Litla hetjan Ella Dís ...

EllaDis ... er haldin afar sjaldgæfum hrörnunarsjúkdómi sem læknar standa ráðþrota gagnvart. Hún er aðeins 2ja ára gömul. Móðir hennar hefur undanfarin misseri háð harða baráttu með dóttur sinni og leitað henni lækninga eftir megni - en átt mjög á brattann að sækja.

Fátt er þungbærara foreldrum en að horfa upp á alvarleg veikindi barna sinna. Í tilviki sem þessu gefur einnig auga leið að baráttan er kostnaðarsöm og ströng. Móðirin getur ekki vikið frá barninu.

Nú er hafin söfnun fyrir Ellu Dís og fjölskyldu. Á bloggsíðu Rauða ljónsins má finna nánari upplýsingar um aðdraganda og málsatvik. En reikningsnúmerið er 0525-15-020106  Kennitala: 020106-3870.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

  Sæl og takk.  Við Rauðhausarnir stöndum saman.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 11.9.2008 kl. 15:08

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl elsku Ólína. Innilega til hamingju með afmælið og velkomin í hóp fimmtugra, bara gaman.  Missti af réttum degi vegna veikinda.  Sannarlega er þörf á að styðja við bakið á móður Ellu litlu, annars vil ég bara að ríkið borgi þetta, en það er nú eins og það er.  Bið fyrir unga manninum, hef verið í þessum sporum í tvígang, fyrst með fyrri eiginmann minn, slasaðan á höfði eftir slys, hann dó og svo soninn sem ég gekk með þegar pabbi hans dó, það var árið 2000 en honum batnaði að hluta en verður aldrei eins, hann er einmitt 26 ára í dag.  Kærleikskveðja vestur

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2008 kl. 15:13

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Gott hjá þér að ýta undir athygli á þessu máli, Ólína.  Nægt er nú álagið á foreldri undir svona kringumstæðum, þó að ekki komi einnig til barátta við "kerfið".

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.9.2008 kl. 18:30

4 Smámynd: Pétur Kristinsson

Frábært framtak að styrkja þessa fjölskyldu. En maður spyr sig í hvaða sporum heilbrigðiskerfið er hérna á landi þegar að þörf er á slíku framtaki. Að öllu eðlilegu ætti fjölskyldan ekki að hafa neinar fjárhagslegar áhyggjur. Búum við ekki í einu af ríkustu löndum í heimi?

Pétur Kristinsson, 11.9.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband