Þjóðarvilji - þingvilji

ESBÞessi könnun tekur af öll tvímæli um það að aðildarumsókn í ESB er ekki bara eitthvert gæluverkefni og draumsýn Samfylkingarfólks heldur vilji yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Auðvitað hafa stjórnmálamenn skynjað þetta, hvort sem þeir eru sjálfir hlynntir eða andvígir sjálfri aðildinni. Þess vegna er ástæða til að vona að VG muni samþykkja það að farið verði í þessar viðræður - þau finna vilja fólksins. Og þar sem meira er - þau virðast ætla að virða þann vilja.

Formenn íhaldsflokkanna í stjórnarandstöðu, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, hafa farið mikinn að undanförnu með hneykslunarhrópum yfir þeim möguleika sem orðaður hefur verið að þingið fái að ákveða hvort farið verði í aðildarviðræður. Þeir Bjarni og Sigmundur Davíð hafa fussað og sveiað og báðir sagt það fjarri þeim að ætla að "hjálpa" Samfylkingunni að fara í aðildarviðræður. Já, þeir tala eins og forystumenn Samfylkingarinnar en ekki fulltrúar þjóðarinnar verði sendir til þessar viðræðna - sem er auðvitað fráleitt. Þeir tala af fyrilitningu til þingsins - virðast telja það veikleikamerki að fela þjóðþinginu aðra eins ákvörðun.

En þegar þingmenn taka til starfa vinna þeir drengskaparheit um að hlýða samvisku sinni. Nú vitum við að ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru fylgjandi aðildarviðræðum.  Þá liggur fyrir flokkssamþykkt Framsóknarflokksins um aðildarviðræður. Hvernig ætla þá formenn þessara flokka að múlbinda þingmenn sinna flokka gegn málinu? Halda þeir að það sé rétta svarið við kalli tímans um ný stjórnmál og aukið lýðræði? Halda þeir að það skori hjá almenningi - þessum almenningi sem hefur kosið þingið til starfa fyrir sig (ekki fyrir flokkana).

Já - það verður fróðlegt að sjá hvað gerist ef svo fer að ákvörðun um aðildarumsókn verði vísað til þingsins. Þá mun væntanlega koma í ljós hversu mikils stjórnarandstaðan metur sjálft Alþingi Íslendinga og raunverulegan vilja þess.


mbl.is 61,2% vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna var spurt um viðræður. Það mælist nær alltaf meirihluti með ef spurt er um viðræður. Þegar spurt er um aðildarumsókn mælist hinsvegar nær alltaf meirihluti á móti.

Sá sem gerir könnunina ræður því hvoru megin meirihlutinn lendir.

Þarna er því frekar um skoðanahönnun að ræða en skoðanakönnun.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég er ósammála þessu, Hans.

Meirihlutinn vill fara í viðræður til þess að fá það fram hvað felist í sjálfri aðildinni. Á þessu stigi eru margir efins um aðildina - jafnvel mótfallnir að óathuguðu máli - en engu að síður tilbúnir að skoða þetta. Það er heilbrigt viðhorf - og það viðhorf ber stjórnvöldum að virða.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.5.2009 kl. 23:59

3 identicon

Síðasta könnun sem mældi afstöðu til umsóknar (Fréttablaðið) var gerð 25. mars og mældist þá meirihluti á móti (53,4%). Í febrúar hafði verið gerð könnun á vegum SI sem sýndi svipað hlutfall og nú (64,2%) fylgjandi viðræðum.

Mér þykir eðlilegast að álykta af þessu að þriðjungur þjóðarinnar sé fylgjandi umsókn, þriðjungur á móti og að þriðjungur hafi engan áhuga á málinu, fylgist ekki með umræðunni og viti því ekki að viðræður eru hluti umsóknarferlis.

Eðlilegasta viðbragðið við þessu þykir mér að halda fyrri þjóðaratkvæðagreiðslu og knýja þannig á um alvöru umræðu og fá úr því skorðið hvort að fólk hafi almennt séð áhuga á þessu fyrirbæri áður en lagt er út í umsóknarferli sem er jú töluvert meira fyrirtæki en kaffispjall í Brussel. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 00:17

4 Smámynd: Páll Blöndal

Hans
Hvers lags orðhengilsháttur er þetta hjá ykkur andstæðingum ESB???
Þið apið hver eftir öðrum og haldið því beinlínis fram að þátttakendur í
þessum könnunum séu bjánar og skilji ekki íslensku.
Hvernig væri að sýna almenningi, já okkur sjálfum aðeins meiri virðingu?

Páll Blöndal, 7.5.2009 kl. 00:21

5 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Ég er sammála þér Ólína mín,að meiri hluti þjóðarinnar vill viðræður,sjá hvað er í pakkanum sem þeir bjóða okkur,??en þegar fólkið sér þennan pakka og þær fórnir sem þjóðin þarf að fórna,þá verða ústlit önnur en samfyllingin vill,en við skulum bíða og sjá hvað er í boði,hverju við þurfum að fórna og hvað við græðum á inngöngu í ESB,svo má ekki gleyma því,(VIÐ VITUM NÚ ÞEGAR AÐ KRÓNAN ER VONLAUS,)AÐ ÞAÐ ERU TIL AÐRAR LEIÐIR OG ANNAR GJALDMIÐILL SEM VIÐ GETUM TEKIÐ UPP,EF ESB-SAMNINGUR ER VONLAUS FYRIR ÍSLENSKA ÞJÓÐ,ÞAÐ KEMUR FLJÓTT Í LJÓS,ÞVÍ MIÐUR ER ÞJÓÐIN EKKI SVO SEM AÐ HUGSA UM INNGÖNGU Í ESB Í DAG,HELDUR HVAÐ RÍKISSTJÓRNIN ÆTLAR AÐ GERA TIL AÐ HJÁLPA ÞJÓÐINNI ÚR ÞEIM HREMMINGUM SEM HÚN ER Í DAG,ÞAR Á ÉG VIÐ,ATVINNULEYSIÐ,VANDAMÁL HEIMILANNA SEM ERU AÐ HRUNI KOMIN,VEXTI,OG HVERNIG ÞIÐ ÆTLI AÐ KOMA FYRIRTÆKJUM Í GANG,?? AFHVERFU ERU BANKARNIR EKKI FARNIR AÐ LIÐKA TIL OG HJÁLPA FYRIRTÆKJU OG HEIMILUM Á STAÐ,??? HVAÐ ÆTLI ÞIÐ AÐ GERA,???EF EKKI FER EINHVÁÐ AÐ GERAST FLJÓTT,NÚ ÞÁ ER ÞOLINMÆÐIN OKKAR Á ÞROTUM,VIÐ FÖRUM Á STAÐ MEÐ MIKLAR MÓTMÆLAGÖNGU, OG GERUM ALLT VITLAUST,(SEM ÞVÍ MIÐUR GÆTI KOSTAÐ MEIÐSLI,OG FLEIRA)VIÐ VITUM HVAÐ VIÐ GETUM GERT,OG ÞIÐ VÆRU EKKI Í ÞESSUM VIÐRÆÐUM,NEMA VEGNA ÞESS AÐ MÓTMÆLENDUR KOMU SJÁLFSTÆÐISFLOKKI OG SAMFYLLINGU FRÁ,SVO ÞAÐ ER ENGIN VANDAMÁL AÐ KOMA ÞESSARI RÍKISSTJÓRN FRÁ EF ÞVÍ ER AÐ SKIPTA,VIÐ VILJUM LAUSNIR OG ÞAÐ FLJÓTT,VIÐ VILJUM SVÖR OG VITA HVAÐ ÞIÐ ERU AÐ HUGSA OG ÆTLIÐ AÐ GERA,HLUSTIÐ ÞIÐ NÚ Á OKKUR,ÁÐUR EN ÞAÐ VERÐUR OF SEIN,OKKUR FINNST ÞESSI RÍKISSTJÓRN VERA BÚINN AÐ VERA ALLOF LENGI AÐ SEMJA UM SÍN MÁL,ÞOLINMÆÐIN HJÁ OKKUR ER ALVEG AÐ TAPA SÉR,VONANDI KEMUR ÞESSI RÍKISSTJÓRN MEÐ GÓÐAR LAUSNIR,FÓLKIÐ KAUS YKKUR,OG TREYSTI Á YKKUR OG HAFÐI TRÚ Á YKKUR,EN VIÐ BÍÐUM EKKI LENGI,VIÐ ERU EKKI MJÖG ÞOLINMÓÐ,VIÐ VILJUM EKKI HOFA Á FLEIRI EN ÞESSI 365 HÚSEIGNIR SEM BANKARNIR ERU BÚNIR AÐ TAKA AF FÓLKI,VIÐ HORFUM EKKI FRAMÁ FLEIRI VERÐA ATVINNULAUS,VIÐ VILJUM EKKI HORFA Á FLEIRI FYRIRTÆKI FARA Í ÞROT,VIÐ BIÐJUM BARA UM Á MJÖG SANGJARNAN HÁTT,ATVINNUÖRYGGI,VEXTI NIÐUR,VERÐBÓLGAN NIÐUR,ATVINNULEYSIÐ BURT,HJÁLP FYRIR HEIMILINU,OG AÐGERÐIR strax,ÞETTA ER MJÖG EINFALDAR KRÖFUR,ER ÞÚ ÓLÍNA MÍN OG ÞINN FLOKKUR TILBÚINN AÐ RÁÐAST Í ÞESSI VERKEFNI OG TREYSTI ÞÚ ÞÉR OG ÞINN FLOKKUR Í ÞESSI VEREFNI,HJÁLPA ÞJÓÐINNI STRAX,ÞVÍ INNGANGA Í ESB GÆTI TEKIÐ NOKKUR ÁR,ÞAR ER EKKI LAUSNIN Í DAG,TAKK FYRIR.

Jóhannes Guðnason, 7.5.2009 kl. 00:24

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nú byrja útúrsnúningarnir Ólína, það vita það allir sem vilja vita að engar aðildarviðræður fara fram án þess að fyrir liggi umsókn. Það hefur alla tíð legið fyrir. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.5.2009 kl. 00:55

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þú talaðir ekki svona glaðklakkalega um þjóðarviljann Ólína eftir þær þrjár skoðanakannanir sem byrtust í mars og apríl  sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu og sýndu allar að meirihluti þjóðarinnar var andvígur aðildarumsókn með aðildarviðræðum.

Þá var ekki orð um þjóðarviljann hjá þér þá, er sannleikurinn afstæður hjá þér Ólína. Bara þegar hann hentar.

Hinns vegar er það algerlega hárrétt sem hér hefur verið bent á að þessi skoðanakönnun sem sýnir meirhluta við aðildarviðræður er algerlega ómarktæk. 

Þarna er enn og aftur reynt að halda því að fólki að hægt sé að fara í einhverjar könnunarviðræður við ESB um hugsanlega aðild án þess að sækja beinlínis um aðild, en bara fá svo einhvern pakkadíl og sjá svo til.

Þessum lævísa og óheiðarlega áróðri hafið þið ESB sinnar beitt og kolhlutdræg fréttastofa RUV virðist vera tilbúinn til að taka þátt í vitleysunni fyrir ykkur með því að spurja háfra spurninga en fela það vel að til þess að hægt sé að fara í ESB aðildarviðræður við ESB þá þurfi fyrst að sækja formlega um ESB aðild.

Niðurstaðan væri allt önnur ef spurningin væri ekki bara hálf spurning. Ef hún hefði líka innifalið umsókn um ESB aðild og aðildarviðræður. 

Þetta er svona álíka og að þú hefðir látið gera skoðankönnun fyrir þig meðal kjósenda í Norðvestur kjördæmi svona 6 mánuðum fyrir kosningar hvot þau vildu skoða það að kjósa þig í komandi alþingiskosningum og hvort þú mættir koma og ræða þau mál við viðkomandi.

Ég er alveg viss um að í þeirri skoðanakönnunn hefðir þú fengið þá niðurstöðu að yfir 60% kjósenda segðu já við svona spurningu og hefðu verið til búnir til þess skoða það að kjósa þig þegar þú værir búinn að segja þeim hvað og hvernig þú ætlaðir að standa að málum og beita þér og líka eiga við þig orðræður um það.

En þegar það hefði komið í ljós að til þess að þú gerðir svo lítið að ræða við þetta fólk yfirleitt þá yrðu þau fyrst að sækja formlega um að fá að ganga í Samfylkinguna.

Þá veit ég fyrir víst að þá hefði stór hluti þessara sem sögðu já í fyrstu við að skoða málið sagt beinlínis strax þvert nei og meira að segja móðgaðir.   

Þetta er mjög svipað með þessa rammgölluðu og villandi skoðana-Hönnun RUV.

Ég er alveg hand viss um það að þjóðin mun hafna ESB þegar þar að kemur með afgerandi hætti.

Fyrir hvað ætlið þið þá að standa sem látið alla ykkar pólitík snúast um þessi trúarbrögð !

Ég auglýsi eftir einum Samfylkingarþingmanni sem þorir að standa með þjóðinni sinni en ekki þröngri ESB flokkslínunni í þessu máli.

Gunnlaugur I., 7.5.2009 kl. 08:02

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég vil biðja menn að gæta hófs í framsetningu skoðana sinna hér, og frábið mér ásakanir um "útúrsnúninga", "lævísi" og annan óheiðarleika.

Það er illt í efni ef ég þarf að loka athugasemdakerfinu mínu vegna þess að ég fæ ekki frið fyrir ómálefnalegum ásökunum og leiðinlegum munnsöfnuði þeirra sem hafa andstæðar skoðanir.

Ég hef verið tilbúin að rökræða hér við hvern sem er á jafnræðisgrundvelli. En sumir hafa gengið á lagið og það gerist æ oftar að menn ganga hér of langt í fyrirlitningu sinni á skoðunum annarra.

Nú er svo komið að ég er alvarlega hugsi yfir þessu.

Þeir taki það til sín sem eiga.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.5.2009 kl. 09:43

9 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það er rétt hjá þér að gífuryrði eru hvimleið og það er líka góður siður að virða skoðanir annara. Ef niðurstaðan í stjórnarmyndunarviðræðunum verður sú sem líklegast er hefur SF tapað fyrstu orustunni á ESB málinu. Það er líka mörgum ljóst að þingið mun ekki samþykkja ESB umsókn og þar mun SF tapa næstu orustu. Sjálfur er ég á milli fylkinga í þessu máli. Líst ekki á ofsatrúar menn eins og Árna Pál annarsvegar og Jón Val Jónsson hinsvegar. Það eru einfaldlega deildar meiningar eins og eðlilegt er og rökin eru oftar en ekki tilfinningaleg. Þá vill nú skynsemin stundum verða útundan.

Sigurður Sveinsson, 7.5.2009 kl. 12:05

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég get nú bara alls ekki tekið það til mín þó þú nýji þingmaðurinn sért hvumpinn yfir því að menn séu ekki sammála þér og hvítvegnum rétttrúnðarskoðunum ykkar ESB sinna.

Hvað ert þú þá að gera á Alþingi okkar ef Þú þolir ekki að andstæðingar þínir tali kjarnyrta íslensku og noti fjölbreytt orfæri eins og "lævísi" í skoðunum og feramsetningu og "óheiðarleika" í meðförum þegar sannleikurinn er sagður til hálfs og bara þá og þegar það hentar viðkomandi.

Þú svarar hinn vega í engu rökum mínum en kýst frekar að telja þig yfir hafinn að svara þar sem málflutningur minn passar ekki þínum og reynir að fela þig á bak við það að ég skuli nota þetta sakleysislega orðfæri og tiltekur sérstaklega þessi tvo orð.

Ja þú átt þá væntanlega oft eftir að verða hvummsi og líka hugsi á hinu háa Alþinhgi ef þú ætlar að móðgast við þessum orðum.

Svo ertu að gefa það í skyn að vegna þessa sértu að hugsa um að loka fyrir athugasemdir á blogginu þínu.

Múra þig inni með "já" sjónarmiðum og blindum rétttrúnaði ykkar ESB sinna.

Þið ESB sinnar sem þykist ævinlega vera hinn mikli og breiði meirhluti og þjóðarvilji, þurfið náttúrlega ekki að hlusta á svona minnihlutahópa og sérvitringa eins og okkur ESB andstæðinga sem erum auk þess fokvondir útí hrokann og rangfærslurnar frá ykkur ESB sinnum sem dynja stanslaust á þjóðinni.

Við skulum spyrja að leikslokum frú Ólína, það er allt eins víst að það verði ekki svo hátt á ykkur risið þá ! 

Verði þér að góðu og góðar stundir !

Gunnlaugur I., 7.5.2009 kl. 12:25

11 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Góði Gunnlaugur.

Ég virði skoðanir þínar - en ég hef hinsvegar engan áhuga á að skiptast á skoðunum við fólk sem sakar mig um óheiðarleika, lævísi og lygar (því hálfsannleikur er lygi). Þar dreg ég mörkin.

Ég hef ekki sakað þig um neitt af þessu þó við séum ósammála - en ég ræði ekki frekar við þig að sinni. Þar við situr. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.5.2009 kl. 13:59

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er gaman þegar menn eins og Gunnlaugur I, sem kýs sjálfur að búa í EBE landinu Spáni, frekar en á Íslandi, skuli telja sig þess umkominn að velja fyrir hönd okkar sem hér kjósum að búa, hvort gengið kuli í EBE eða ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.5.2009 kl. 14:07

13 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Það er ekkert skrýtið því að þjóðin sé komin á þessa skoðun, þegar að sama helvítis ruglið í Samfylkingunni hefur dunið á þjóðinni mánuðum saman. Þú heilaþværð ekki þjóðina og segir, sko hún er sammála mér. Í meira en 10 ár hefur Samfylkingin tuðað um ESB án þess að það hefur mátt fara fram hlutlaus og lýðræðisleg umræða um kosti og galla ESB. Alltaf þegar það hefur átt að ræða málin þá hefur Samfylkingin stokkuð upp á nef sér og drepið niður alla umræðu. Vinstri sinnaðir fjölmiðlar hafa svo tekið þátt í allri vitleysunni.

Bara sú starðreynd að fjölmörg ESB ríki eiga líka í bullandi vandræðum ætti að sýna fólki fram á það að ESB er engin töfralausn. Það er nefnilega hægt að eiga í kreppu innan ESB með Evru og alles. En þetta vill ESB elítan, skrifstofulýðurinn í 101 Reykjavík náttúrulega ekki heyra. ESB er bara töfralausnin og gallar ESB eru ekki ræddir.

Ég skal fyrstur manna viðurkenna það að ESB hefur sína kosti. En 7 þingmenn á 750 manna þingi, spillingarskrýmslið ESB þar sem að endurskoðendur hafa ekki undirritað reikninga sambandsins í 14 ár, algert afsal auðlinda í hafinu, sameiginleg verðbólgumæling og fleiri atriði eru bara of stórir gallar í mínum augum. Og eftir þessu verður kosið þegar að blindu Samfylkingarkettlingarnir koma frá Brussel með lottómiðann sinn, ekki einhverri könnun sem að er gerð eftir mesta heilaþvott fyrr og síðar í íslenskri pólitík.

Jóhann Pétur Pétursson, 7.5.2009 kl. 14:19

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki ónýtt, Jóhann fyrir aðildarsinna að eiga slíka mótherja sem þig. Þú fjölgar ekki andstæðingum aðildar, svo mikið er víst. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.5.2009 kl. 15:08

15 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Bjarni Benediktsson kemur reyndar ótúlega illa út í þessu máli eins og flestum öðrum.

En Gunnlaugur Davíð er klókari og er greinilega í smá póker. Það er hægt að "díla" við hann

Jón Halldór Guðmundsson, 7.5.2009 kl. 16:02

16 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Axel, vilt þú ganga í Efnahagsbandalag Evrópu (EBE)? Síðast þegar ég vissi var það ekki lengur til sem slíkt :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.5.2009 kl. 22:08

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hjörtur, gamall vani tók sig upp, auðvitað átti það að vera ESB, eins og þú vissir raunar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.5.2009 kl. 23:37

18 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Skoðanakönnun er ekki sama og þjóðaratkvæðagreiðsla og því hefur þjóðin ekki gefið umboð sitt til að sækja um aðild.

En fyrst niðurstaða skoðanakönnunar er svona eindregin þá hefur Samfylkingin engu að kvíða með því að leggja aðildarumsókn í þjóðaratkvæði.

Eða hvað?

Frosti Sigurjónsson, 9.5.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband