Streitist við að sitja

Einhverntíma var sagt um mann að hann "streittist við að sitja" og þótti hláleg lýsing. Nú á hún við í nýju samhengi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ætlar að sitja áfram.  En guðfaðir nýja meirihlutans, Kjartan Magnússon, hann "kannaðist ekki við málið" !?  VilhjÞVilhj

Þessi atburðarás er orðin svo ótrúleg að engu tali tekur lengur. Samkvæmt frétt á visir.is er óeiningin í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins um framtíðarleiðtoga svo mikil að Vilhjálmur telur sig geta neytt færis til að sitja áfram. Af því að samstarfsmenn hans geta ekki komið sér saman um að hlíta niðurstöðu prófkjörsins sem setti Hönnu Birnu í annað sæti. Og auðvitað geta þessir framapotarar ekki sætt sig við lýðræðislegar leikreglur - hva? Hvernig datt mér það í hug? Nei, Hanna Birna er náttúrulega kona - auðvitað kemur ekki til greina að fara að halda henni fram. Þó flestir fylgjendur flokksins vilji það samkvæmt skoðanakönnun. Gísli gaf náttúrulega kost á sér til forystu -eins og hann segir sjálfur.

Nei, Vilhjálmur ætlar að sitja sem fastast - og nú er skrattanum skemmt.

 


mbl.is Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkur ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"og nú er skrattanum skemmt."

Mér líka.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Sævar Helgason

Það verður nóg að gera hjá Vilhjálmi á næstunni.  Umboðsmaður Alþingis búinn að boða oddvita Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur í stranga og umfangsmikkla yfirheyrslu vegna REI málsins..umboðsmaðurinn er einnig með Árna Mathissen settann dómsmálaráðherra í takinu.

Er Sjálfstæðisflokkurinn að veslast upp vegna innanmeina ? 

Sævar Helgason, 23.2.2008 kl. 09:55

3 Smámynd: Helgi Jónsson

Þó svo að ég sé flokksbundinn Sjálfstæðismaður, þá er ég ekki hrifinn af því sem er að gerast í borginni okkar. Flokkadrættir og óeining virðist herja á þennan nýja borgarstjórnarmeirihluta og samkvæmt nýjustu fréttum er seta Vilhjálms einhvers konar miljarðaplott nokkura vina hans út í Örfirisey.

Ég er þeirrar skoðunar að Vilhjálmur eigi að segja af sér og Hanna Birna eigi að taka við sem oddviti, þannig held ég að þessi meirihluti geti haldið út kjörtímabilið.

Helgi Jónsson, 23.2.2008 kl. 12:09

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, ekki er mér skemmt.  Held hann fari þó fljótlega, gef honum 2 mánuði.  Kær kveðja vestur  Flowers For You

Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 16:01

5 identicon

Held að aðallega skrattanum sé skemmt. Hvenær var ákveðið að skoðanakannanir réðu því hver væri borgarstjóri frá degi til dags? Vitanlega verður borgarstjóri að hafa traust samstarfsmanna sinna, ekki bara skora hátt á vinsældalista dagsins. Leiðtoginn er kjörinn innan borgarstjórnarflokksins, ekki hjá Gallup.

Glóbus (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 16:07

6 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

"Stritaðist hann við að sitja", sögðu farandkonur um Njál á Bergþórshvoli. Ekki leiðinlegt samlíking fyrir Vilhjálm.

Gísli Ásgeirsson, 23.2.2008 kl. 16:14

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ekki var það nú sagt Njáli til hróss, Gísli. Og fátt eiga þeir sameiginlegt Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Njáll Þorgeirsson.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 23.2.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband