Styðjum björgunarsveitirnar!

neydarkall Í þessum skrifuðu orðum er ég á leiðinni niður í bæ að selja Neyðarkallinn með unglingunum í Björgunarfélagi Ísafjarðar. Síðast var Neyðarkallinn lítil kelling - svona til að minnast þess að björgunarsveitir landsins eru þéttskipaðar konum ekkert síður en körlum. Kallinn í ár er voða sætur, eins og þið sjáið - með hvíta hjálminn sinn í rauða gallanum - fínasta lyklakippa!

En Neyðarkallinn er fáröflunarátak sem er að fara af stað á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar nú um helgina um allt land undir yfirskriftinni: Neyðarkall frá björgunarsveitum.  

Fjáröflun er björgunarsveitunum mikilvæg þar sem rekstur þeirra, þjálfun björgunarmanna og kostnaður við útköll byggist á slíkum fjáröflunum.

Ég ætla því að slást í hóp félaga minna í Björgunarsveitum landsins sem nú um helgina munu selja Neyðarkallinn víðs vegar um landið, í öllum helstu verslunarmiðstöðvum og samkomustöðum. Vonandi taka landsmenn vel á móti okkur og sýna í verki stuðning sinn við björgunarsveitirnar.

Annars er það að frétta af Björgunarfélagi Ísafjarðar að það fagnar í dag fagnar 10 ára afmæli sínu. Af því tilefni verða ýmsar ýmsar uppákomur, opið hús í Guðmundabúð, myndataka af öllum félagsmönnum, veisla í kvöld og fleira skemmtilegt.

En fyrst er nú að selja Neyðarkallinn - og nú ætla ég að drífa mig af stað. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég keypti þrjá af björgunarsveitarkonu fyrir utan Eymundsson í Austurstræti í gær. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.11.2008 kl. 12:26

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kaupi, auðvitað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2008 kl. 14:23

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég fann hálffrosinn björgunarsveitarmann fyrir utan Krónuna áðan, í Hafnarfirði. Manngreyið snarhresstist þegar við losuðum hann við tvo svona kalla.

Ég fann engan sölumann í fyrra en nú gekk það vel !

Ragnheiður , 1.11.2008 kl. 16:38

4 Smámynd: Njáll Harðarson

Ólína, Ó, Ólína, hvar lætur maður fé af hendi rakna, gott væri ef rkn. væri handhægur.

Gaman að heyra í þér, góð mynd ;)

Njáll Harðarson, 1.11.2008 kl. 22:32

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sendi heillaóskir til Björgunarfélags Ísafjarðar í tilefni afmælisdags.  Vona að sem flestir sjái sér fært að kaupa Neyðarkall, þó ekki væri nema til að halda hita á Neyðarkellingunni frá því í fyrra -nú þegar fjölskyldan skal í hávegum höfð.

Það rifjast líka upp af þessu tilefni hvða unnið hefur verið ómetanlegt starf með hundum við björgunaraðgerðir -ekki síst fyrir Vestan.  Verður fyrst hugsað til Auðar Björnsdóttur, en veit að þú ert inni í þeim málum líka, Ólína.

Færi því ekki vel á því að næsta ár yrði "Neyðarhundurinn" til sölu ?

Notalegt fyrir Neyðarkall og -kellingu að eignast hund, ekki satt ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 05:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband