Sameiginlegur þingflokksfundur öðru sinni

Já, það verður sameiginlegur þingflokksfundur með þingmönnum Samfylkingar og VG nú á eftir. Þing verður sett að nýju eftir örfáa daga og tímabært að þingmenn stjórnarflokkanna beri saman bækur sínar og stilli saman strengi fyrir veturinn.

Þetta er í annað sinn sem þingflokkarnir funda sameiginlega - síðast hittumst við öll í Þjóðminjasafninu fyrri hluta sumars.  Sá fundur var afar gagnlegur.

Það er mikilvægt að þingmenn flokkanna eigi þess kost að ræða saman og skiptast á skoðunum um þau mál sem framundan eru.

Sameinaðir stöndum vér - segir máltækið.

 


mbl.is Stilla saman strengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Er það bara ekki framtíðin að þessir tveir ágætu þingflokkar verði einn og sami þingflokkurinn. Ég hef góðan smekk fyrir því... Nýjir tímar kalla á ný viðhorf- og farsælar lausnir...

Sævar Helgason, 22.9.2009 kl. 19:38

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Zama kratakommazúban í zömu zgál....

Steingrímur Helgason, 23.9.2009 kl. 00:10

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég spái því að þessir 2 flokkar eigi ekki eftir að vera eins sameinaðir og þeir þykjast vera.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.9.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband