Verður stjórnlagaþing? Hvenær þá?

Eiríkur Tómasson, prófessor í stjórnskipunarrétti, hefur skrifað lærða grein um stjórnlagaþing þar sem fram kemur að vel sé gerlegt að boða til þess samhliða næstu alþingiskosningum. Ég hvet alla til þess að kynna sér þessi skrif Eiríks, sem m.a. eru birt á vefsíðunni www.nyttlydveldi.is.

Ríkisstjórnin hefur gefið það fyrirheit að lög verði sett um skipan og verkefni stjórnlagaþings. Einnig verði gerðar breytingar á stjórnarskrá sem lúta að auðlindum í þjóðareign; þjóðaratkvæðagreiðslum og  aðferð við breytingar á stjórnarskrá. Í þessu skyni var nýlega skipaður sérstakur ráðgjafahópur undir forystu Bjargar Thorarensen, prófessors og forseta lagadeildar HÍ.

Nú, tæpum tveim vikum síðar, er komið fram frumvarp frá framsóknarflokknum um stjórnlagaþing. Ekki hefur það fyrr litið dagsins ljós en ríkisstjórnin boðar annað frumvarp. Hvað það boðar veit ég ekki  - en grunur vaknar um að málið verði tafið.

Það má ekki gerast.  Ný stjórnarskrá sem setur ný viðmið sem byggja á endurmati og reynslu er forsenda þess að við getum markað okkuð nýtt upphaf. Fólkið í landinu þráir nýtt upphaf og nýjar leikreglur. Við þráum flest öll endurreisn þeirra gilda sem þjóðin hefur um aldir lagt rækt við. Þar er um að ræða gildi á borð við heiðarleika, samvinnu, jöfnuð og ekki síst ábyrgð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Alveg eins og talað út úr mínu hjarta. Það má ekki gerast að þetta þjóðþriifamál sé tafið og það lýsir ákveðnum barnaskap sem stjórnmálamenn gera sig því miður oft seka um, að þeir flokkar sem nú eru við völd, skuli ekki geta lagt fram eitt frumvarp um málið. 

ÞAРHEFUR ENGINN EINKARÉTT Á ÞESSU MÁLI.

ÞETTA ER BARÁTTUMÁL OKKAR ALLRA SEM VIÐ SKULUM SAMEINAST UM.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.2.2009 kl. 05:53

2 Smámynd: Sævar Helgason

Nú er að herða baráttuna fyrir því að þetta þjóðþrifamál nái í höfn.Þjóðin hefur beðið þess í 65 ár að flokkarnir á alþingi komi málinu í verk.  Nú er allt komið í óefni hjá þjóðinni og endurreisn bíður úrlausnar. Ný stjórnarskrá verður að vera lykilinn að þeirri endurreisn.  Gamla stjórnarskráin sem Danakonungur afhenti þjóðinni seinni hluta nítjándu aldar er með öllu úrelt .  Herðum róðurinn...þetta er lífróður.

Sævar Helgason, 17.2.2009 kl. 10:13

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

já, grunnlög og reglur þjóðarinnar er best breytt í flýti þegar mikið gengur á.

eða kannski ekki? höfum við kannski slæma reynslu af því að troða lögum í gegnum þingið öllum á síðasta starfsdegi og öðru álíka? 

Endurskoðun á stjórnarskrá þarf að vera vönduð vinna sem á ekki að vera bundin við nein tímamörk. ekki nema menn séu í raun að leggja áherslu á þetta til að reyna að fiska eitthvað vinsældar fylgji? 

Fannar frá Rifi, 17.2.2009 kl. 12:17

4 Smámynd: Sævar Helgason

Fannar frá Rifi er á því að 65 ár séu heldur mikill hraði að koma sér að verki við breytingar á stjórnarskrá. Kannski - mér finnst það nægur tími og komið að því að hefja verkið.  Áætlað er að 9- 12 mánuði þurfi til verksins- en það þarf að samþykkja það á alþingi núna fyrir kosningar að verkið hefjist í haust 2009.

Nú á miðvikudaginn verður lagt fram frumvarp ríkisstjórnarinnar í þá veru að auka hér lýðræði- m.a heimild kjósenda til að raða frambjóðendum í röð á sinn flokkslista í kjörklefanum-Fróðlegt verður að fylgast með lýðræðisást stjórnarandstöðunnar við umfjöllun þingflokkanna.

Sævar Helgason, 17.2.2009 kl. 12:40

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

útaf því að stjórnarskráinn er gömul þá á að breyta henni? það hefur engin komið með rök fyrir því afhverju það á að breyta allri stjórnarskránni. komið hafa fram þrjár hugmyndir. einni er hægt að koma í verk með lagabreytingu. önnur hefur enga lagalega þýðingu og sú þriðja þarf ekki stjórnlaga þing til að koma á. 

auka lýðræði? fékkstu ekki að kjósa síðast? var þér meinað að kjósa? hefur tjáninga frelsi þitt verið heft? gastu ekki í síðustu kosningum breytt listanum eftir þinni eigin vild? gastu ekki strikað yfir frambjóðendur? þetta er allt leyfilegt. 

skemmtilegt að þeir sem harðast fara fram með þessa hugmynd um uppröðun á kjörstað eru þeir sem hafa minnstu lýðræðisástina í eigin flokki.

þetta er mjög einfalt. ef þú strikar yfir einhvern eða breytir röðinni á sætum og meirihluti kjósenda gerir það ekki,  á þá að verða að þínum óskum? þessi hugmynd mun leiða til þess að ógildum atkvæðum mun fjölga stórkostlega. hvað er lýðræðið í því ég bara spyr? 

Fannar frá Rifi, 17.2.2009 kl. 13:49

6 Smámynd: Sævar Helgason

Kæri Fannar  að fá auðmjúklegast að setja kross framan við listabókstaf, með blýantsstubb- inni í kjörklefanum - er fyrir mjög marga ekki mikið lýðræði. 

Hræðsla flokkanna er gríðarleg við kjósendur- þeir gætu haft áhrif á æðstu stöður flokkanna- alveg svakalegt. Er þú búinn að kom þér fyrir í einhverri goggunarröð sem gæti glatast- Fannar ?Þú skrifar þannig.

  En nú er ríkisstjórn Samfylkingarinnaog Vinstri grænna að vinna að löngu tímabærum endurbótum.  Við fylgjumst vel með framvindunni

Sævar Helgason, 17.2.2009 kl. 15:36

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

nú þá tekuru bara þátt í að velja á þann lista sem þú vilt í prófkjöri. er það svo skelfileg tilhugsun? að þurfa að taka þátt í stjórnmálastarfi viðkomandi flokks?

vægi útstrikana er mjög mikið 10% þarf til að fella menn niður um sæti á lista. hvað með þá þau 90%  sem ekki vildu strika yfir viðkomandi?

en hvernig ætlaru að hafa þetta. að menn raði í öll sæti fra 1 til 20? (18 hérna í nv). helduru virkilega að það muni ekki nein vandkvæði fylgja því? 

finnst þér prófkjörsbarátta frambjóðenda það góð að þú vilt koma henni inn í kosningarnar líka? að ekki nóg með að flokkar deili sín á milli á þá verði allir frambjóðendur að deila sín á milli. 

hugmyndin um persónukjör, er góð fyrir þá sem eru frægir, t.d. íþróttamenn og sjónvarpsmenn eða mjög ríkir og hafa efni á að auglýsa sig og kynna sig. já það er gott elítulýðræðið sem þú biður um. 

í sjálfstæðisflokknum er allstaðar prófkjör. félagsmenn raða kjósa menn í sæti með lýðræðislegum hætti. sama verður ekki sagt um marga aðra flokka sem setja alskyns skilyrði til þess að hindra að vilji kjósenda komi fram í prófkjöri. VG treystir t.d. ekki flokksfélögum til þess að raða á listana í prófkjöri án þess að setja hömlur á. Samfylkingin sömuleiðis. er það lýðræði að þínu mati? 

ef þú tekur ekki þátt í starfi innan flokka, nú þá ertu að segja að þú nennir ekki að taka þátt í lýðræðinu nema helst einu sinni á ári og helst ekki nema annað hvert ár. 

Fannar frá Rifi, 17.2.2009 kl. 17:52

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Í nýrri stjórnaskrá ætti að banna öll flokksframboð. Hugsa út fyrir kassann Fannar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.2.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband