Viðurkenning og hvatning

Blidafinnur Það er gaman að fá hvatningu og svolitla viðurkenningu. Vestfjarðadeild Björgunarhundasveitarinnar hefur nú borist kærkominn styrkur frá fyrirtæki í Reykjavík sem telur starf okkar mikilvægt og vill létta undir með okkur vegna kostnaðar við vetrarnámskeiðið sem hefst í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp á laugardag og stendur yfir næstu viku.

Það er kæli- og frystivélafyrirtækið Kæliver sem veitir okkur 125 þúsund króna styrk til að standa straum af námskeiðskostnaði. Steinar Vilhjálmsson eigandi og framkvæmdastjóri Kælivers, segist hafa ákveðið að styrkja Vestfjarðadeild Björgunarhundasveitarinnar þar sem meðlimir sveitarinnar vinni gott og fórnfúst starf og brýnt sé að Vestfirðingar hafi greiðan aðgang að góðum hundateymum til björgunar og leitarstarfa. Steinar skorar á fleiri fyrirtæki að gera slíkt hið sama.Smile

„Ég hef unnið mikið fyrir vestan og kynnst aðeins starfi deildarinnar. Ég vildi styrkja þessa vinnu þeirra þar sem það hefur sýnt sig hversu mikilvægir björgunarhundar eru og þá sérstaklega á Vestfjörðum“, sagði Steinar í fréttaviðtali í gær.

Það björgunarfólk sem tekur þátt í úttektarnámskeiðum Björgunarhundasveitarinnar tekur sjálft á sig kostnaðinn vegna vinnutaps, gistingar og fæðis. Í sumum tilvikum koma björgunarfélögin til móts við þátttakendur með niðurgreiðslum eða greiðslu ferðakostnaðar, en það er misjafnt hversu vel björgunarfélögin eru í stakk búin til þess að styrkja sína félagsmenn að þessu leyti. Að auki leggja margir á sig langt ferðalag og sjálfboðavinnu við skipulag og undirbúning námskeiðanna þannig að útlagður kostnaður getur hlaupið á hundruðum þúsunda líkt og í þessu tilviki.

 Cool

En sumsé - við leggjum af stað í býtið í fyrramálið. Þurfum að vera tímanlega á ferð þar sem eftir er að velja æfingasvæði á Steingrímsfjarðarheiðinni. Við ætluðum að gera þetta um síðustu helgi, en komumst þá ekki vegna ófærðar og snjóflóðahættu.

Nú krossleggjum við fingur og vonumst eftir góðu veðri.

krafla-ollyogaudur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þið eruð vel að þessum styrk komin og vinnið þarft og ómetanlegt starf. Mættu fleiri taka ykkur til fyrirmyndar. Kveðja inn í daginn. 

Ía Jóhannsdóttir, 6.3.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband