Mikilvægar upplýsingar

Þá hefur Ingibjörg Sólrún talað hreint út varðandi ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn - og það eru orð í tíma töluð. Margir hafa velt því fyrir sér að undanförnu hver væri staðan í stjórnarsamstarfinu. Nú vitum við það:  Sjálfstæðisflokkurinn þarf að gera upp við sig Evrópumálin. Gangi í sundur með flokkunum í því máli má búast við stjórnarslitum og kosningum. Verði ekki kosningar má búast við breytingum í ríkisstjórninni.

Það er mikilvægt fyrir almenning að fá vitneskju um hvað forystumenn Samfylkingarinnar eru að hugsa núna.

En svo er spurning hvort þetta er nóg. Hvort almenningur sættir sig við annað hvort eða, þ.e. kosningar eða "breytingar" í ráðherraliðinu.  Það á eftir að koma í ljós.


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég er sammála þessu Ólína. Samfylkingin verður að fara tala skýrt, hætta rósamáli og slökkva á innhaldslausum staðhæfingum, alhæfingum og loforðum viðskiptaráðherra - strax!

Þar verður að fara setjast einhver sem fylgist með, er ágengur um að fá að vita, hafi einhverja reynslu af viðskiptum og bankamálum, og í alvöru kröfuharður og frekur um eingöngu gegnsæ vinnubrögð á jafnræðisgrunni. - Þetta er skelfilegt hvernig hann tekur nú á sig og Samfylkinguna alla ábyrgð í hugum fólks með algeru vanhæfi, og léttir henni af sökudólgunum, og málar sjálfan sig sem andlit hins nýja spillta Íslands. 

Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn lætur eftir sig konu og tvö börn.

Þorsteinn Briem, 13.12.2008 kl. 19:17

3 Smámynd: Katrín

Það er sorglegt að jafnmikilhæfur stjórnmálamaður láti hafa sig úr í slíkar hotanir...allt í nafni populisma.. sem þýðir allt annað en jafnaðarmennska. Mér þykir lítil reisn yfir þeim sem hóta til að fá sínu framgengt. Hvað varð um þá gömlu góðu eðalkrata sem eitt sinn voru til???

Katrín, 13.12.2008 kl. 19:41

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Fjandinn á sjálfssagt eftir að ganga aftur!  Það er víst með tilheyrandi sukki og spillingu!

Baldur Gautur Baldursson, 13.12.2008 kl. 19:41

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Göran Person taladi upp þrjú lykilatriði á leið til lausnar.

Eitt þeirra þriggja er að segja hlutini eins og þeir eru, reyna ekki að fegra myndina heldur greina frá þeim hrinskilnislega og umbúðalaust þó það sé mjög erfitt á þeirri stundu og kalli á miklar óvinsældir en eina leiðin til að komast á leiðarenda.

AÐ sega Sjálfstæðismönnum og þjóðinni hreinskilnislega hvernig málin horfa við Samfylkingunni er jafn mikilvægt og annað núna, þó einhverjir fyrtist við.

Hinsvegar verður viðskiptaráðherra að taka upp nýtt frasasett ef hann ætlar að fara að ráðum Person

Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 19:52

6 Smámynd: Katrín

Það var gerður stjórnarsáttmáli á milli þessa tveggja flokka. Þar var ekki stafkrók að finna að stefnt skyldi að samningaviðræðum um aðild ESB. En SF er stærsti populistaflokkur landsins og sem slíkur segja menn eitt í dag og annað á morgun....það er víst kallað að vera hreinskilinn..

Katrín, 13.12.2008 kl. 20:08

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það verður kosið í vor, það er alveg á hreinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2008 kl. 20:28

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Gleymum því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað stjórn með Framsóknarflokknum. Nú er Bjarni Harðar farinn af þingi en hann var eini þingmaður Framsóknar sem stóð í vegi fyrir áframhaldandi samstarfi flokkanna eftir síðustu kosningar.  Þessir flokkar hafa saman nauðsynlegan þingmeirihluta og svo er Kristinn H. Gunnarsson ekki langt undan."

http://baldurkr.blog.is/blog/baldurkr/#entry-743869

Ber er hver er hver að baki nema sér bróður eigi, segir Kata sem er að dúllast hér að ofan í athugasemd #6.

Þorsteinn Briem, 13.12.2008 kl. 20:40

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ber er hver, átti þetta nú að vera. Afsakið tvöfeldnina í mér.

Þorsteinn Briem, 13.12.2008 kl. 20:46

10 Smámynd: Sævar Helgason

"Gleymum því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað stjórn með Framsóknarflokknum"  

Segir Steini Briem.   Það yrði aldeilis gæfulegt að hlaupa saman í þannig samband , án kosninga.   Hin núverandi friðsömu mótmæli gegn núverandi stjórnvöldum og stjórnkerfi- einkum Seðlabanka og Fjármáleftirliti- yrðu að miklu ófriðarbáli yrði þannig að málum staðið . Sjálfir hönnuðir efnahagshrunsins saman fram til stjórnarsetu ?     Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar talaði skýrt og skilmerkilega til þjóðarinnar og kominn tími til að þjóðin fengi skýr svör frá ráðamanni (konu) . Hún kom fram sem þjóðarleiðtogi á mjög trúverðugan hátt.

Sævar Helgason, 13.12.2008 kl. 21:11

11 identicon

v

v

Við skulum ekki gleyma að ef Sjálfstðæisflokkurinn hafnar að taka upp aðildarviðræður þá eru vinstri grænir á móti aðild, mögulegur meirihluti þar og þá eru Ingibjörg og & úti í kuladanum

Þorsteinn Hauksson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 23:14

12 Smámynd: Haraldur Baldursson

ISG er fálmandi í myrkrinu í að leit að sérstöðu. Hún þorir ekki að hætta samstarfinu við xD og vill nýta tækifærin í að espa þá og egna til að hafa frumkvæði að slitum. Hvernig henni tókst að vekja tiltrú á sína pólitík og fylkja fólki á bak við sig er mér ráðgáta. Vilji ISG rjúfa stórnarsamstarfið ætti hún að þora að gera það sjálf, frekar en að væflast þetta í blindi áfram. Svo væri bráðskemmtilegt að sjá hana taka sjálfstæða ákvörðun og standa á bak við hana...aldrei að vita hvað gæti gerst.

Haraldur Baldursson, 13.12.2008 kl. 23:29

13 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Mér finnst ekki að ISG hafi talað skýrt.  Betur að svo væri en held að samstarfsflokkurinn láti ekki undan svona hótunum. Held líka að Samfylkingin ætti að fara varlega í þetta vegna þess að það er hver Sjálfstæðiflokks þingmaðurinn á fætur að lýsa yfir stuðningi við umsókn að ESB. Vonandi verður hægt að kjósa um það sem fyrst og hefja viðræður með vorinu

Gylfi Björgvinsson, 13.12.2008 kl. 23:44

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Fyrst er Samfylkingin gagnrýnd fyrir að tala ekki hreint út um hug sinn og fyrirætlanir, síðan þegar það er gert þá er fjasað yfir því og talað um hótanir. Það er vandlifað í þessari veröld.

Kata, þú segir að ekki sé stafkrók að finna um ESB í stjórnarsáttmálanum - rétt er það. En stjórnarsáttmálinn var gerður tveimur árum fyrir bankahrun. Nýjar aðstæður kalla á nýjar leiðir - og nú verða stjórnarflokkarnir að koma sér saman um það hvaða leið sé vænlegust út úr vandanum sem við erum í núna.

Ég kalla það pólitískt hugrekki hjá ISG að tala með þeim hætti sem hún gerði í morgun. Og hafi menn hlustað á þáttinn þar sem orð hennar féllu, þá var nú ekki eins og hún væri með digurbarkalegar yfirlýsingar. Ó, nei. Hún svaraði einfaldlega spurningum sem leiddu til þessara upplýsinga. Af heiðarleika og einurð. Er það ekki einmitt það sem allir eru að kalla eftir um þessar mundir?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.12.2008 kl. 23:47

15 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það sem Ingibjörg er að segja núna. er það sem mér hefur fundist liggja fyrir lengi og ætti því ekki að koma neinum á óvart. Þetta er rökrétt framhald af þeirri ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að flýta landsfundi sínum. Svo eru fleiri og fleiri Sjálfstæðismenn að lýsa sig fylgjandi aðildarviðræðum. Það er auðvitað ekki það sama og  að þeir hinir sömu séu endilega fylgjandi aðild, eða öllu heldur hafi verið það. Staðan hér er einfaldlega það mikið breytt að það er mikill ábyrgðarhluti að vera á móti því að skoða alla kosti í stöðunni. Og það er athyglisvert að nú virðist valið ekki standa um að vera með krónu eða ekki krónu. Heldur að taka upp aðra mynt og þá með hvaða hætti. Á að taka hana upp með eða án baklands í erlendum Seðlabanka. Þetta er líka svo mikil spurning um tíma því vandi fyrirtækja og heimila er svo svimandi mikill að fólk er hreinlega skelfingu lostið. Það má segja að nú verði bara að frysta allar innheimtuaðgerðir meðan beðið er eftir því að vitræn ákvörðun um framhaldið verður tekin. Ég tel  ráðherraskipti og kosningar séu einfaldlega eitthvað sem ekki er það brýnasta í bili.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.12.2008 kl. 00:05

16 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Katrín, í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir að fylgjast með þróun Evrópumála og lofað umræðum og að fylgjast með. Þar er ekki stafkrókur sem stæði í vegi aðildarumsóknar, hvað þá heldur eitthvað sem hamlaði umræðuna um aðild.

Svona er loforð stjórnarsáttmálans um Evrópuumræðu orðað. Þetta er allur texti stjórnarsáttmálans um Evrópumál:

„Opinská umræða um Evrópumál
Ríki Evrópusambandsins eru mikilvægasta markaðssvæði Íslands. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur reynst þjóðinni vel og hann er ein af grunnstoðum öflugs efnahagslífs þjóðarinnar. Skýrsla Evrópunefndar verði grundvöllur nánari athugunar á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði í framtíðinni best borgið gagnvart Evrópusambandinu. Komið verði á fót föstum samráðsvettvangi stjórnmálaflokka á Alþingi sem fylgist með þróun mála í Evrópu og leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Nefndin hafi samráð við innlenda sérfræðinga og hagsmunaaðila eftir þörfum.
“

Hér er ekki einn einasti stafur sem stendur í vegi aðildarumsóknar eða að um þau mál séu ýtarlega rædd.

Helgi Jóhann Hauksson, 14.12.2008 kl. 00:18

17 Smámynd: Katrín

Að gera ráð fyrir að fylgst verði með þýðir allt annað en að stefna að aðild.  Stjórnarflokkarnir hafa ekkert um það að segja hvort farið verður í aðildarviðræður á næstu misserum.  Það er þjóðin sem á að ákveða slíkt og um það á að kjósa .  Þrjúhundruð milljörðum var fleygt útum gluggann í gæluverkefnið ,, Ísland í Öryggisráðið"  - ekki fleiri slík gæluverkefni!

Mér er fyrirmunað að skilja hvernig núverandi ástand kalli á tafarlausa aðild að ESB...nema þá til þess eins að losna við að þurfa að leysa vandann sjálf.  Ef illa fer er þá hægt að skella skuldinni á ,,fíflin" í Brussel.  Í stað þess að nýta tækifærið og t.d. afnema frjálst framsal kvóta eða hreinlega afnema núverandi kvótakerfi vilja sumir menn skríða undir pilsfald maddömunnar í Brussel.  

Réttast væri gagnvart kjósendum að SF ,,axli ábyrgð" og yfirgefi skútuna.  Það er ekkert gagn í liði sem snýst eins og vindhani á mæni og getur ekki staðið í lappirnar þegar á reynir.  Og ég stend við það sem ég sagði og ritaði: það er lítil reisn yfir manni ( konur eru líka menn) sem beitir hótunum til að ná fram vilja sínum og sinna manna.  Slíkir menn eru ekki hugaðir, þeir eru ekki leiðtogar og þeir sýna ekki pólitískt hugrekki.  

Katrín, 14.12.2008 kl. 00:48

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín. Það væri nú einkennilegt ef þjóðin má ekki greiða atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið. Það hafa Norðmenn gert í tvígang (1972 og 1994) án þess að hafa beðið bana af og nokkurn skaða yfirhöfuð, svo ég viti. Á ekki að heita lýðræði í þessu landi, þar sem meirihluti þjóðarinnar á að ráða?

Ef meirihluta þjóðarinnar líst vel á samninginn er hann samþykktur en annars felldur. Það er nú ekki flóknara en það.

Hins vegar er það að sjálfsögðu íslenskra stjórnmálamanna að ná ásættanlegum samningi fyrir meirihluta þjóðarinnar.

http://en.wikipedia.org/wiki/Future_enlargement_of_the_European_Union#Iceland

Þorsteinn Briem, 14.12.2008 kl. 01:14

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ákveði ríkisstjórnin að sækja um aðild að Evrópusambandinu sendir hún umsóknina til Ráðherraráðs sambandsins sem beinir þá til Framkvæmdastjórnar þess að meta hvort Ísland er hæft til að verða fullgildur meðlimur í sambandinu. Og Framkvæmdastjórnin mælir þá væntanlega strax með því við Ráðherraráðið, þar sem Ísland er á Evrópska efnahagssvæðinu.

Aðildarviðræðurnar gætu því tekið innan við eitt ár og þegar aðildarsamningurinn liggur fyrir þarf að fara hér fram þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn.

Alþingi þarf einnig að breyta 21. grein Stjórnarskrárinnar, rétt fyrir og eftir næstu Alþingiskosningar, til að Ísland geti gengið í Evrópusambandið og venjulega ganga ríki í sambandið næstu áramót eftir að samningar og niðurstöður úr þjóðaratkvæðagreiðslu liggja fyrir.

Þorsteinn Briem, 14.12.2008 kl. 01:19

20 Smámynd: Katrín

Þú hefur ekki skilið mig rétt Steini Briem ( vonandi bróðir einhvers...) Þjóðin á að kjósa um

a) hvort farið verði í aðildarviðræður

og

b) verði það samþykkt skal að sjálfsögðu leggja slíkan samning  í dóm kjósanda. 

Það er lýðræði..ekki satt?

Katrín, 14.12.2008 kl. 01:25

21 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Katrín settu þig betur inní mál. - En segðu mér eitt fyrst tengistu kvótaeigendum? Þeir eiga eftir að tryllast næstu vikur bara vegna ótta um að ESB aðild hefði einhver áhrif á kvótagróða. Lang líklegast er þó að ESB breyti engu um hvernig Ísland skiptir sínum kvóta og án allra sérsamninga værum við samt ein um veiðar á Íslandsmiðum.

Ef hér væri evra en ekki króna hefði ALþjóða gjaldeyrissjóðurinn ekkert verkefni á Íslandi þó allt annað hefði farið eins. Við þyrftum ekki að taka risalán þaðan og fullnýta lánamöguleika okkar hjá vinþjóðum bara til að koma krónunni á flot aftur, - þar sem þá væri hér ekki króna heldur traustur grunnur evrunnar. Þó allt annað væri eins hefðum við fasta jörð undir fótum og gætum snúið okkur beint að uppbyggingunni.

En staða okkar og þó sérstaklega barna okkar og barnabarna nú væri svo ævintýralega betri ef við hefðum verið í ESB og með evru, að ólýsanlegt er.

Líklega hefði enginn trúað því ef við værum nú í ESB hve illa hefði farið fyrir okkur ef við hefðum farið svona að.

--

Ef við förum ekki þangað inn núna reynslunni ríkari og byggjum framtíðina á traustari grunni en við höfum gert er það eins og ef Súðvík hefði aftur verið reist í farvegi snjóflóðsins í stað þess loks að fara að ráðum Hanniblas og byggja bæinn á öruggum stað við skólann þar sem Hannibal vildi hafa hann og fék skólann byggðan þar sem hann svo stóð einn í hálfa öld - þar til flóði féll sem Hannibal varaði við.

--

Hverskyns óáran önnur en hrun banka geta hent þjóð á heitum eldgosabletti jarðskorpunnar, norður við heimsskautsbaug á mörkum hins byggilega heims. Það er fráleitt fyrir okkur að hafna með yfirlæti þátttöku í samvinnu og samtrygginu þjóða. Það er fullkomlega óábyrgt af okkur að fara ekki að helstu megin lögmálum smáríkja til að treysta tilveru sína, sem er að koma á styrkum bandalögum við aðrar þjóðir.

--

Það er talið höfuðatriði til að tryggja langlífa tilveru, sjálfstæði og áhrif smáríkja að smáríkið gangi til liðs við bandalög annarra sjálfstæðra ríkja. Kaldastríðið, NATO og staðan gagnvart USA færði okkur áhrif og tækifæri sem við hefðum aldrei haft annars. T.d. til að vinna þrjú þorskastríð og fá betri viðskiptasamninga við bæði USA og USSR en nokkur önnur Vestur-Evrópuríki. Svo við þekkjum þetta vel af reynslunni ef við viljum þekkja hana. En nú er tími kaldastríðsins liðinn og við verðum að treysta stöðu okkar með öðrum hætt, þ.e. með ESB.

--

Nær öll ríkin sem voru í EFTA hafa yfirgefið EFTA og gengið til liðs við ESB. Við erum næstum ein eftir í EFTA. Ekkert ríki hefur hinsvegar sýnt áhuga á að yfirgefa ESB þó mörgum ríkisstjórnum henti að nota ESB fyrir blóraböggul að ýmsum tilefnum. Jafnvel 95% Íra sem felldu Lissabon samninginn fyrir skömmu vilja vera áfram í ESB. Við ættum að brjóta þann odd af oflæti okkar að læra af reynslunni og byggja ekki aftur í farvegi flóðsins, þó áratugir geti verið í næsta flóð þá getur það líka orðið á morgun. Við ættum líka að brjóta þann odd af oflæti okkar að hlusta loks á reynslu annarra - raunverulega reynslu Dana, Íra, Finna, Svía, ...Allt eru þetta sjálfstæð og fullvalda lýðræðisríki sem hefur farnast ágætlega í ESB.

Það hvarlfar þó ekki að mér að ég verði sáttu við allt í ESB fremur en í neinum öðrum félagsskap sem ég tak þátt í.

Helgi Jóhann Hauksson, 14.12.2008 kl. 01:32

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín systir einhvers. Ég fæ engan veginn séð að þjóðin þurfi að kjósa sérstaklega um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Hins vegar þarf þjóðin að kjósa um niðurstöðurnar, samninginn.

PS. Ég á hálfsystur á Ísafirði og það eru nú ekki allir sem eiga hálfsystur á Ísafirði. Afi hennar var meira að segja landstjóri Hollendinga á Súmötru. Þar að auki á ég sex bræður. Toppaðu það!

Þorsteinn Briem, 14.12.2008 kl. 02:12

23 identicon

Meðan landið brennur horfa stjórnvöld á án þess að hafa nokkuð við það að athuga að þeir sem kveiktu í beri út það sem heillegt er úr rústunum til að byrja sama leikinn upp á nýtt. Þessi stjórnvöld eru spillt og í besta falli máttlaus. Þau geta ekki hugsað sér að taka ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut eða horfast í augu við að fólkið í landinu vill uppgjör og nýjar leiðir.

Ef okkur tekst að losna við þau úr stólunum sínum volgu og þægilegu er það auðvitað gott og blessað, en stórmannlegra hefði nú verið að standa upp vegna ástandsins sem þau hafa skapað heldur en vegna þrætunnar um Evrópusambandið - sem í núverandi ástandi skiptir ósköp litlu máli. Ef við hefðum verið þar innanborðs hefði kannski farið öðru vísi, kannski ekki - voru ekki reglurnar sem leyfðu sukkið frá þeim komnar?

Nú er lag að byggja upp réttlátara þjóðfélag og hreinsa út úr skúmaskotunum - og Ingibjörg Sólrún og félagar mættu fara að rifja upp hugsjónir um jafnrétti og bræðralag frekar en að búast til að skríða undir pilsfald Evrópukapítalismans og halda að þar sé komin lausn á öllum vandamálum ... Nú þarf að breyta og bjarga, seinna kemur að umræðum um Evrópu á grunni upplýsinga, ekki áróðurs.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 09:11

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 70% af verðmæti útflutnings okkar Íslendinga fóru til Evrópusambandsríkjanna árið 2006 og þá voru tæp 60% af verðmæti innflutnings okkar frá þeim ríkjum.

Ég sé ekkert að því að Evrópusambandsþjóðirnar geti keypt hér aflakvóta til að veiða upp í innan hvers árs, því þær fengju ekki rétt til þess nema við fengjum sama rétt til kaupa á veiðiheimildum þeirra. Við höfum lengi átt útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki til dæmis í Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi, og selt út um alla Evrópu fisk sem bæði við Íslendingar og aðrar þjóðir hafa veitt.

Ekki veitir nú mörgum útgerðum og fiskvinnslufyrirtækjum hér af erlendu fjármagni til að styrkja sinn rekstur og að sjálfsögðu má það vera hlutafé, rétt eins og við eigum nú þegar í sambærilegum fyrirtækjum í Evrópusambandslöndunum. Þannig keypti til dæmis Samherji útgerðarfyrirtæki í Þýskalandi og sú útgerð hefur veitt upp í aflakvóta Evrópusambandsríkjanna.

http://www.samherji.is/

Íslenskur landbúnaður framleiðir um helming þess matar sem við neytum hér og ólíklegt er að við minnkuðum neyslu á innlendum mjólkurafurðum, svo einhverju næmi. Auk þess myndi mjólkurframleiðsla hér að öllum líkindum njóta verulegra styrkja frá Evrópusambandinu, sem myndi skilgreina íslenskan landbúnað sem heimskautalandbúnað með tilheyrandi styrkjum.

Þá er vel hugsanlegt að við fengjum undanþágu hvað snertir innflutning á ákveðnum kjötvörum vegna hættu á sjúkdómum í dýrum sem hér hafa lengi verið einangruð.

Og engin hætta er á öðru en að við höldum áfram að kaupa hér lambaket dýru verði, enda er það villibráð sem lifir á timíankryddi (blóðbergi). 

Í byrjun þessa árs var reiknað með að ef hér yrði tekin upp evra myndu vaxtagreiðslur af 20 milljóna króna láni til húsnæðiskaupa lækka um 700 þúsund krónur á ári, verð á neysluvarningi lækkaði að meðaltali um 15% og viðskipti okkar við aðildarlönd Efnahags-og myntbandalags Evrópu (EMU) ykjust um allt að 60%.

Einnig var reiknað með að árlega myndi sparast um tólf milljarða króna viðskiptakostnaður og talið er að viðskipti á evrusvæðinu séu nú allt að 80% meiri en þau væru án evrunnar.

Á evrusvæðinu er rekin sameiginleg peningamálastefna og vextirnir eru þeir sömu á svæðinu. Seðlabanki Evrópu fer með yfirstjórn peningamála, ákveður vextina og hefur að leiðarljósi að halda niðri verðbólgu.

http://www.esb.is/policies/emu.htm

Þorsteinn Briem, 14.12.2008 kl. 10:50

25 Smámynd: Sævar Helgason

Góður pistill hjá þér, Steini Briem

Sævar Helgason, 14.12.2008 kl. 12:06

26 identicon

Þetta er innantóm hótun til að hafa flokksfélaga góða. Ef hún slítur þá kemur hennar þáttur í bankahruninu í ljós. Það vita allir hverjir Gr - vinir hennar eru

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 12:50

27 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gott fólk.

Á þessari síður eru allar skoðanir velkomnar - eina skilyrðið sem sett er fyrir athugasemdum hér er að fólk sýni velsæmi í framsetningu skoðana sinna. Fúkyrði, uppnefni og auðmýkjandi samlíkingar leyfast ekki á þessari síðu, hvorki gagnvart nafngreindu fólki, stjórnmálaflokkum eða lífsskoðunum almennt.

Ég hef nú þegar fjarlægt þrjár athugasemdir hér ofar - og er satt að segja hálf miður mín yfir því að þurfa að gera slíkt. Nú velti ég því alvarlega fyrir mér að hleypa ekki inn athugasemdum hér nema ég hafi samþykkt þær áður. Það er leiðinlegt að þurfa að takmarka umræður með þeim hætti, og ég vil forðast það í lengstu lög. Því bið ég ykkur af fyllstu kurteisi að virða siðareglur bloggsins. Þar segir m.a.:

Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Notandi samþykkir sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, í samræmi við ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 Í öllum bænum sýnið svolitla virðingu fyrir umræðuefninu og ykkur sjálfum með þeim hætti að skrifin séu ykkur og málstaðnum til sóma.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.12.2008 kl. 13:05

28 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Loksins lét Ingibjörg í sér heyra. Gott mál enda löngu tímabært að skoða kosti og gall ESB. Fyrr getum við aldrei tekið upplýsta ákvörðun. Norðmenn gerðu hið sama og eru ennþá utan ESB.

En verð þó að segja að Göran Persson stökk nú beint um borð í "kapítalíska strætóinn" þegar hann hætti sem forsætisráðherra og uppskar undran og hneykslan Sænsku þjóðarinnar. Hann fór nefnilega beint úr forsætisráðuneytinu í að starf sem "ráðgjafi" fyrir fjárfesta. Mjög ósmekklegt fannst flestum - og sem varð til þess að ég held að ákveðið var að setja lög um að slíkt væri óleyfilegt. Nokkuð sem sjálfsagt yrði aldrei gert hér á landi. En Göran Persson sem laug til um menntun - er enginn engill. Og hana nú. 

Þorleifur Ágústsson, 14.12.2008 kl. 13:19

29 Smámynd: Katrín

,,Nú þarf að breyta og bjarga, seinna kemur að umræðum um Evrópu á grunni upplýsinga, ekki áróðurs."

Þetta er nákvæmlega málið Ragnheiður.

En segið mér Steini og Helgi:

Ef menn eru sammála um að krónan sé ónýt ( sem ég er reyndar er ekki alveg tilbúin að samþykkja) hvers vegna líta menn þá ekki til annarra gjaldmiðla sem hafa sýnt sig að vera sterkari en nokkur evra? Hver er staða evrunnar gagnvart dollar?  Hversu mikið hefur evran fallið gagnvart dollar?

Regluverkið sem lög um Seðlabanka og viðskiptabanka byggir á lögum og reglugerðum ESB.  Hvernig er hægt á grundvelli þeirra vitneskju að halda því fram að okkur hefði verið betur borgið innan ESB?

Og varðandi kvótakerfið, þá sé ég ekki hvaða það skiptir máli Helgi hvort ég sé tengd eigendum kvóta eður ei.  Mín skoðun hefur ávallt verið sú að með því að leyfa frjáls framsal veiðiréttinda sem er í eigu þjoðarinnar hafi menn í raun framið glæp gegn þjóðinni.  Og láta það óáreitt að veð sé tekið í óveiddum fiski sem handhafi veiðiréttindanna á ekki sé eitt mesta bankahneyksli síðustu áratuga.  Þetta var skoðun SF hér áður fyrr en nú þegar í stjórn er komið heyrist ekki múkk í þessu fólki.  Er það ekki merki um uppgjöf við að lysa vandan hér heima?

Hvað varðar aðildaviðræður þá væri einnig gott að þið gæfuð okkur hinum sem enn efumst upplýsingar um hvernig aðildaviðræður við ESB fari fram.  Eftir því sem ég hef kynnt mér þá fara engar ,,viðræður" fram, það liggur á borðinu hvað ESB hefur að bjóða  og svo er það þeirra sem sækja um að ákveða hvort þeir sætti sig við boðið.  Þess vegna segi ég að það er ekki stjórnvalda að ákveða að fara í ,,viðræður" heldur þjóðarinnar.  Evrópusinnar geta ekki verið á móti því að lýðræðið fái að virka alla leið.

Að lokum nefnið mér félagar EITT land innan ESB sem haldið hefur eigin fiskveiðistjórnun og eigin stjórnun landbúnaðarmála við inngöngu í ESB. 

Ólína mín, leitt að heyra um þær athugasemdir sem þú hefur þurft að fjarlægja. Sem betur fer sá ég þær ekki en er orðin vön því að mín orð séu túlkuð út frá því hverjir ættingjar mínir eru.  Það segir ýmsilegt um þá sem slíku halda fram. 

Með von um málefnaleg svör

kveðjur

Katrín, 14.12.2008 kl. 13:51

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín. Um 70% af verðmæti útflutnings okkar Íslendinga fóru til Evrópusambandsríkjanna árið 2006 og þá voru tæp 60% af verðmæti innflutnings okkar frá þeim ríkjum. Árlega myndi sparast um tólf milljarða króna viðskiptakostnaður við að taka hér upp evru og talið er að viðskipti á evrusvæðinu séu nú allt að 80% meiri en þau væru án evrunnar.

Þar að auki erum við á Evrópska efnahagssvæðinu og mörg Evrópusambandslönd, sem við eigum nú þegar mikil viðskipti við, munu taka upp evru á næstu árum. Og mun fleiri Íslendingar ferðast til Evrópu og stunda þar nám en í Bandaríkjunum.

Töluverðar upphæðir kostar að sjálfsögðu að kaupa evrur fyrir íslenskar krónur, svo dæmi sé tekið, og við getum ekki lengur miðað íslensku krónuna við gullfót, þau tvö tonn af gulli sem við eigum í Seðlabankanum og ég passaði eitt sinn upp á að yrði ekki stolið.

Reglur Evrópusambandsins um fjármálaumhverfið gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, og þarf af leiðandi einnig hérlendis, án þess að við höfum nokkuð um það að segja. Gangi Ísland í Evrópusambandið tökum við hins vegar þátt í að semja og breyta reglum sambandsins.

Íslenska þjóðin á fiskinn í sjónum samkvæmt íslenskum lögum og aflakvóta á að útdeila til eins árs í senn. Svokallaður varanlegur aflakvóti stenst ekki, því þá á þjóðin ekki kvótann í raun, heldur ákveðnir útgerðarmenn, sem hafa keypt kvótann af öðrum eða jafnvel erft hann sem hverja aðra eign, til dæmis húseign.

Fiskvinnslur eiga einnig að geta fengið aflakvóta og þannig greitt útgerðum fyrir að veiða upp í þann kvóta. En þeir sem fá aflakvóta frá ríkinu til eins árs eiga að sjálfsögðu að greiða fyrir kvótann til ríkisins, því  þar er um takmarkaða auðlind að ræða og það kostar sitt að reka hér til dæmis hafnir, landhelgisgæslu, hafrannsóknir og matvælaeftirlit. Og sjávarútvegsráðherra útdeilir núna aflakvótunum fyrir hönd ríkisins.

Hafrannsóknastofnun mun halda áfram að rannsaka hér fiskimiðin og leggja til hámarksafla hverju sinni. Sjávarútvegsráðherrann okkar hefur hins vegar sjaldnast farið eftir þeim ráðleggingum og meiri von til að Evrópusambandið vilji fara eftir þeim, enda hefur sambandið verið að minnka aflakvóta Evrópusambandsskipa undanfarið til að koma til móts við tillögur fiskifræðinga sambandsins. Hins vegar hafa útgerðir í Evrópusambandinu lagst gegn jafn miklum niðurskurði og fiskifræðingarnir hafa lagt til.

En ef við viljum hafa áhrif á fiskveiðireglur Evrópusambandsins verðum við að ganga í sambandið og við yrðum með stærstu fiskveiðiþjóðunum í sambandinu.

Hefur Tálknafjörður eigin stjórn í fiskveiðimálum eða Skíðdælingar í landbúnaðarmálum? Eru Tálknfirðingar ánægðir með fiskveiðistjórnunina hér eða Skíðdælingar með landbúnaðarstjórnunina? Gangi Ísland í Evrópusambandið hætta Tálknfirðingar ekki að veiða fisk eða Skíðdælingar að mjólka "kúin sín", eins og formaður Landssambands kúabænda myndi orða það.

Við höldum áfram að vera með mestu fiskveiðiþjóðum í heimi, veiðum okkar fisk og seljum, enda eru engir meiri sérfræðingar í heiminum í slíkum bissness, veiðum, vinnslu og sölu, en einmitt við Íslendingar. Útgerðir í Evrópusambandinu fá styrk frá sambandinu til fiskveiða en íslenskar útgerðir fá ekki slíkan styrk frá íslenska ríkinu.

Og útgerðir í öðrum Evrópusambandslöndum fengju ekki að veiða hér ef þær yrðu styrktar til þess af Evrópusambandinu en íslenskar útgerðir ekki. Ég hef því engar áhyggjur af slíkri "samkeppni" á fiskimiðunum hér. Hins vegar gætu aðrar Evrópusambandsþjóðir fengið aflakvóta hér ef íslensk fiskiskip fengju í staðinn sambærilegan aflakvóta annars staðar, þar sem slík skipti geta verið hagkvæm fyrir báða aðila.

Og Skíðdælingar halda áfram að senda sína mjólk í sitt samlag og fá til þess góðan styrk frá Evrópusambandinu sem heimskautalandbúnaður undir Gljúfurárjökli.

Katrín, ég veit ekki betur en að Kristinn bróðir þinn fari eftir sinni sannfæringu hverju sinni og það hvarflar ekki að mér að gagnrýna hann fyrir það. Tel einnig fullvíst að þú getir myndað þér skoðun án hans atbeina. En öll eigum við skoðanabræður og -systur, einnig Ingibjörg Sólrún, og ég held að flestir í Samfylkingunni séu á sömu skoðun og hún í þeim efnum sem rætt var um hér að ofan.

Því segi ég: "Ber er hver að baki nema sér bróður eigi". Þessi skoðun Ingibjargar Sólrúnar er því ekki "populismi".
Hér er nú meirihlutastjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins og slík stjórn verður að sjálfsögðu að vera með meirihlutann af stuðningsmönnum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins á bakvið sig hverju sinni. Annars er hún fallin.

Þorsteinn Briem, 14.12.2008 kl. 17:46

31 Smámynd: Katrín

Þakka þér fyrir svar þitt Steini sem í engu svarar þeim spurningum sem ég setti fram en upplýsir mig ágætlega um þina skoðun...sem ágætt útaf fyrir sig.

Hvað varðar bróður minn Kristinn þá hefur þú rétt fyrir þér þegar þú segir hann fara eftir sinni sannfæringu.  Á sama hátt fer ég eftir minni.  Eins og Helga Lára Haarde orðaði það svo ágætlega um daginn:,, Ég er ekki pabbi minn".  Ekki veit ég hvernig málum háttar í þinni sveit en í minni þá hafa einstaklingar frelsi til skoðunar og tjáningar.  Ég líkt og þú er fullfær um að kynna mér mál og mynda mér skoðanir án atbeina einhverra ,,leiðbeinanda"  og leiðist það þegar fólk telur sig geta fullyrt eitthvað annað.  Ég þykist þess fullviss að einhverjir innan raða SF séu hæst ánægðir með formanninn sinn, jafnviss er ég um það að þar finnist einnig einstaklingar sem ekki eru jafnupprifnir. 

Á margan hátt eru þau ISG og DO afskaplega lík í sem stjórnmálamenn, en samt hatast menn við annan en upphefja hinn.  Svona er lífið og sitt sýnist hverjum.  Mér finnst afstaða og orð ISG sem hún lét frá sér fara í gær og svo mörg önnur, bera keim af populisma.  Hún gengur til stjórnarsamstarfs með ákveðin samning í höndunum.  Vilji hún breyta honum þá reynir á það með umræðum en ekki hótunum.  Gangi ekki saman þá  einfaldlega slítur hún stjórnarsamstarfinu sem fyrst.  Til þess þarf hugrekki enda fylgi SF í lágmarki skv. skoðunarkönnunum.  Einmitt þarna skilur á milli mikilhæfra leiðtoga og populista. 

Þeir sem kjarkinn hafa aðhafast strax, populistarnir bíða....eftir hagstæðari vindi ...sem síðan snýst og snýst og snýst...

Katrín, 14.12.2008 kl. 18:22

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín. Ég reiknaði engan veginn með að breyta þínum skoðunum. Sumir byggja sínar pólitísku skoðanir á trúarsannfæringu. Ég byggi hins vegar mínar skoðanir eingöngu á staðreyndum og því sem ég veit best hverju sinni.

Ef þú ert skoðanasystir bróður þíns er það hið besta mál fyrir hann. Og kannski einhverja fleiri. Fylgi Frjálslynda flokksins var í skoðanakönnun Capacent Gallup 4. nóvember síðastliðinn um 3%, Samfylkingarinnar 31%, Vinstri grænna 27%, Sjálfstæðisflokksins 26%, Framsóknar 10% og Íslandshreyfingarinnar 1%.

Og hver höndin hefur verið uppi á móti annarri í Frjálslynda flokknum undanfarin ár.
Þetta eru staðreyndir.

Það er hins vegar gott að vita að krúttið hún Helga Haarde er dóttir pabba síns. Þakka þér kærlega fyrir þær upplýsingar, sem geta komið sér vel, þótt síðar verði.

Þú lætur mig kannski vita þegar hann Kristinn skiptir næst um flokk.

Og gleðileg jól, sömuleiðis!

Þorsteinn Briem, 14.12.2008 kl. 19:36

33 Smámynd: Katrín

Steini Briem!  Fólk eins og þú er ómissandi sýnishorn þeirra eintaka sem enn er að finna á sumum annesjum.  Hafa fulla heyrn en heyra ekki, hafa fulla sjón en sjá ekki, hafa munninn fyrir neðan nefið en kunna ekki að beita honum nema til illra verka.  Sannkallað raritet!

Katrín, 14.12.2008 kl. 19:54

34 Smámynd: Sævar Helgason

"ISG sem hún lét frá sér fara í gær og svo mörg önnur, bera keim af populisma.  Hún gengur til stjórnarsamstarfs með ákveðin samning í höndunum.  Vilji hún breyta honum þá reynir á það með umræðum en ekki hótunum."

Stjórnarsamstarf sem stofnað var til vorið 2007 var byggt á forsendum sem þá ríktu í þjóðarbúskapnum og var talið  að yrði svona nokkurn veginn tíðindalítið- Góðærisstjórn.

Allt er þetta þjóðarbúskapar ástand er gjörbreytt svo vægt sé til orða tekið .  Það kallar á ný viðhorf- nýjar áherslur.  Annað væri að ganga með steinbarn í maganum.

Fólkið í landinu krefst breytinga og að stokkað verði upp- þeir sem mesta ábyrgð bera á stöðu mála - axli ábyrgð- nýtt fólk taki við . Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar sýnir nú að þar fer góður þjóðarleiðtogi.  Fretiir berast um uppstokkun í ríkisstjórninni- í Seðlabankanum og Fjármálaeftirliti. Sjálfstæðirflokkur er á harðahlaupum við endurmat á ESBaðild...   Það sýnist sem að allt sé að gerast...

Fólkið í landinu (þverskurður þess)  hefur í 2 mánuði staðið mótmælastöður á hverjum laugardegi í kulda og trekki - tugþúsundum saman (alls) og lagt áherslu á þessar kröfur... þeim sé þökk fyrir þrautseigjuna og æðruleysið....

Sævar Helgason, 14.12.2008 kl. 20:16

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Krúttleg annesja Katrín,
kastaði perlum fyrir svín,
því gerandi er ekki grín,
er gamla Sleggjan hrín.

Þorsteinn Briem, 14.12.2008 kl. 20:33

36 Smámynd: Katrín

Þráhyggjan þroskann hindrar,

þraut og pína fylgir með.

Steini, frá þér vitið sindrar,

,,stórasti" haninn sem ég hef séð.

Katrín, 14.12.2008 kl. 22:00

37 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Steini minn og Kata mín .

Það er naumast stuðið á ykkur í dag. Skáldgáfan að sliga bæði. Það mætti kannski bjóða ykkur  herbergi til að útkljá þetta endanlega.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.12.2008 kl. 22:35

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Handa þér Kata hengilmænan,
sem hænan ei hefur grænan,
stórastan og válega vænan,
í vasanum færð að sjæna'nn.

Þorsteinn Briem, 14.12.2008 kl. 22:43

39 Smámynd: Katrín

Tak, men nej tak

yfirgef ykkur í Guðs friði

Katrín, 15.12.2008 kl. 00:21

40 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Varðandi mögulegar breytingar á ráðherraliði Samfylkingarinnar. Hvað finnst þér um þessa frétt og þá sérstaklega um þann möguleika að skipta út umhverfisráðherranum?

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/14/uppstokkun_fyrir_aramot/

Mér finnst það persónulega út í hött og hef ekki orðið vör við annað en að umhverfisráðherra hafi einmitt staðið sig í starfi og gert það sem hún á að gera. Hver er afstaða kvennahreyfingar Samfylkingarinnar í þessu máli?

Svala Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 10:55

41 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég sé nákvæmlega ENGA ástæðu til að hrófla við umhverfisráðherranum. Verði það gert, þá er verið að þóknast Sjálfstæðismönnum, sem hugsa henni þegjandi þörfina í stóriðjumálum. En Sjálfstæðismenn eiga ekki að stjórna því hverjir veljast til ráðherrastarfa fyrir Samfylkinguna.

Þeim væri nær að taka til hjá sjálfum sér þar sem einstakir ráðherrar tengjast persónulega spillingu og fyrirgreiðslu inni í bankakerfinu og ættu að sjálfsögðu að víkja fyrir það - fyrir nú utan hina sem bera pólitíska ábyrgð.

En umhverfisráðherra ber nákvæmlega ENGA ábyrgð á þessu bankahruni og hefur staðið sig vel í sínu starfi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.12.2008 kl. 13:08

42 Smámynd: Sævar Helgason

Tek undir þetta- umhverfisráðherra hefur staðið sig vel.  Hún hefur markað tímamót varðandi það verklag sem siðaðar þjóðir eiga að hafa við mat á umhverfisáhrifum svo dæmi sé tekið.  Það eru miklar framfarir frá subbuskapnum sem viðgengist gefur við undanfara virkjanaframkvæmda....  Styðjum Þórunni Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra.

Sævar Helgason, 15.12.2008 kl. 13:36

43 identicon

Ja mikill er máttur sjálfsblekkingarinnar og mikill er máttur Spillingarinnar og  Samfylkingarinnar, ég segi nú ekki annað eftir lestur þessa meðvirknis- rugls !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 00:31

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlingur Þorsteinsson. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ákvað fyrir mörgum árum að Ísland skyldi sækja um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og það kemur þessu máli akkúrat ekkert við. Og þessar "athugasemdir" ykkar Gunnlaugs Ingvarssonar bæta akkúrat engu vitrænu við umræðuna, hvorki hér né á öðrum bloggum, fyrr eða síðar.

Þorsteinn Briem, 16.12.2008 kl. 11:46

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlingur Þorsteinsson. Þessi skoðun þín bætir akkúrat engu vitrænu við þá umræðu sem hér fer fram.

Allar órökstuddar skoðanir eru einskis virði í opinberri umræðu. Hins vegar geturðu notað þínar órökstuddu skoðanir í kjörklefanum, þar sem fólki er bannað að rökstyðja skoðanir sínar.

Þorsteinn Briem, 16.12.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband