Nú mega jólin koma

 Jæja, þá geta jólin komið - ég er búin að fá "börnin" vestur. Að vísu söknum við elsta sonar míns, konu hans og (ömmu)barnsins, en maður fær víst ekki alltaf allt. Wink Saga, Pétur og Maddý eru komin heim, Maddý alla leið frá Árósum í Danmörku. Það er yndislegt að hafa þau öll í húsinu. Við erum í sæluvímu hérna. Borðuðum fiskibollur í kvöld, tókum það svo rólega, spjölluðum, kíktum á sjónvarpið. Við Saga fórum í góðan göngutúr í vetrarkvöldkyrrðinni með hundana. Gerðum engla í snjóinn á leiðinni og horfðum upp í vetrarhimininn.

Það má eiginlega segja að jólin séu komin - þau eru komin í hjartað. Heart

Milli hátíðanna fáum við svo að hitta nýja tengdasoninn (tilvonandi), þannig að það er ýmislegt spennandi framundan. Jebb ... lífið lætur ekki að sér hæða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir eru krúttlegir, Kjerúlfarnir.

Friður sé með þeim.

Þorsteinn Briem, 22.12.2008 kl. 02:32

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sama hér, dóttirin sú yngri komin frá París en fer reyndar aftur þann 3. jan.
Svo það er eins gott að njóta dagana sem framundan eru.

Gleðileg jól Ólína. 

Kolbrún Baldursdóttir, 22.12.2008 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband