Lauslætisdrós á blogginu

Mér líður eins og mér hafi verið skipt í tvennt. Ég er ekki að tala um pólitíkina núna - heldur er ég að tala um þá staðreynd að ég er komin með nýja bloggsíðu - slóðin er www.blog.visir.is/olina Mér líður hálf undarlega með þetta og veit ekki af hverju ég lét tilleiðast að færa mig yfir á vísir.is. Langaði samt að prófa - en tími svo ekki að fara af mbl.is. Hér er ég auðvitað komin með ákveðinn lesendahóp og fjölda bloggvina. Það bætir úr skák að ég fékk að flytja með mér yfir allt hafurtaskið af þessari síðu hér og er nú búin að hlaða því hinumegin.

En mér finnst þetta samt svolítið skrítið - einhverskonar lauslæti eiginlega - að vera með tvær bloggsíður.

Ég ætla samt að sjá til. Mig langar að halda þessari síðu eitthvað lengur, a.m.k. meðan ég er að átta mig á því hvort mér gengur betur með bloggið hér eða þar. Það verður svo metið í ljósi reynslunnar hvorumegin ég hafna á endanum.

Ég bið dygga lesendur að halda tryggð sinni við mig þrátt fyrir ístöðuleysið Undecided

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ólina mín, bara copy - paste á milli og allir sáttir. Þú ferð létt með tvö "blogg" og ekkert lauslætislegt við það.

Halldór Egill Guðnason, 16.5.2007 kl. 16:16

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég hef ekki tölu á þvi hvað ég er með mörg blogg en maður getur ekki haldið neinum dampi í nema einu bloggi í einu. ég er auðvitað líka með vísisblogg.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.5.2007 kl. 17:14

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég smelli á þessa slóð www.visir.blog.is/olina og reyni að kópefra hana inn en fæ alltaf:

Síða fannst ekki

Vefslóðin sem þú gafst upp er ekki til.

Reyna má eftirtaldar síður:

Forsíða mbl.is

Forsíða blog.is

Forsíða www.visir.blog.is

Bloggar á www.visir.blog.is

Myndaalbúm á www.visir.blog.is

Helgi Jóhann Hauksson, 16.5.2007 kl. 18:17

4 identicon

Ég hef smáreynslu af svona flutningum. Byrjaði að blogga 2004 á minni eigin heimsíðu, svo flutti ég mig á 123.is en hélt sam áfram með gömlu heimasíðuna, en bara starfstengt. Það gekk upp að öðru leyti en því að ég hætti alveg að blogga þar, líka um starfið. Nú í mars fór ég yfir á Moggabloggið. Ég ætlaði að reyna að halda úti 123 síðunni minni en það gekk bara engan veginn. Hún hímir þó enn þarna úti fullkomlega vanrækt. Ég ætla ekki að falla fyrir fleiri bloggkerfum, halda mig við Moggabloggið, búin að komast að því að þó að ég geti eldað, talað í símann, horft á sjónvarp og tekið til í eldhúsinu allt á sama tíma þá er ég ekki multitask á bloggsviðinu. Góða ferð yfir á Vísi en haltu samt endilega áfram að láta sjá þig í kommentakerfinu á Moggabloggi 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 18:20

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Prófaði slóðina, en komst ekki inn! Mér var bara sagt að fara á visir .is eða eitthvað annað?

En allavega ég vona að þú haldir áfram hér líka, góða ferð samt á hitt.

Edda Agnarsdóttir, 16.5.2007 kl. 20:21

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Slóðin er www.blog.visir.is/olina. Segi annars það sama og Salvör - það er erfitt að halda úti tveim bloggum. Spurning um að laga linkinn í færslunni því það er lítið mál að smella á hann til að fara yfir á nýja bloggið. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.5.2007 kl. 00:46

7 identicon

Ég prófaði líka slóðina en hún virkar ekki. Rétta slóðin er víst http://blogg.visir.is/olina 

Jónas (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 11:26

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl öll.

Ég þakka mætar ábendingar um slóðina, hún átti að sjálfsögðu að vera www.blog.visir.is/olina Ég er búin að leiðrétta þetta á færslunni núna.

Það mætti halda að þetta væri táknræn villa til merkis um að ég muni ekki finna mig á nýju slóðinni  

Hvað um það - ég er nú ekki farin af moggablogginu enn, enda kann ég ljómandi vel við mig hérna. Við sjáum hvað setur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.5.2007 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband