Söguleg tímamót og hlutverk jafnaðarmanna

solstafir Samfylkingin stendur nú á sögulegum tímamótum sem stjórnmálaflokkur. Hún stendur annars vegar frammi fyrir því að innleiða löngu tímabærar lýðræðisumbætur (t.d. stjórnlagaþing) og siðbót í íslensku samfélagi. Hins vegar á hún þess kost að tryggja raunverulegum jafnaðarsjónarmiðum framgang við stjórnarákvarðanir á erfiðum tímum.

Flokkurinn stendur með öðrum orðum frammi fyrir því að endurreisa íslenskt samfélag á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Það er ekki lítið hlutverk.

Aldrei fyrr hefur verið jafn rík þörf fyrir heiðarleika, ábyrgð og hugrekki  í íslenskum stjórnmálum. Aldrei  fyrr hefur verið jafn rík ástæða til þess að endurheimta þau verðmæti sem við þó eigum Íslendingar - andleg og veraldleg. Og aldrei fyrr hefur verið jafn rík ástæða til þess að endurheimta þá sjálfsvirðingu sem gerir okkur kleift að vera þjóð meðal þjóða, í bandalagi og samstarfi við vinaþjóðir þangað sem við getum sótt bæði tilstyrk og fyrirmynd.

Það er núna sem reynir á hvort íslenskir jafnaðarmenn rísa undir nafni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna er mikill sannleikur sagður með fáum en skýrum orðum. Svona verðum við að tala núna, skýrt og hnitmiðað, koma beint að efninu og vera heiðarleg.

Mikið er ég ánægð að sjá það hér að þú ert bjartsýnni með Stjórnlagaþingið. Mér finnst við vera með þrjú stór mál í fanginu núna.

Endurreisa fjármál okkar allra.

Endurreisa lýðræðið fyrir okkur öll.

Sækja um og ganga í ESB fyrir okkur öll.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2009 kl. 17:26

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Ólína.

Það er alveg ótrúlegt að lesa svona eins og þennan pistil þinn.

Þú segir að Samfylkingin standi á Sögulegum tímamótum við að innleiða einhver sjálfsögð réttindi fólks.

Á sínum tíma höfnuðu jafnaðrmenn undir forustu Jóns Baldvins öllum möguleikum á einhverjum breytingum til betra stjórnarfars.

Þá varð til BJ Bandalag Jafnaðarmanna og þeirra stefna og stefnuskrá er núna fyrst að höfða til ykkar.

Þetta er ekkert sem Samfylkingin hefur skapað af þessum stefnumálum það er löngu búið að koma þessu á framfæri.

Vildi bara benda á þetta.

Guðmundur Óli Scheving, 24.2.2009 kl. 00:24

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Samfylkingin olli mér miklum vonbrigðum í síðustu ríkisstjórn. Hún gleymdi stefnuskrá sinni og hugsjónum og sveik kjósendur sína. Þar fór fremst ISG. Henni treysti ég ekki. Meðan hún er leiðtogi Samfylkingarinnar mun ég ekki kjósa hana aftur.

En þú lætur mig ekki drepa niður áhugan hjá þér. Kannski mun það verða gæfa Samfylkingarinnar ef einstaklingar eins og þú fáið einhverju ráðið.

Arinbjörn Kúld, 24.2.2009 kl. 01:54

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Engin hætta á að ég láti drepa niður áhugann hjá mér Arnbjörn - og takk fyrir hlýleg orð til mín.

En Guðmundur - þú ert að tala um fortíðina. Ég er að tala um framtíðina. Minn pistill er brýning til jafnaðarmanna í stöðunni eins og hún er núna. Ég er ekki að tala um stefnuna - er ekki að tala um orðin heldur efndirnar.

Ég tek undir að Jón Baldvin fór illa að ráði sínu árið 1991 þegar hann leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda. Við höfum verið að súpa seyðið af því. Ég var í Alþýðuflokknum þá og þetta varð til þess að ég og fleiri gengum úr flokknum skömmu síðar og stofnuðum Þjóðvaka ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur.

Þú ættir því ekki að nota orðið "þið" þegar þú talar um þá/þau sem hafa látið sér jafnaðarstefnuna í léttu rúmi liggja.

Þannig er það nú bara.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.2.2009 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband