Jómfrúarræðan framundan

Í dag kl. 14 verða utandagskrárumræður um fyrirhugaða innköllun veiðiheimilda. Ég hef mun taka til máls í þessari umræðu - svo jómfrúarræðan mun fjalla um sjávarðútvegsmál. Það fer vel á því fyrir þingmann sem kemur úr Norðvesturkjördæmi. Wink

Málshefjandi í þessari umræðu er Einar K. Guðfinnsson og til svara verður að sjálfsögðu sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason.

Við Róbert Marshall munum taka til máls af hálfu Samfylkingarinnar, ég sem varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar.

Jebb ... nú er það byrjað ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel. Veit að þú verður ekki orðlaus í stólnum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 08:58

2 Smámynd: Sævar Helgason

Þú byrjar með umræðu um stórmál-fiskveiðiheimildinar.   Það er lengi búið að bíða eftir uppstokkun á þessu kvótakerfi - nú er verkið hafið.

Gangi þér vel. 

Sævar Helgason, 20.5.2009 kl. 09:09

3 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Gangi þér vel mín kæra

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 20.5.2009 kl. 10:33

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég get því miður ekki hlustað á þig kl. 14 (verð á fundi) en ég veit að þú stendur þig vel. Ég tek sannarlega undir með þér að það er af nógu að taka fyrir þingmann úr NV kjördæmi þar sem mörg byggðarlög eru grátt leikin. T.d. á Suður- Fjörðunum  þar sem harðduglegt fólk horfir í gaupnir sér í vonleysi, þar sem enginn er kvótinn, meðan fjörðurinn er fullur af fiski. Eina tilbreytingin í fásinninu er þegar starfsmenn Fiskistofu keyra á nýjum jeppa vopnaðir myndavélum í leit að spyrðu eða ugga.

Bestu óskir!

Sigurður Þórðarson, 20.5.2009 kl. 11:38

5 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Ég hlustaði á ræðuna þína Ólína, hún var hreint frábær og eins ræða Róberts. Þið bentuð rækilega á galla kerfisins. Er hræddur um að Vinstri grænir séu að linast, ef tekið er mið af ræðum sjávarútvegsráðherrans og Atla Gíslasonar í umræðunni, og eftir því sem haft er eftir Atla í frétt á net síðu Moggans í morgun. Ég sendi ykkur baráttukveðjur,og ekki gefa neitt eftir. Þjóðin treystir á ykkur í þessu máli.

Bjarni Líndal Gestsson, 20.5.2009 kl. 17:40

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég ætla að vera aðeins jákvæðari en Bjarni gagnvart VG en fulltrúar Samfylkingarinnar sem töluðu  í dag stóðu sig vissulega betur. Ólína var stórgóð og byrjar glæsilega.

Sigurður Þórðarson, 20.5.2009 kl. 19:56

7 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Hveras vegna ert þú ekki formaður? Hver er formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar?

Guðrún Katrín Árnadóttir, 20.5.2009 kl. 20:34

8 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þú hefur nú alltaf verið mikill kvenskörungur Ólína og það verður fróðlegt að fylgjast með þér.  Annars eru pólitíkusar upp til hópa sjálfmiðaðir og hégómagjarnir.  Vona að þetta nýja þing taki fyrstu skrefin í  því að reka slyðruorðið af pólitíkusum og segi og geri eitthvað af viti.

Guðmundur Pétursson, 20.5.2009 kl. 21:11

9 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Gangi þér allt í haginn!

Lifi fullveldi Íslands sem sjálfstæð eining milli efnahagsbandalaga!

Ásgeir Rúnar Helgason, 20.5.2009 kl. 22:03

10 Smámynd: Sævar Helgason

Ekki átti ég þess kost á hlýða á ræðuna þína - því miður. Almenn skoðun segir að bæði innihald og flutningur hafi verið - frábært.  Þú byrjar vel - komin í gegnum eldvegg alþingis, úr ræðustól , í sjálfri jómfrúræðunni... Nú væri gott að fá ræðuna hingað á heimasíðuna.  Til hamingju.

Sævar Helgason, 20.5.2009 kl. 23:09

11 Smámynd: Bergur Thorberg

Til hamingju Ólína. Þú ert komin til að vera. Stíf á þínu... föst fyrir... röggsöm... færð mitt hrós fyrir. Hégómagirndarinnar vegna... bendi ég á bloggið mitt. Lofa að gera það aldrei aftur.

Bergur Thorberg, 21.5.2009 kl. 10:08

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta var góð ræða hjá þér Ólína.

Ég verð að viðurkenna að ákveðnar efasemdir eru uppkomnar hjá mér um lífslíkur þessarar stjórnar. "Á móti öllu" liðið er of sterkt í Vinstri Grænum.

Ómurinn af stefnuræðu forsætisráðherra er ekki þagnaður þegar menn þar fara að tala um að stefnuskrá Ríkisstjórnarinnar sé ekki endilega stefnumarkandi.

Það vekur t.d. spurningar hvernig í ósköpunum stóð á því að í jafn erfiðan málaflokk og sjávarútvegsmálin verða á komandi misserum, skuli hafa valist Jón Bjarnason, sem er engu sammála og þá síst sjálfum sér.

Þó margt hafi mátt um Kolbrúnu Halldórsdóttur segja, þá var hún þó í það minnsta samkvæm sjálfri sér.

Það er alveg ljóst hvar sú hugmyndafræði sem gerði Alþýðubandalagið sáluga að ósamstarfshæfum flokki hefur búið um sig. Sumir í VG eiga sér glögglega þann draum að komast aftur í notalegt stjórnarandstöðu hlutverkið, þaðan sem hægt er ábyrgðalaust að gagnrýna allt sem hreyfist.

Þetta lítur ekki vel út, því miður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.5.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband