,,Ég vakna þennan dag og vel að hann sé góður ... '' Burt með spillingarliðið

ArnarfjordurAgustAtlason Þessar fallegu vísur fékk ég sendar í tölvupósti frá vinkonu minni í morgun. Ljóði er eftir skáldkonuna Unni Sólrúnu sem hefur ort margt fagurt um lífið og tilveruna og birt á heimasíðu sinni. Ég má til að deila þessu með ykkur.

Með boðskapnum birti ég þessa fallegu mynd sem félagi minn Ágúst G. Atlason tók í Önundarfirði í fyrra.

 

 

Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður,
vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður.
Ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það
hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.

Ég ákveð því að velja að vandamálin fá
vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá
tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti,
ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.

Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur,
faðma þennan morgun og allar hans rætur,
hita mér gott kaffi, af kærleik þess ég nýt.
Kexið smyr með osti, í blöðin svo ég lít.

Að endingu ég segi við þig sem þetta lest:
Þetta er góður dagur, hafðu það sem best.
Ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni.
Faðmlag þér ég sendi, og kveð þig nú að sinni.

 

Megi dagurinn verða ykkur góður. Smile 

Og burt með spillingarliðið - hvar í flokki sem það stendur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegt ljóð hér í færslunni - það er eftir hana Unni Sólrúnu, http://dropinn.blog.is

Og takk fyrir vísuna Ólína!  Þú ert ansi mögnuð.

Kveðjur

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir ábendinguna um höfundinn Hallgrímur - ég er búin að koma því inn í færsluna.

Bestu kveðjur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.11.2008 kl. 11:28

3 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Takk fyrir góðar og kraftmiklar greinar.

Ég ætla að láta slagorðið „Burt með spillingarliðið“ fylgja mínum bloggfærslum.

Jón Ragnar Björnsson, 6.11.2008 kl. 12:29

4 identicon

Kæra Ólína. 

Þakka þér fyrir falleg orð um ljóðin mín.  Eins og þú kannski veist sem einnig hefur ort svo margt fallegt, þá er fátt meira virði en vitundin um að einhver annar njóti þess sem maður er að gera.

Þakka þér jafnframt fyrir innlegg þín til lífsins og tilverunnar almennt.

Bestu kveðjur

Unnur Sólrún

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 15:02

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Komin með fyrirsögnina! Takk fyrir ábendinguna.

Edda Agnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 17:01

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Burt með spillingarliðið

Sigurður Sigurðsson, 6.11.2008 kl. 18:45

7 identicon

,,Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í rúst."

Það virkaði nú á endanum... en mér finnst þú nú hafa betri málstað :-) Ekki verra að enda hvert blogg á réttmætri kröfu. 

Erla Rún (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband