Karl V. Matthíasson skiptir um flokk

KalliMatt Karl V. Matthíasson alþingismaður hefur sagt skilið við Samfylkinguna og gengið til liðs við Frjálslynda flokkinn eftir að hann hafnaði í 5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar um síðustu helgi. Hann sóttist eftir 1. eða 2. sæti.

Í fréttatilkynningu segir Karl að skoðanir hans og hugsjónir um sjávarútvegsmál hafi ekki fengið hljómgrunn í Samfylkingunni og bendir hann á úrslit prófkjörsins sem staðfestingu þess.

Sárt þykir mér að sjá Karl halda þessu fram. Ég held nefnilega að hann viti betur. Þátttakendur prófkjörsins, bæði frambjóðendur og flokksmenn, vita líka betur.

Á þeim framboðsfundum sem haldnir voru í kjördæminu nú fyrir prófkjörið var varla um annað meira rætt en sjávarútvegsmálin.  Karl var að vísu ekki sjálfur viðstaddur alla fundina. En á þeim tóku velflestir frambjóðendur prófkjörsins afgerandi afstöðu í umræðunni. Var afstaða þeirra samhljóða þeim áherslum sem Karl kýs nú að láta sem hafi verið hans einkaáherslur. Þetta veit Karl.

En ég vil þakka Karli fyrir þann tíma sem hann starfaði og talaði sem Samfylkingarmaður á Alþingi - tímann sem hann var samverkamaður okkar félaga sinna í flokknum. Það hefði farið vel á því að sjá orðsendingu frá honum til flokksmanna áður en hann sendi út fréttatilkynninguna. En það verður hver að hafa sinn hátt á því hvernig hann kveður.

Ég óska honum velfarnaðar á nýjum slóðum.


mbl.is Karl V. til liðs við Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Við þökkum Kalla að sjálfsögðu hjartanlega fyrir hans störf fyrir Samfylkinguna. Nú hefur hann farið annað og gangi honum vel.

Samfylkingin á nóg af góðu fólki sem mun berjast gegn óréttlátu kvótakerfi og reyna að finna leið úr þeim ógöngum sem við erum þar í, þú ert og verður vonandi í þeim hópi Ólína.

 Það hefur verið erfitt síðustu ár og Samfylkingin var ekki nógu afgerandi í þessum málum í síðustu kosningum. Hins vegar er nú tækifæri til að gera eitthvað í þessum málum, sérstaklega nú þegar greinin skuldar meira en hún á, þá er umræðan um eignaupptöku ekki eins rík.

Eggert Hjelm Herbertsson, 13.3.2009 kl. 15:35

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Ég græt krókódílatárum.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 13.3.2009 kl. 15:39

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta er skref afturábak fyrir Karl. Að yfirgefa Samfylkinguna fyrir þennan rasistaflokk. Karl er ekki rasisti og því kemur mér á óvart að hann sæki í slíkan félagsskap. Hann er kannski ekki meðvitaður um hver stefna flokksins hefur verið í málefnum innflytjenda. Vona að Karl sjái að sér. Hann á ekki heima í þessum félagsskap.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.3.2009 kl. 15:52

4 identicon

Heil og sæl; Ólína, og þið önnur, hér á síðu hennar !

Ólína og Ragnheiður Ólafía ! Sæmd ein; sem heiður mikill, mætti sjóhunda- og þungavigtarsveit þeirra Guðjóns Arnars verða, að mögulegum liðsauka föngulegra svanna - sem ykkar, gamanlaust.

Jú; Síra Karl sá loksins ljóstýru þá - sem ei nær að skína, innan vistarvera Samfylkingarinnar, gott fólk. 

Því; hlaut klerkur, að ganga hina réttu braut, hvar finna mætti stað, einhvers snefils rétttmæts og fölskvalauss baráttu anda, á al íslenzkum grunni - vel að merkja.  

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 16:16

5 Smámynd: Skarfurinn

Það er aðeins eitt um þetta að segja: TAPSÁR. Og að ganga í frjálslynda sem er nokkuð öruggt að nær engum þingmanni inn er klikkað.

Skarfurinn, 13.3.2009 kl. 21:59

6 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Ólina.

Svona er nú plottað... mér fannst þú nú plotta vel með Nýju Íslandi....

og skiptir síðan um stefnu og virkjaðir öfl þín í fjórflokks spillingunni sem svaf á verðinum í síðustu ríkistjórn.

Sumir sjá ekki mjög langt.. skil vel að fólk fari frá þessum flokki

Þetta finnst mér

Guðmundur Óli Scheving, 13.3.2009 kl. 21:59

7 identicon

Skil ekki af hverju Karl skipti ekki miklu fyrr um flokk fyrst hann er svo frjálslyndur hvað varðar fiskveiðistjórnunarmál. Þetta lyktar af tapsæri og svo gefur hann í leiðinni stuðningsmönnum Samfylkingarinnar langt nef, sem þó kusu hann inn á þing á síðasta kjörtímabili.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 23:25

8 Smámynd: Einar Karl

Mér og eflaust fleirum fannst þetta hreinlega fyndið! En ekki það, Karl er eflaust mætasti maður. Hefði bara verið heiðarlegra ef hann hefði t.d. sagt:

Ég varð fyrir vonbrigðum með gengi mitt í prófkjörinu og ljóst er að ég næ ekki kjöri í því sæti á lista sem ég hlaut.  Ég tel mig hafa erindi á þing og vil sjá hvort mér gangi betur í öðrum flokki, því geng ég til liðs við Frjálslynda sem hafa mörg góð mál á sinni stefnuskrá sem ég hef mikinn áhuga á en hef lítið sinnt hingað til.

Ég vona, Ólína, að þú komist á þing, ég held þú eigir fullt erindi þangað, og ekki taka upp á þeim ósið margra stjórnmálamanna að segja eitthvað allt annað en þeir hugsa í raun og veru! 

Einar Karl, 13.3.2009 kl. 23:29

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Guðmundur Óli - ég hef aldrei verið viðriðin neitt sem heitir Nýja Ísland.

Þú átt trúlega við Nýtt lýðveldi - sem er ekki og hefur aldrei verið stjórnmálahreyfing heldur málstaður, algjörlega óháður stjórnmálaflokkum. Þann málstað styðja einstaklingar úr öllum áttum, jafnt innan flokka sem utan. Ég þar á meðal, og ekkert óeðlilegt við það.

Það er fráleitt að halda því fram að ég hafi "skipt um stefnu" í því máli. Málstaðurinn snýst um stjórnlagaþing. Þann málstað hef ég stutt og mun styðja framvegis.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.3.2009 kl. 23:38

10 Smámynd: Björn Birgisson

Karl er maður að meiru fyrir að hafa yfirgefið samfylkinguna,því að hún hefur nákvæmlega ekki gert nokkurn skapaðan hlut í að taka á ránglátri sjávarútvegsstefnu og er gjörsamlega steinsofandi í þeim efnum.Það er eingöngu Frjálslynda flokknum að þakka að hafað viðhaldið umræðunni gangandi um óréttlætið

sem sjávarútvegsstefnan hefur leitt af sér

sérstaklega fyrir landsbyggðina.Kv Björn Birgisson

Björn Birgisson, 15.3.2009 kl. 12:57

11 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þetta er rangt mat hjá þér Björn og ég er því gjörsamlega ósammála.

Ég get nefnt menn eins og Jóhann Ársælsson, Össur Skarphéðinsson, Sigurð Pétursson, Karl V. Matthíasson og fleiri sem hafa talað ötullega fyrir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ég veit að ýmsir innan Frjálslynda flokksins hafa líka beitt sér, og það er vel. En þeim hefur ekki orðið neitt frekar ágengt en Samfylkingunni enda við öfluga andstöðu að eiga þar sem útgerðarauðvaldið er og ítök þess í Sjálfstæðisflokknum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.3.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband