Gott!

Gott hjá íslenska utanríkisráðuneytinu að afþakka bara með kurt og pí komu ísraelska menntamálaráðherrans eins og á stendur. Þeir óskuðu ekki einu sinni eftir að fá að koma heldur tilkynntu komu sína. Það sýnir nú kannski hugarþelið hjá þessari hernaðarþjóð sem lætur sprengjum rigna yfir saklausa borgarar til þess að uppræta fámennan hóp uppreisnarmanna sem sumir vilja kalla hryðjuverkamenn.

Sæju menn það gerast í New York til dæmis að Manhattan yrði sprengd í loft upp fyrir það að hryðjuverkamaður eða skæruliði (misjafnt hvernig menn vilja skilgreina þessa Hamas liða) hefði komið sér þar fyrir? Varla.

Ísraelar verða að fá að finna andúð siðaðra þjóða á framferði þeirra. Það er það minnsta sem við getum gert.

Fyrr í vikunni sendi Amnesty International út form að áskorunarbréfi til forseta Ísraels vegna mannfallsins og aðstæðnanna á Gaza. Bréfið má einnig finna á heimasíðu samtakanna (hér). Ég vona að sem flestir finni sig knúna til að prenta það út, undirrita og senda.


mbl.is Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

tjah ef New York búar myndu kjósa sér þekkta hriðjuverkamenn yfir sig, sem viðurkenna ekki frelsi nágranna sinna og fara þá að skjóta flaugum á þá. Þá myndi kannski einhver ráðast inn á móti...

ég veit það ekki.

Björn Ívar (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 09:45

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Ólína.

Finnst þér virkilega að Íslendingar séu siðuð þjóð ?

Guðmundur Óli Scheving, 17.1.2009 kl. 11:07

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála þér Ólína um leið og ég tek undir orð Guðmundar, hélstu að íslendingar væru siðuð þjóð. Framganga eða ekki framganga yfirmanna þjóðarinnar sýnir það best hvar siðferðið er statt.

Rut Sumarliðadóttir, 17.1.2009 kl. 11:29

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er virkilega stolt með mitt litla land og utanríkisráuneyti. Það verður vonandi sagt sem oftast og mest frá því í útlöndum að heimsókn frá Ísrael hafi verið afþökkuð hér.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.1.2009 kl. 11:41

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er virkilega stolt með mitt litla land og utanríkisráðuneyti. Það verður vonandi sagt sem oftast og mest frá því í útlöndum að heimsókn frá Ísrael hafi verið afþökkuð hér.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.1.2009 kl. 11:42

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Varð það þessi utanríkisráðherra, sem vildi taka sæti í Öryggisráðinu ? Skilja menn núna hvers vegna Íslendingar náðu ekki kosningu ?

Ingibjörg hefur sagtst vilja vinna að friði í Mið-austurlöndum. Nú sjá menn svart á hvítu, það sem útlendingar sáu strax, raunar um leið og Imba settist í stólinn. Hún hefur engan áhuga á friði. Hún hefur bara áhuga að styðja Mújahidana.

Þeir sem vilja stuðla að friði, ræða við deiluaðila. Þeir kynna sér rökstuðning þeirra og fordæma ekki einhliða annan aðilann.

Ísrael er búið að berjast í nær 100 ár fyrir tilveru sinni, gegn ógurlegu ofurefli. Þeir eiga alla okkar samúð skilið og allan okkar stuðning.

Þar utan, eigum við auðvitað að horfa til hagsmuna Arabanna. Það er ekki sjálfgefið að flytja þurfi þá til heimkynna sinna við Rauðahafið. Hugsanlega má finna aðra lausn, en þá verða menn að nálgast vandamálið á allt annan hátt en Imba gerir.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.1.2009 kl. 15:20

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslendingar, sem ekki vildu að Ísland fengi sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, geta náttúrlega hætt að éta Jaffa-appelsínur frá Ísrael.

Það yrði heimsfrétt.

Hins vegar var það nú ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem ákvað fyrir nokkrum árum að Ísland skyldi sækja um aðild að Öryggisráðinu sem fulltrúi allra Norðurlandanna.

Þorsteinn Briem, 17.1.2009 kl. 17:01

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég held bara Loftur að þú hafir farið veggmegin fram úr í morgun. Þvílík ónotaromsa sem frá þér kemur. Það gengur vonandi betur í fyrramálið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.1.2009 kl. 20:23

9 identicon

Sæl Olina.

Rett hja þer.

Bestu kv. a Isafjörð ur Hunaþingi.

Valdemar Asgeirsson, Auðkulu.

ps. fyrirgefðu að kommurnar vantar, e-rt bileri i tölvunni.

Valdemar Ásgeirsson. (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:59

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ísraelar áskilja sér allan rétt, enda Guðs útvalda þjóð.

Rétt eins og við hljótum að hafa Guðs útvalda ríkisstjórn, sem áskilur sér allan rétt og sýnir þjóðinni fingurinn. Það getur aldrei verið réttlætanlegt að þeir sem strandinu ullu, stjórni vinnu á strandstað, nema að fá til þess nýtt umboð frá þjóðinni.

Ég hafði ótakmarkaða trú á Ingibjörgu og var einn þeirra sem völdu hana í stað Össurar, til forystu fyrir flokkinn. En til að gera langa sögu stutta, þá iðrast ég gjörða minna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.1.2009 kl. 12:22

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég hef lengi haft mikla trú á Ingibjörgu og aldei meiri en núna. Ef ég mundi leggja til hvíl frá stjórnmálum henni tilhanda, þá er það til að varðveit heilsu hennar, en ekki sökum vantrausts. Ég tel að þau ykkar sem eruð að vanmeta hana núna, séuð einfaldlega ekki að skynja hvað hún er afburða snjöll.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2009 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband