Lítil eru geð guma

Pirringurinn skín af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins þessa dagana. Orðbragðið og samskiptahættirnir eru eftir því. Enginn trúnaður um nokkurn skapaðan hlut.

Eilíf neikvæðni ef álit er gefið í fjölmiðlum.

Þessi höfuðlausi her veit ekkert hvernig hann á að vera. Skilar auðu í stærstu málum, slær um sig sleggjudómum, hleypst undan ábyrgð .... ussususssussu.

Og nú hóta þau stríði við forsætisráðherra, þegar hún með réttu gagnrýnir það hvernig iðulega er hlaupið í fjölmiðla, jafnvel áður en ráðrúm gefst til þess að koma upplýsingum með viðeigandi hætti til réttra aðila. Þessa gagnrýni kalla þau hótanir og "svara" - ja, hvernig? Jú, með hótunum um "átök" - en ekki hvað?

Lítilla sanda,
lítilla sæva,
lítil eru geð guma.


mbl.is Hafna því að hafa rofið trúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Ásbjörnsson

Halt verði valt og ráðherra tamt að seigja ekkert nema gull og láta allt glóa. Erum við ekki búinn að fá nóg að glópa gulli. Við sem erum í sjálfstæðisflokknum erum illa brunnin og viljum passa okkur á græðgi.

Pétur Ásbjörnsson, 18.9.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Hlaupið í fjölmiðla..??

-Hefur það nokkuð flogið að þér að fjölmiðlar eru tungan sem talar til FÓLKSINS?

-Hvað er það sem þér finnst okkur ekki koma við?

Hrokinn er orðinn ólíðandi, Ólína!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.9.2009 kl. 22:59

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hvað ég er sammála þér Ólína!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.9.2009 kl. 23:11

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sammála:
Því að allir menn urðu-t jafnspakir: Hálf er öld hvar.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 18.9.2009 kl. 23:16

5 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Auðvitað áttu stjórnarandstöðuþingmenn að segja frá í fjölmiðlum. Fólkið í landinu á rétt á að vita hvaða leynimakk er í gangi. Þingmenn eiga ekki að halda neinu leyndu fyrir folkinu sem kaus þá á þing. Þið segist vera að vinna fyrir fólkið í landi, en eruð í reynd að skara eld að ykkar eigin kökum. Þið kratar sem þykist vera flokkur alþýðunnar eruð ekkert nema eiginhagsmunapotarar. Og láttu nú af þessum hroka þínum í garð þjóðarinnar Ólína.

Marinó Óskar Gíslason, 19.9.2009 kl. 00:00

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hver var að tala um opið og gagnsætt samfélag? Þú gleymir því Ólína að fólk treystir ykkur ekki lengur. "Það er engin kreppa á Íslandi" sagði Ingibjörg og Björgvin G. sagði allt í lukkunnar velstandi rétt fyrir hrun og kallaði efasemdarmenn öfundarseggi. Svo ertu hissa þó einhver sé efins.

Víðir Benediktsson, 19.9.2009 kl. 00:26

7 identicon

Já en þessi höfuðlausi er nú aldeilis farin að slá um sig:o) og rífa fylgið sitt til baka, sem betur fer því ekkert virðist vera að gera sem með viti má kalla hjá stjórnarflokkunum! Og að fjölmiðlunum þá hafa stjórnarflokkarnir alltaf talað um gegnsæi og láta þjóðina vita af öllu, það sem nú er verið að gera kallast því góða orði HRÆSNI.

Góða helgi   

Anna T (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 01:32

8 identicon

Trúnaður hét einu sinni trúnaður. Kemur ekki á óvart að enn einn lekinn seytlist út úr þessum stöðvum.

Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn svífast einskis til að ná höggi á stjórnina. Þeirra lausnir eru þó ekki í sjónmáli. "Ekki mín deild" var einhvers staðar sagt.

Hvað varðar þessa dindilbossa um þrautir þær sem þeir lögðu á þjóðina?

Öndin trítilóða (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 02:37

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fólki er svo mikið niðri fyrir að ég verð að fara í Völuspá til að finna samjöfnuð:

"skeggöld, skálmöld,//skildir klofnir,//vindöld, vargöld,//áður veröld steypist,//mun engi maður//öðrum þyrma."

 Er þetta það sem koma skal?  Mig grunar að svo sé.  "Á fjalli býr örn sá er fiska veiðir."  Fyrr eða síðar mun völvan sjá gylltan sal á Gimlé en það verður ekki fyrr en Evrópusambandið verður liðið undir lok.

Sigurður Þórðarson, 19.9.2009 kl. 08:02

10 Smámynd: Sævar Helgason

Afbragðsgóð grein í Fréttablaðinu í dag þann 19.sept.´09 efitir þig,Ólína.

Mæli með að allir lesi hana með opnum huga...

Sævar Helgason, 19.9.2009 kl. 08:45

11 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hvernig er með andsvör frá þér Ólína? Eru andsvör skrifuð hér, sí svona? Allt í svarta myrkrið...

Ekki nema von að sex (sjö að mér meðtöldum) séu þér ósammála, enn sem komið er.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.9.2009 kl. 09:18

12 Smámynd: Ingimundur Bergmann

 Get tekið undir hvert orð í pistli þínum Ólína og ekki síst hendingarnar í lokin. Sauð sjálfur saman af sama tilefni það sem ég leifði mér að kalla ,, Eftirþanka Jóhönnu", sem er vitanlega stolin nafngift frá Vésteini.

Höfum í huga að flokkarnir tveir sem eru til umræðu eru ekki raunverulegir stjórnmálaflokkar, heldur samtök til að gæta ákveðinna hagsmuna, hagsmuna sem ekkert eiga skylt við þjóðarhag.

Ingimundur Bergmann, 19.9.2009 kl. 09:38

13 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Ólína! Þið stjórnarliðar sýnið stjórnarandstöðinni of mikla þolinmæði og tillitsemi. Mál að linni.

Bjarni Líndal Gestsson, 19.9.2009 kl. 10:32

14 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sjö af þrettán... Og engin andsvör, hlýtur að hafa verið gaman í Neðstakaupstað í gær...

Sindri Karl Sigurðsson, 19.9.2009 kl. 12:49

15 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hmm.

Ólína! Ert þú ein af þeim sem skrifar trúarbrögð og svarar síðan ekki þegar þau eru gagnrýnd? Sýnist vera búið að koma upp um þig og kammeratana! Einstefnuskrif!

Athugaðu hvort það sé til skillti, mannst kannski eftir þessum hvítu og bláu...

Sindri Karl Sigurðsson, 19.9.2009 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband