Afneitun og veruleikafirring

Afneitun og veruleikafirring - það eru einu orðin sem mér koma til hugar þegar ég les þessi ummæli menntamálaráðherra. Skilur konan ekki að fólk er ekki að bíða eftir einhverjum "afdrifaríkum ákvörðunum" frá þeim ráðamönnum sem nú sitja. Fólkið vill að ríkisstjórnin víki.

Hversu lengi ætla ríkisstjórnin að berja höfðinu við steininn? Er hún að bíða eftir að mótmælin þróist í blóðuga byltingu?

Mér sýnist á öllu að það sé einmitt það sem er að gerast núna.


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skafti Elíasson

amen

Skafti Elíasson, 20.1.2009 kl. 21:54

2 identicon

Fyrirgefðu Ólína að ég kem með fyrirspurn sem ég hef byrt annars staðar (á Eyjunni) :

Á vef mbl.is kl. 20.53 er haft eftir Þorgerði Katrínu :

„Öll mótmæli í lýðræðisríki eru eðlileg. En þau mega heldur ekki ganga það langt að þau fari að snúast upp í andhverfu sína. ”

Er einhver á þessu bloggi sem getur frætt mig um hvað það þýðir þegar mótmæli snúast “upp í andhverfu sína” ??
Þýðir það “engin mótmæli” - eða hvað ???
Er þetta allt sem þessi kona hefur til málanna að leggja ??
Eftir hverju er verið að bíða - hendum þessu liði út - og það án allrar “andhverfu” !!!
Haraldur.

Haraldur (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:56

3 identicon

Hæstvirt menntamálaráðherra og herrann hennar eru með allar sínar skuldir í eignarhaldsfélag. Þess vegna eru þau veruleikafirrt.

Einar (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:58

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Andhverfa mótmæla er meðmæli? Eða hvað? Annars 100% sammála Olínu og sjálfsagt lang flestum íslendingum. Við viljum ekkert meira frá þessu fólki.

Villi Asgeirsson, 20.1.2009 kl. 22:00

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nú er orðið verulega róstusamt og mér finnst ástandið býsna alvarlegt. Hvað þetta getur gengið langt er ekki gott um að segja. Ég hélt að mótmælum væri að ljúka um miðjan daginn, en það er bara eitthvað annað. Mér finnst nóttin ekki árennileg með þessu áframhaldi. Vona að ekki verði manntjón, það er eitthvað svo fjarri okkur íslendingum að fólk slasist eða látist í átökum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.1.2009 kl. 22:00

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

við...íslenska þjóðin viljum þetta fólk burt! (það hlýtur að vera óskaplega erfitt að vera lögregla...íslensk lögregla núna?)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:02

7 identicon

Þjóðin mótmælir og við fáum ráðherra til að lýsa andúð á þeim. Þeir skilja nú alveg reiðina en við erum samt helvítis skríll.Við skulum nú bara átta okkur á því að það er ekki svo langt síðan að ING sagði að mótmælendur væru ekki þjóðin.  Þau sitja öll sem fastast og passa sín rassgöt. Þannig mun það vera.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:05

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þau eru öll veruleikafirrt.

Sigrún Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:13

9 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta ætlar að verða ríkisstjórn hinna afdrifaríku biðleikja.

- Í meira en heilt ár voru leiknir biðleikir í aðdraganda efnahagshrunsins.  Tuga viðvörunabjöllur hringdu látlaust með hvert stefndi- heimskunnir hagspekingar vöruðu við- En ríkisstjórnin lék biðleiki í þeirri fölsku von að þetta "reddaðist" Efnahagshrunið sprakk síðan í andlitið á ríkisstjórninni.

- Frá efnahagshruningu í lok september hafa raddir fólksins í landinu krafist aðgerða af hálfu ríksstjórnarinnar.  Seðlabankastjórnina burt; Fjármálaeftirlitið burt; ríkisstjórnin segði afsér og kosningar hið fyrsta.  15 friðsamir mótmælafundir sl. þrjá mánuðuna og nokkrir fjölmennir borgarafundir- hafa ekki skilað öðru en þögn og sinnuleysi frá ríkisstjórn og alþingismönnum - til fólksins- Það eru leiknir biðleikir- að þetta "reddist"   Málin eru að springa í andlitið á ríkisstjórninni.

Það er fuullkomlega vanhæf ríkisstjórn sem nú situr í landinu.

Krafa fólksins er að ríkisstjórnin víki- strax og kosningar í vor....

Sævar Helgason, 20.1.2009 kl. 22:15

10 identicon

Takk Villi !

Þú kemst betur að orði en ég og húmorinn þinn er í góðu lagi.  Það má sem sé líta á orð Þorgerðar þannig að hún álíti að mótmælin í dag hafi í raun verið stuðningur við ríkisstjórnina  !!

Allir innan samfylkingarinnar og reyndar fleiri flokka þurfa nú að sameinast um það eitt - að koma þessari ríkisstjórn frá völdum og það strax.  Þetta er sérstaklega mikilvægt hvað varðar samfylkingarfólk - því það er engin ástæða fyrir þann flokk að þurfa að lifa með svartan stimpil undirlægjuháttar það sem eftir er.

Kv, Haraldur

Haraldur (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:19

11 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Lifi byltingin!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.1.2009 kl. 22:48

12 identicon

,,Hversu lengi ætla ríkisstjórnin að berja höfðinu við steininn? Er hún að bíða eftir að mótmælin þróist í blóðuga byltingu?"

Það hefur verið ljóst frá bankahruninu að þeir sem sitja á alþingi, þá á ég við allir, eru ekki í neinu sambandi við fólkið í landinu !

Flokkarnir tveir sem segjast stjórna landinu sýndu það í dagskrá þingsins í dag á hvaða stað þeir eru !!!

Stjórnarandstaðan er ekkert betri, hvernig væri að hún segði af sér í einu lagi og sýndi andúð sína í verki ?

Þá væri þingið ekki starfhætt og möguleiki á að fá nýtt fólk á alþingi !

JR (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:04

13 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég tel að dagar ríkisstjórnarinnar séu taldir. 

Núna hljóta þeir að sjá að þeir hafa ekki stuðning, ekki traust.

Það gæti verið nokkurra daga spursmál hvenær Geir tilkynnir að boðað verði til kosninga í vor. Þá ætti að leita samkomulags allra flokka á Alþingi um myndun þjóðstjórnar, eða myndun einhverskonar starfsstjórnar um tiltekin verkefni á meðan.

Það er ekki svo einfalt að stjórnin geti hrökklast frá, þó að hún ætti ekkert annð skilið fyrir dugleysið.

Ég vona bara að mótmælendur gæti hófs í mótmælum næstu vikna. Annars kann illa að fara.

Jón Halldór Guðmundsson, 20.1.2009 kl. 23:10

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

kosningar=friður

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:30

15 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála þér. Má kannski bæta við algjöru sambandsleysi við kjósendur! Það er eins og þau sjái ekki út um glugga síns eigin veruleika. Mér sýnist það líka að það hljóti að vera einhver sýndarveruleiki sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar hefur byggt utan um sig.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.1.2009 kl. 01:14

16 identicon

ég hef verið að velta þessari fyrisögn fyrir mér "að mótmælin megi ekki snúast uppí andhverfu sína"  skoðum þetta nánar - mér finnst einhvernvegin að hún sé að stinga stjórnina í bakið svona svolítið laumulega - andhverfa mótmæla hlýtur að vera "meðmæla" og hún vil alls ekki að það gerist

semsagt hún er að vonast til að mótmælin haldi áfram - ekki satt

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:15

17 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Og ég sem hélt að Þorgerður Katrín væri ein af þeim fáu sem væri á vetur setjandi Það sem við erum að bjóða þeim er ekki vinnufriður heldur ALGER FRIÐUR! Þau ættu nú að taka því fegins hendi eftir allt ströglið - ekki satt.

Ojæja, maður (kona) kemur í manns stað. 

Haraldur Rafn Ingvason, 21.1.2009 kl. 01:29

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að það sé ekki spurning að þessi ríkisstjórn liggur banaleguna. Það er einungis spurningin hvernig hún skilur við. Nú ríður á fyrir Samfylkinguna að hafa stjórn á því hvernig það gerist.

Mestar líkur eru á að Samfylkingin kljúfi stjórnina og verst væri það fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá stjórnarslit beint inn í Landsfundinn. Eftirleikurinn veltur algerlega á því hvor stjórnarflokkurinn stjórnar atburðarásinni, hvenær og hvernig boðað verður til kosninga.

1979 þegar ríkisstjórn Ól. Jó. sprakk gerðist það frá grasrótinni í Alþýðuflokknum, formaðurinn Benedikt Gröndal var erlendis og stóð frammi fyrir gerðum hlut þegar hann kom heim.

Nú er uppi ekki ósvipuð staða í Samfylkingunni, formaðurinn erlendis og grasrótin á suðupunkti. Ingibjörg gæti hugsanlega staðið frammi fyrir splundraðri stjórn þegar hún kemur heim, ef hún tekur ekki af skarið sjálf.

Hinsvegar höfðu stjórnarslitin 79 herfilegar afleiðingar, þótt markmiðið væri að setja af óstarfhæfa stjórn. Eftir kosningarnar tók við einhver ólánlegasti stjórnarbræðingur sögunnar, ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Engin ríkisstjórn lýðveldissögunar skilaði af sér verra búi en hún.

Hvað Þorgerði Katrínu varðar hefur henni orðið töluvert ágengt í ímyndarsköpun sinni, en ég sé ekki betur en að sú vinna hafi snúist upp í andhverfu sína.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.1.2009 kl. 05:51

19 Smámynd: Einar Þór Strand

Að mótmæla er gott en maður verður að vita hverju maður er að mótmæla.  Í október síðastliðnum þegar krísan kom upp þá átti að mynda þjóðstjórn og ég veit að það var í boði allavega frá vinstri grænum og að mér skildist framsókn og frjálslyndum líka það var sennilega eina rétta leiðin í málinu, og eftir því sem Steingrímur J sagði þá bar Geir H sammála því en ekki samfylkingin og Geir var ekki maður til að standa upp og vera ákveðinn.  Frá mínum bæjardyrum er málið farið að snúast þannig að áhersla á að koma okkur inn í Evrópusambandið er farin að skipa meira máli hjá samfylkingunni heldur en hagur og velferð fólksins í landinu og það er verulega slæmt og álika mikil landráð og þau sem framin voru í bankakerfinu.

Málið er að íslenskir stjórnmálaflokkar eru allir handónýtir og í raun ekkert hægt við þá að gera.  Það dugar ekki að skipta um forustu eða stokka upp, það verður í raun að byrja uppá nýtt frá grunni. Og það tekur lengri tíma en fram í maí. Við verðum að fá þjóðstjórn eða utanþingsstjórn og síðan verður að gefa tíma fyrir nýtt fólk að koma upp með nýja flokka og boða svo til kosninga, í þessum kosningum ætti að vera skilyrði að enginn mætti bjóða sig fram sem hefði áður setið á þingi.  Núna hugsa sjálfsagt margir hvers vegna og svarið er einfalt ef á að gefa uppá nýtt þá er rétt að gera það vel.

Einar Þór Strand, 21.1.2009 kl. 08:38

20 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Eyþór, haha, góður :D

Skrifaði smápistil um þetta 

hér.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.1.2009 kl. 09:09

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gott hjá þér Ólína. Þú og Kalli Matt eru samviska og skynsemisrödd Samfylkingarinnar.

Sigurður Þórðarson, 21.1.2009 kl. 10:15

22 Smámynd: Katrín

það er borin von að mótmælendur láti af óeirðum enda margir sem þurfa að koma sér á framfæri...eru ekki flestir forystusauðirnir búinir að lýsa yfir framboði til alþingis...þetta snýst orðið um eitthvað allt annað mótmæli gegn ástandinu....

Katrín, 21.1.2009 kl. 10:21

23 Smámynd: Sævar Helgason

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í lok mánaðarins ?  Hvað skeður þá og þar ?  Sjálft eyðingarafl efnahags þjóðarinnar ætlar að koma saman. Hversu margar þúsundir mótmælenda mæta þar með - kröfur sínar ?

En samt er mest spennandi núna - hver verður niðurstaða félagsfundar Samfylkingarfélags Reykjavíkur - nú í kvöld. 

Sævar Helgason, 21.1.2009 kl. 10:48

24 identicon

Ertu búin að sjá þessar myndir :

http://stjaniloga.blog.is/blog/stjaniloga/entry/777079/


http://stjaniloga.blog.is/blog/stjaniloga/entry/777781/

Harpa J (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 11:24

25 identicon

Og Sturla kallar okkur Uppivöðsluseggi  Þvílíkt og annað eins djók sem þetta lið er.

Einar (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband