svona "top secret".

Ég geri ráð fyrir að innihaldi bréfsins sé útþynnt og "undir rós" frekar en að þar séu einhver kjarnyrt stóryrði.

Fransman (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 10:39

29 Smámynd: Dexter Morgan

Spurning um innvígða og múraða. Hver er kerfisstjóri hjá Ríkinu, eða umsjónamaður með póstþjónum. Það er svo einfalt sem mest getur verið, (ef maður er slíkur), að láta forwarda afriti á aðra. Kannski var það eitt af síðustu embættisverkum BB, að fyrirskipa að "ákveðin" póstur skildi afritaður og sendur áfram á ....ja, t.d. Birgir Ármannsson, DO, BB sjálfan og fl.

Ég skora á stjórnarþingmenn að láta einhver algerlega óháðan sérfræðing skoða alla þá net/póst þjóna sem eru notaðir hjá Ríkinu.

Dexter Morgan, 12.2.2009 kl. 12:52

30 Smámynd: Katrín

Maður á kannski ekkert að vera að minnast á það en....hver lak bréfi heilagrar Jóhönnu til Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra?   Það var komið í fjölmiðla áður en Davíð var kominn heim.  En það er líklegast bara flott er það ekki enda svo að innan þeirra flokka sem nú ráða með minnihlutavaldi eru sumir jafnari en aðrir og enn aðrir heilagri en aðrir. Fuss og svei  

Mér sýnist að margir menn innan alþýðubandalagsflokksfylkingarinnar viti akkúrat ekkert um merkingu orðsins trúnað og hafa sýnt af þau sömu bogabrögð og það lið ásakar Davíð Oddsson og sjálfstæðismenn um að beita.  Það er lágmark ef mark á að vera takandi á fólki að það kasti ekki steinum úr glerhúsi. 

Katrín, 12.2.2009 kl. 14:15

31 Smámynd: Katrín

..sýnt af sér þau sömu bolabrögð...

Katrín, 12.2.2009 kl. 14:16

32 Smámynd: Hlédís

Katrín! Hafa  "alþýðubandalagsflokksfylkingarinnarríkisstjórnarkjánarnir"  sýnt af sér þau sömu bolabrögð er tíðkst á vegum Flokksins Eina sem nú berst gegn vinnufriði í rústabjörgun?  Hefur þú haft tíma til að fylgjast vel með því?

Hlédís, 12.2.2009 kl. 16:22

33 Smámynd: Katrín

nú Hlédis voru menn að vona að fólk tæki ekki eftir þeirra bolabrögðum?  Hvers vegna ætti ég ekki að hafa haft tíma til að fylgjast vel með því?

Katrín, 12.2.2009 kl. 16:43

34 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Fæ líka hroll um mig, eru kolkrabba angarnir farnir að hreyfa sig.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 12.2.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband