Fyrirspurn um meðferð aflaheimilda

Fróðlegt væri að vita hversu mikið magn aflaheimilda hefur verið leigt milli útgerða á liðnum árum. Sömuleiðis hversu mikið af ónýttum aflaheimildum hefur verið fært milli ára og/eða yfirfært í aðrar tegundir. Upplýsingar af þessu tagi varpa ljósi á það hvað um er að ræða þegar talað er um leiguliðakerfi  - þær varpa ljósi á það hvort réttlætanlegt er að tala um  "kvótabrask".

 Þess vegna ég nú lagt fram fyrirspurn í þinginu um þetta efni, og vonast ég til að svör fáist innan skamms.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Vildi bara benda á að Fiskistofa er með mjög góðan og lifandi gagnagrunn sem hægt er að skoða netinu. Á þessari síðu færðu svör við spurningum 2 og 3. Hægt er að velja fiskveiðiár í fellilista á hægri kantinum. Held að leigukvóta sé ekki hægt að finna þarna, a.m.k. ekki á aðgengilegu formi.

Haraldur Hansson, 28.5.2009 kl. 18:30

2 identicon

Huggun harmi gegn að vita af þingmönnum sem vinna ötullega að almannahagsmunum og standa uppi í hárinu á forréttindaklíkunum. Kvótagreifar hafa misnotað fjölmiðla og félagasamtök í því skyni að heilaþvo almenning með blekkingum og rangfærslum. Ekki má gefa eftir í þessu mikla hagsmuna og réttlætismáli landsmanna. Opinbera þarf allar helstu staðreyndir málsins og gera almenningi kleift að taka upplýsta afstöðu. Takk fyrir þitt framlag Ólína.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 19:26

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sagt er að nú sé svo komið að nær allir kvótaeigendur hafi keypt kvótann og því séu aðeins örfáir eftir sem fengu hann gefins.

Það er kannski efni í fyrirspurn eða rannsókn að skoða hvert eignarhaldið er og hvort og þá hve mikið er um það að sömu aðilarnar eigi í raun viðkomandi kvóta, þótt kennitalan sé önnur en hún var í upphafi.

Ómar Ragnarsson, 28.5.2009 kl. 21:35

4 identicon

Þeir sem greitt hafa fyrir aflaheimildir eiga ekki aflaheimildir heldur bótakröfu á þá braskara sem seldu þeim eign Íslenska ríkisins. Kristaltærar staðreyndir.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 22:22

5 Smámynd: Guðmundur Þór Kristjánsson

Sæl Ólína

Ég veit að þú munt ekki láta undan þó svo að nú sé beitt óhróðri, rök eiga þeir ekki til í sínum málflutningi. (skv.bb.is)

Þú átt mjög stóran hóp að baki þér, það máttu vita og treysta á.

Baráttukveðjur

Guðmundur Þór Kristjánsson, 28.5.2009 kl. 23:54

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þeir sem starfa hjá útgerðum sem eingöngu leigja til sín aflaheimildir eru ekki ofsælir af launum sínum.Samfylkingin hefur á stefnuskrá sinni að veiðirétturinn skuli færður til ríkisins sem síðan á að leigja hann út á uppboði, annað hefur ekki komið fram.Það mun ekki bæta hag sjómanna eða útgerða að allur kvóti skuli leigður, þvert á móti mun það leggja fjárhag allra sem starfa við sjávarútveg í rúst og og landsbyggðina alla.Ef þú ert samkvæm sjálfri þér Ólína þá ættir þú að leggja til að leiga á kvóta verði bönnuð.Það munt þú ekki gera því þú vilt að veiðirétturinn fari til ríkisins í R.Vík.Þú ert ekki að hugsa um hagsmuni fólks í þínu kjördæmi og allra síst Vestfirðinga.

Sigurgeir Jónsson, 29.5.2009 kl. 00:14

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vestfirðingar munu ekki geta keppt við fjársterkar fiskvinnslur með erlenda aðila að baki sér sem staðsettar eru í nágrenni Keflavíkurflugvallar eða sipaafgreiðslna á höfuðborgarsvæðinu þar sem fiskur er sendur út með flugi eða gámum.Vestfirðinga bíður því ekkert annað en örbirgð ef ríkisvæðing veiðirétterins sem seldur verði á uppboði nær fram að ganga.Hugsaðu um afleiðingarnar Ólína.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 29.5.2009 kl. 00:23

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þjóðarhagur framyfir sérhagsmuni.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.5.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband