Afsökunarbeiðni og fyrirgefning

Mér hefur nú borist afsökunarbeiðni frá ungum manni - fyrrverandi nemanda mínum við Menntaskólann á Ísafirði. Hann hefur látið birta afsökunarbeiðni sína opinberlega með svofelldum orðum:

"Undirritaður vill koma á framfæri innilegri afsökunarbeiðni til dr.Ólínu Þorvarðardóttur fyrrverandi skólameistara á Ísafirði. Föstudaginn 19.september s.l. sendi undirritaður SMS skeyti til hóps nemanda í Menntaskólanum á Ísafirði og lét líta svo út sem það hafi verið sent úr símanúmeri Ólínu. Sá gjörningur var hörmuleg yfirsjón og verður ekki réttlættur á nokkurn hátt. Með vinsemd og virðingu. Gunnar Atli Gunnarsson".

Þessari orðsendingu til mín fylgdu þau orð Gunnars Atla að hann hefði ennfremur sagt af sér formennsku í Nemendafélagi Menntaskólans á Ísafirði, vegna þessa máls.

Nú vil ég segja þetta:

Kæri Gunnar Atli.

Öllum verða á mistök í lífinu. Það er liður í því að þroskast og verða að heilsteyptri manneskju - enginn lærir að ganga án þess að hrasa. Það eru því ekki mistökin sjálf sem lýsa okkur best, heldur hitt, hvernig við bregðumst við þeim og bætum fyrir þau.

Nú þegar þú hefur sagt af þér sem formaður NMÍ og beðið mig opinberlega afsökunar ert þú maður að meiri. Þú hefur gengist við gjörðum þínum eins og heiðarlegum manni sæmir og axlað ábyrgð. Vissulega sárnaði mér við þig, en mér þykir vænt um að sjá hvernig þú hefur sjálfur tekið á mistökum þínum.

Ég fyrirgef þér því þessa yfirsjón  - og óska þér alls hins besta í lífinu.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ólína, þú ert líka maður að meiri.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég tek undir það með Jenný   Myndi ekki endilega treysta sjálfri mér til að taka svona skynsamlega á krakkaskrattanum.

Marta B Helgadóttir, 1.10.2007 kl. 11:31

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Strák kvölin - mér finnst að menn honum eldri og reyndari geti tekið hann sér til fyrirmyndar. Þetta er snöfurmannlega gert hjá honum - og viðbrögð þín eru líka til fyrirmyndar.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 1.10.2007 kl. 11:37

4 Smámynd: Björg Árnadóttir

Mér sýnist þið bæði vera að taka stórmannlega á þessu máli. Vona að hann láti sér þetta að kenningu verða og að hann noti tækifærið sem honum er þarna gefið til þess að gæta að því hvað hann gerir og hvernig það kemur við fólkið í kringum hann.

Björg Árnadóttir, 1.10.2007 kl. 12:00

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ólína. Þessi viðbrögð þín eru til fyrirmyndar!

Ágúst H Bjarnason, 1.10.2007 kl. 12:01

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Batnandi mönnum er best að lifa.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.10.2007 kl. 12:05

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Góður endir á slæmu máli.kv.

Georg Eiður Arnarson, 1.10.2007 kl. 12:11

8 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Svo ég vitni í orð þín úr færslunni þinni um biskupinn og 3G-auglýsinguna frá Símanum:

„En hvar er nú húmorinn?“

Magnús V. Skúlason, 1.10.2007 kl. 12:17

9 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er nú málið Magnús, að sumir eiga erfitt með að sjá húmorinn þegar hann beinist að þeim sjálfum.

Ingólfur H Þorleifsson, 1.10.2007 kl. 12:25

10 Smámynd: Sævar Helgason

Viðbrögð þín hafa mikið uppeldislegt gildi fyrir þennan unga mann sem er að byrja lífið.

Og takk fyrir að birta okkur þessi samskipti ykkar í málinu..það má af þessu læra.

Sævar Helgason, 1.10.2007 kl. 12:31

11 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Fólk hlær bara seinna

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 1.10.2007 kl. 12:33

12 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

úbbs...vantaði endinn...

Þetta lauk á friðsamann hátt allt saman:)

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 1.10.2007 kl. 12:33

13 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Gott hjá ykkur báðum.  Prakkarastrik geta endað öðruvísi en maður ætlar en allt er gott sem endar vel

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 1.10.2007 kl. 12:39

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

batnandi manni er best að lifa

Einar Bragi Bragason., 1.10.2007 kl. 12:46

15 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

og flott hjá þér

Einar Bragi Bragason., 1.10.2007 kl. 12:47

16 identicon

Ég trúi nú ekki öðru en að hann stjórni Nemendafélaginu á bakvið tjöldin, það er erfitt að fá krakka til að taka svona hluti að sér í skólanum og hann hefur klárlega reynsluna til að vinna við þetta.

Svo er aldrei að vita nema hann bjóði sig fram aftur því jú með batnandi mönnum er best að lifa eins og oft hefur hér verið sagt!

Er ekki Árni Johnsen á þingi eða?

Ívar Pétursson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 12:56

17 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég myndi ekki fyrirgefs svona auðveldlega sérð þú þetta er innrætið sem gerði þetta verk. Hann lærði núna að hann kemst upp með allt ef hann bara fyrirgefur og þú eins og katholikki gefur honum fyrirgefningu. Þetta er okkar ráðherrar og þingmenn. Þeim er fyrirgefið og í raun þurfa ekki einu sinni að biðja um það.  

Valdimar Samúelsson, 1.10.2007 kl. 13:58

18 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Góður endir á máli sem fljótfærni ungs manns kom af stað, Magnús ég tek undir með þér að ég sé húmorinn í þessu enn hann hefði átt að láta hugmyndina duga ekki framkvæma eða í það minnsta að láta vera að hafa númer einhvers sem kom málið ekki við og reyndar hefði húmorinn alveg lifað hefði hann látið númerið sitt. Ég efast ekki um að Ólína sér húmorinn í hugmyndinni en ekki framkvæmdinni , ég veit það allavega að ég og fleiri værum lokaðir inni ef að við framkvæmdum það sem fer í gegnum hausinn á okkur.

Ég tek líka undir að fleiri og eldri og í feitari stöðum mættu athuga að þroski og aldur eru ekki alltaf samferða, en þarna er þroskinn á nákvæmlega réttum stað hjá báðum aðilum, ég tek hatinn ofann, mig hefur lengi langað til að eiga hatt og þegar ég kaupi hann lokksins þá byrja ég á því.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.10.2007 kl. 15:13

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hefur ekki verið auðvelt fyrir frænda minn, ég fer mjög nærri um það.  En ég tek undir með öðrum hér, hann er maður að meiri, og þú hefur líka brugðist stórmannlega við. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2007 kl. 15:50

20 Smámynd: Ragnheiður

ég er sátt við þennan unga mann (hann að vísu gerði mér svosem ekkert ) mér finnst hann hafa afgreitt þetta mál vel og ég tek svo sannarlega undir með þér að hann er maður að meiri. Það ert þú líka sjálf fyrir þín orð nú.

Svona á að leysa úr hlutunum.

Ragnheiður , 1.10.2007 kl. 19:54

21 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl, Ólina.
Ég þekki ekki málið í upphafinu en mér þykir vænt um það sem þú varst búin að segja stráknum.
Þetta gefur mér "warm feeling". Takk fyrir þetta.

Toshiki Toma, 1.10.2007 kl. 21:57

22 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég þekki þig ekki persónulega, en þekki til þín og viðbrögð þín koma mér svo sannarlega ekki á óvart.  Það er synd og skömm að þú sért ekki skólameistari lengur, því skólakerfið í held sinni þarf á þínum líkum að halda.

Vegni þér og þínum vel.

Gunnar Atli á framtíðina fyrir sér, og ég er viss um að hann mun ekki láta hvatvísina ráða för á næstunni. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.10.2007 kl. 22:49

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Allt er gott sem endar vel"

Sigurður Þórðarson, 1.10.2007 kl. 23:33

24 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heil og sæl mín góða Ólína!

Já, ég vona að drengurinn hafi af heilum hug lagt fram þessa afsökun, þannig að fyrirgefningu þinni sé ekki kastað á glæ!

Annars datt mér þetta í hug í dag!

Ólína umburðarlynd,

ei vill hefndina blind.

Nei, sár segist eigi,

sveinstaulagreyi

Þótt drýgt hafi dauðasynd!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.10.2007 kl. 23:51

25 identicon

Thad er omurlegt thegar folk thykist vera annad en thad er.

Thetta hefur an efa verid skelfileg reynsla fyrir thig. Nog er nu komid.

Eg hef margitrekad lent i thessu sjaf, a einkamalum.is, barnaland.is malefni.com ad menn thykjast vera eg.

Sumir nota meira ad segja nafnid mitt. Jonina Ben og skrifa undir eitthvad oged. En thessi drengur er i thad minnsta hugrakari en margur annar. Hvernig folki bara dettur svona i hug er med olikindum. Ad skrifa svona sms i annars nafni. Thad er otrulegt.

Gott hja ther! En af hverju er enn verid ad leggja thig i einelti tharna fyrir Vestan ? Er ekki buid ad bola ther fra ? Er ekki nog komid ?

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 08:22

26 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þið eruð bæði menn/konur að meiri,og vonandi að þetta endurtaki sig ekki.

Magnús Paul Korntop, 3.10.2007 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband