DV birtir gamla frétt sem ,,engu'' bætir við!?

bréfburður Á vefritinu NEI lýsir blaðamaðurinn Jón Bjarki Magnússon tildrögum þess að frétt hans um Sigurjón Þ. Árnason fv bankastjóra Landsbankans var tekin út úr blaðinu af ritstjóra DV, Reyni Traustasyni þann 6. nóvember. Mun ritstjórinn hafa sagt að "stórir aðilar" úti í bæ hafi stöðvað birtinguna og um væri að ræða líf eða dauða fyrir DV að birta ekki fréttina.

Reynir hafnar þessu og segir nú að fréttin hafi engu bætt við það sem þegar var komið fram í fjölmiðlum um að Sigurjón Þ. Árnason væri að koma sér fyrir í húsakynnum Landsbankans og hygðist þar stunda ráðgjöf fyrir fjármálastofnanir.

En ... athyglisvert er það, að frétt sem var orðin "of gömul" fyrir mánuði, skuli samt tekin til birtingar núna á vefsíðu DV. Frétt sem auk þess "bætir engu við" það sem þá þegar var komið fram.

Sé það raunverulega "bull" eins og ritstjórinn segir, að óeðlilegar ástæður hafi legið að baki því að ákveðið var að birta ekki grein Jóns Bjarka Magnússonar um Sigurjón Þ. Árnason,  af hverju er hann þá að birta þessa frétt  löngu síðar?

Þið fyrirgefið, en ég gef lítið fyrir þessar útskýringar ritstjórans. Verð bara að segja það eins og er. Þessi yfirlýsing blaðamanna á DV sannfærir mig ekki heldur. Hún fyllir mig bara óöryggi - já, óljósum kvíða um að blaðamenn landsins séu hreint ekki frjálsir í skrifum sínum þegar allt kemur til alls.

Fjölmiðlavaldið hefur þjappast á fárra manna hendur á undanförnum árum. Nú kemur æ betur í ljós - sem okkur hefur sum hver lengi grunað - hvað sem líður siðareglum blaðamanna og góðum ásetningi þeirra að sinna sínum störfum af kostgæfni - að íslenskir fjölmiðlar eru ekki sá frjálsi upplýsingavettvangur sem æskilegt væri.

DV virðist að minnsta kosti ekki vera það.


mbl.is Reynir: Fréttin bætti engu við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef alltaf verið hrædd um að blaðamenn væru undir þrýstingi og ekki síst núna þegar svo margt er í gangi og víða pottur brotinn þá eru fja..  engar bitastæðar fréttir um víkingana sem settu okkur á hausinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 14:45

2 identicon

Ólína. Mér finnst DV koma ágætlega út úr því að birta fréttina, úr því sem komið var. Það sýnir, svo ekki sé um villst, að þessi frétt var í besta falli léleg. Allt í henni hafði komið fram áður.

Baldur (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 14:52

3 identicon

Sem sýnir okkur enn og aftur hvað fjölmiðlar eru veikir í hlutverki sínu sem svo kallað fjórða vald.  Ég hef einungis heyrt Sigmund Erni viðurkenna það opinberlega að hann hafi "blindast".  Og virðist sjá eftir því.  Sammála þér, hvorug skýringanna er trúverðug sem báðar bitna fyrst og fremst á fjölmiðlinum sjálfum, DV.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 15:08

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aldrei sleppti Mogginn því að birta fréttir sem ég skrifaði fyrir hann, eða breytti þeim. Og mér þykir nú harla einkennilegt ef DV, sem er mikið minna blað, hefur efni á að sleppa því að birta fréttir sem búið er að leggja tíma og vinnu í að skrifa fyrir blaðið, enda þótt svipuð frétt hafi birst á Eyjunni.

Hvernig væri þá að birta bara fréttirnar á Eyjunni og láta þar við sitja, í staðinn fyrir að eyða heilu skógunum í að prenta DV?!

Þorsteinn Briem, 15.12.2008 kl. 16:32

5 identicon

Athyglisvert að sjá mismunandi efnistök Stöðvar 2 og Kastljóss

kristjan (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband