Hitinn í umræðunni

Ég hef ákveðið að takmarka aðgang að athugasemdum á bloggsíðunni minni um tíma. Ástæðan eru ómálefnaleg viðbrögð við bloggfærslu frá í gær um fréttafyrirsögn um Baugsmálið.

Meðan umræðan er að kólna geta einungis innskráðir bloggarar tjáð sig um bloggfærslur hér á síðunni. Ég áskil mér allan rétt til þess að fela færslur sem eru meiðandi eða óviðeigandi.

jonasgeir                joninaben                      baugsmal

 Annars hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með atferli þeirra sem senda inn athugasemdir í þessu máli. Til dæmis sé ég í stjórnborðinu hjá mér að sami einstaklingur er að tjá sig um málið hér á síðunni undir ýmsum dulnefnum. Ég sé á orðfærinu að þessi sami einstaklingur hefur verið að senda mér óviðeigandi skilaboð á símann. Sjálfsagt er þetta ekkert einsdæmi þegar hitamál koma upp í umræðunni - fólk neytir allra bragða til að koma sínum málstað að. En svona óværa er auðvitað hvimleið, eins og hver annar lúsagangur.

 Við vitum líka að yfirleitt gusast mest þar sem grynnst er undir. Nóg um það að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Einhvern veginn finnst mér ég kannast við ákveðna takta, ákveðin stíleinkenni og fleira í þeim dúr í þeim athugasemdum sem þú nefnir. Ég er frekar glöggur á slíkt, að ég held ...

Hlynur Þór Magnússon, 27.3.2007 kl. 14:16

2 Smámynd: Arna Lára Jónsdóttir

Þú hefur greinilega hitt á ofurviðkvæman punkt - það er alveg lágmarkskrafa að koma fram undir nafni, jafnvel þó maður sé ekki sammála! Mér finnst líka alveg ótrúlegt að einhverjir einstaklingar skuli nenna því að senda sms og koma fram undir mismunandi dulnefnum til þess eins að koma skoðun sinni á bloggi annarra á framfæri. Reyndar finnst mér alltof langt gengið að senda fólki sms í þessum tilgangi.

Arna Lára Jónsdóttir, 27.3.2007 kl. 21:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég "hissar" mig verulega og vekur hjá mér óhug að nokkurt mál skuli kalla á slíkan tilfinningahita að fólk leggi á sig að hringja og skrifa undir mörgum nöfnu.  Úff það fer um mig hrollur.

Takk fyrir góða pistla Ólína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2007 kl. 13:09

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég mein að sjáflsögðu .."það hissar mig"

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2007 kl. 13:10

5 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Það er auðvitað sorglegt hversu mikill hiti er hlaupinn í umræðuna, og það er staðreynd að hún er ákaflega ómálefnaleg á köflum. Þetta mál virðist vera með þeim hætti að fólk hefur tekið sér stöðu með öðru hvoru "liðinu" og reynir síðan eftir fremsta megni að koma höggi á andstæðinginn með öllum ráðum. Ég er hræddur um að það verði alveg sama hver niðurstaða málsins verður, það verða alltaf læti í kjölfarið. Þetta mál gæti þess vegna farið í endalausa "framlengingu"

Guðmundur Örn Jónsson, 28.3.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband