Laugardagsmorgunn á landsbyggðinni. Ég fylgist með veðurfréttum.

hridarvedurNepalIsFrost og fjúk utan við gluggann minn. Ég horfi út á úfinn fjörðinn hvar sjórinn þyrlast upp í gráa sveipi í hviðunum. Vindurinn gnauðar við mæninn og tekur í húsið. 

Í stofusófanum liggur bóndi minn með blaðið frá í gær. Hann er að hlusta á Rás-1 með öðru eyranu. Það er þæfingur og þungfært í Ísafjarðardjúpi- flestar heiðarnar ófærar, segir þulurinn.

Inni í herbergi steinsefur unglingurinn á heimilinu. Hann er kvefaður.

Ketilkannan brakar á eldavélinni og gefur mér til kynna að kaffið sé tilbúið. Við fætur mér liggur hundurinn, rór og áhyggjulaus.

Þetta er laugardagsmorgunn á landsbyggðinni. Við munum fylgjast með veðurfréttum í dag.


mbl.is Björgunarsveitir að störfum í vonskuveðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Borgarbarninu sem sofnaði með bænir í hjarta, fyrir vestfirðingum í óveðri, yljar við slíkar lýsingar.

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.3.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband