Dottað undir stýri

snaefellsjokullKomin heim frá Gufuskálum af helgaræfingu með Björgunarhundasveitinni. Kúguppgefin.

Ég var svoooo lúin þegar ég ók heim núna seinnipartinn að ég dottaði undir stýri í Eyja- og Miklaholtshreppnum. Woundering Um hábjartan dag.

Það var áreiðanlega engill sem hnippti í mig í tæka tíð áður en bíllinn fór út af - en hann var kominn yfir á rangan vegarhelming þegar ég áttaði mig.

Úff! Þarna munaði sannarlega mjóu.

Lifandi fegin að ekki fór verr, sá ég mitt óvænna, lagði bílnum í vegkanti og lagði mig í tíu mínútur. Fór svo út úr honum og fékk mér frískt loft áður en ég hélt ferð minni áfram.

Skutull5manEn námskeiðið var í alla staði frábært. Skutull minn stóð sig mjög vel. Á þessu námskeiði náði hann því risastóra skrefi í þjálfuninni að koma til mín þegar hann hefur fundið mann og gelta á mig áður en hann vísar mér til þess týnda. Í síðasta rennslinu "fann" hann þrjá og vísaði mér á þá alla. 

Annars stóðu allir hundarnir sig frábærlega og þetta var mjög skemmtilegt námskeið við rætur Snæfellsjökuls.

Á morgun er það svo þingið - þá skipti ég aftur um gír. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Til hamingu með þennan fallega hund.Þegar ég var mælingamaður hjá Orkustofnun í gamla daga var vinnuvikan oftast 80 - 100 klukkutímar. Ég var alltaf meðvitaður um hættuna á að sofna undir stýri og stoppaði alltaf áður en ég sofnaði. Ótrúlegt hvað 10-15 mínútna svefn hressti mann við.Ég efast ekki um að þú hefur lært af þessu og óska þér farsældar í leik og starfi.

Sigurður Sveinsson, 22.6.2009 kl. 06:47

2 identicon

Fáðu þér frekar blund á þinginu, þá gerir þú allavega ekkert af þér á meðan.

Annars gott að engillinn skyldi hnippa í þig.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 08:26

3 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Þú mátt ekki ofkeyra þig Ólína!!! Við þurfum á þér að halda.

Þórður Már Jónsson, 22.6.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband