Rólegur afmælisdagur

Það þýðir víst ekkert að þræta - er komin "fast að fimmtugu" frá og með þessum afmælisdegi. Jebb, orðin 49 ára og hef því eitt ár enn til þess að upplifa mig sem "fjörtíuog.... eitthvað".

"Inside every old man there is a young man asking whatever happened" sagði einhver spakur maður um nírætt. Og það eru orð að sönnu.

 Mér finnst ég bara hreint ekki vera komin á ráðsettan aldur. Mér finnst ég bara vera ung, a.m.k. mun yngri en árin segja til um. Hmmmm...... svolítið óþægilegt þegar maður er svo að tala við sér yngra fólk sem kemur fram við mann eins og maður sé bara .... tja, ég segi ekki gömul, en svona .... þið vitið Errm

Annars bara rólegur afmælisdagur. Vinir og vandamenn flestir búnir að hringja eða senda SMS.  Siggi ekki heima, hann fór á fjórðungsþing Vestfirðinga í gær og kemur í kvöld. Við Hjörvar bara ein í kotinu. Tvíburarnir Fannar og Sindri hafa verið að leika við hann í dag. Þeir knúsuðu mig svo fallega þegar ég kom af leitaræfingunni eftir hádegi, og óskuðu mér til hamingju með afmælið, að ég rauk til og bakaði handa þeim háan stafla af vöfflum í tilefni dagsins. Við úðuðum þær í okkur með bláberjasultu og rjóma, svo fóru þeir út á fótboltavöll.

Í kvöld verð ég veislustjóri fyrir verkalýðsfélögin á Vestfjörðum og Norðurlandi - en þeir síðarnefndu eru hér í heimsókn. Er svona aðeins að undirbúa það í rólegheitum.

Sjáum svo til hvort ég nenni að blogga á morgun Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Innilega til hamingju með daginn. Maður er sko ekki hótinu eldri en manni finnst maður vera og því verð ég alltaf 19 Enn og aftur til hamingju með daginn og góða skemmtun í kvöld.

Lilja Einarsdóttir, 8.9.2007 kl. 18:36

2 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn 

Þóra Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 19:07

3 identicon

Innilegustu hamingjuóskir, af Suðurlandi !

Mbk. / Óskar Helgi Helgason                                                                       

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 19:53

4 Smámynd: Katrín

Til hamingju með afmælið vinkona.  Uss þú ert ekki deginum eldri en 19 enda ég bara 17 going 18

Katrín, 8.9.2007 kl. 21:01

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með afmælið.  Ég get alveg lofað þér því að þótt umbúðirnar eldist þá erum við eins innra með okkur. Og á meðan við erum svona unglegar þá erum við bara rétt 30 eða svo.  Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 21:01

6 identicon

Til hamingju með afmælið og vonandi verður þú þreytt og út-skemmtuð 2morrow ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 21:21

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með afmælið

Huld S. Ringsted, 8.9.2007 kl. 21:25

8 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Hva, á besta aldri, til hamingju.

Georg Eiður Arnarson, 9.9.2007 kl. 00:03

9 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Til hamingju með daginn, asskoti erum við orðin gömul, skrítið höfum ekki elst um dag síðan við urðum tvítug.

EN, nú getum við huggað okkur við að forrétturinn er búinn og ALLUR aðalrétturinn er eftir. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.9.2007 kl. 00:09

10 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Til hamingju með daginn ,,skelegga" kona og njóttu helgarinnar í botn.

 Kv. Sigurjón Sigurðsson

Sigurjón Sigurðsson, 9.9.2007 kl. 00:24

11 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Noojjj, Anna - ekki þjóðbúningadúkkum  Líkjörsflöskum!  Þú veist allar litterærar dömur dreypa á líkjör þegar þeim leiðist - það er ekki til siðs lengur að sortera þjóbúningadúkkur

 Takk annars öllsömul fyrir góðar kveðjur

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.9.2007 kl. 03:09

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Afmæliskveðjur, þó í seinna fallinu sé.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 08:45

13 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Til hamingju með afmælið á laugardaginn. Þú ert sem sagt jafnaldra Möggu systur upp á dag. Það vissi ég ekki fyrr. Og nú man ég það alla tíð, enda alveg dæmigerð þekking sem situr föst í kollinum á mér, á meðan annað og praktískara fer veg allrar veraldar

Ragnhildur Sverrisdóttir, 10.9.2007 kl. 00:23

14 identicon

Hæ Ollý..........Finndið að ég skildi rekast á allar afmælisóskirnar hjá þér dag , ég hitti nefnilega alveg að óvörum hana Kristínu Böðvars á sunnudaginn í Smáranum , og fórum við eitthvað að tala um afmæli(50árin )svona hvað maður ætti að gera þann dag  og þá segir hún allt í einu , ídag á hún Ollý afmæli:) vá gott minni hugsaði ég . Þá var meiningin að fara í tölvuna og senda þér kveðju enn enn það hafðist ekki , svo ég segi hér með til hamingju með daginn . OG þú mannst við erum alltaf svo ungar í anda svo skelin segir sko ekki allt

Kveðja úr Hafnarfirði

p.s það er alltaf heitt á könnuni :) eða á ég að segja líkjör. 

Kiddý (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 09:09

15 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk, takk -- gaman að fá frómar kveðjur frá síungu fólki

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.9.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband