Búsáhaldabylting á Ásvöllum

IslandEistlandVisirÞað var ekki leiðinlegt að sjá íslensku strákana sigra Eistana með 14 marka mun í leiknum áðan. Guðjón Valur og Björgvin stóðu sig fádæma vel, báðir - já og liðið í heild sinni. 

Stemningin á vellinum var galdri líkust - ég hefði viljað vera þar. Þetta var eins og í búsáhaldabyltingunni. Enda árangurinn eftir því. 

 

Myndinni hnuplaði ég af visir.is - ég vona að mér fyrirgefist það.

Áfram Ísland ! Wizard


mbl.is Ísland vann stórsigur á Eistlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Blessuð vertu ekki að samlíkja landsliðinu okkar við öskrandi lýð, mér finnst það mjög ósmekklegt.

Ragnar Gunnlaugsson, 22.3.2009 kl. 18:24

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Á atkvæðaveiðum

Óðinn Þórisson, 22.3.2009 kl. 20:18

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ragnar - þegar ég tala um stemninguna á vellinum, þá er ég að tala um áhorfendur.

En þegar þú kallar íslenskan almenning á Austurvelli "öskrandi lýð" þá finnst mér það mjög ósmekklegt.

Óðinn, ekki svona stúrinn -   barasta sjálfur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.3.2009 kl. 21:07

4 identicon

Mér finnst listi sjallana "flottur"!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:21

5 Smámynd: Jónas Egilsson

Ert'ekki að slá feilnótu þarna frú Ólína - með því að blanda saman tveimur gjörsamlega ólíkum hlutum?

Jónas Egilsson, 22.3.2009 kl. 22:07

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En hvað skal segja um landsleikinn við Færeyinga?

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.3.2009 kl. 22:25

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Færeyingar eru svo miklir vinir okkar - þeir mega alveg vinna einn leik.

Gísli - ég skil hvað þú átt við.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.3.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband