Sannleiksnefndina þarf að skipa núna

solarlag Nú, þegar ég kem aftur til landsins eftir um 10 daga fjarveru má segja að fátt hafi breyst frá því ég fór, nema eitt: Reiði almennings er orðinn auðsæ - allt að því áþreifanleg. Að öðru leyti er staðan sú sama. Stjórnvöld standa í samningaviðræðum við aðrar þjóðir um lán og aðstoð í efnahagsvanda okkar. Enn eru hnökrar á gjaldeyrisviðskiptum og seðlaskömmtun. Enn er spáð og spekúlerað.

Það sem nú er að gerast og er auðfundið - er að þjóðin er að koma út úr áfallinu. Reiðin er að taka völdin.

Nú þarf Alþingi Íslendinga að gera eitthvað til þess að sýna almenningi fram á að gerð verði skuldaskil gagnvart þeim sem bera ábyrgð. Gott og blessað er með það að halda áfram samningaviðræðum við aðrar þjóðir og gera það sem hægt er til að halda skipinu á floti. Það skyldu ríkisstjórn og Seðlabanki vitanlega gera. En, menn mega ekki gleyma því að almenningur á fullan rétt á því að málið verði gert upp. Og það má ekki dragast of lengi. Nú eru atburðir ferskir og menn til staðar sem geta lýst því sem gleggst hvað gerðist. Ríkisstjórn og Seðlabanka vinnst þá e.t.v. frekari friður til þess að sinna nauðsynlegustu verkum til að lágmarka skaðann af þeim erfiðleikum sem nú ganga yfir okkur öll.

Sannleiksnefndina þarf að skipa núna - það má ekki dragast lengur. Alþingi Íslendinga á að skipa þessa nefnd og í henni þurfa að sitja erlendir sérfræðingar sem hafnir eru yfir öll hagsmunatengsl og innanlandspólitík. Með nefndinni þurfa síðan að starfa valinkunnir sómamenn (konur eru líka menn) sem hafnir eru yfir allan vafa. Nefndin þarf að taka til starfa nú þegar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Er ekki líklegt að forysta Sjálfstæðisflokksins telji þetta enn eina veruleikafirringuna ?

  Ríkið, það er forysta Sjálfstæðsiflokksins-þeirra er vitið- það finnst þeim.

Kosningar hið fyrsta - almenningur þarf að fá skrúbbinn og hreinsa til- Tiltrú á núverandi stjórnvöldum er horfin.

Sævar Helgason, 28.10.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Þetta lítur ekki vel út almenningur hefur tapað allri tiltrú á forustumönnum landsins og neistinn að búa á landinu er að slökkna.

Þeir sem yfirgefa ekki landið óttast ég að reyni að sniðganga eins og hver getur skyldu sína til ríkisins.

Með fallandi ál og fiskverði mun gengið síga með.

Til að almenningur öðlist tiltrú á landinu okkar aftur þarf að lofa kosningum eins fljót og auðið er.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 28.10.2008 kl. 18:17

3 Smámynd: Gísli Tryggvason

Ég er sammála; hef aðeins stúderað sáttamiðlun og bendi á fyrirmynd frá S-Afríku þar sem sett var á fót Truth and Reconciliation (Sannleiks- og sátta-) nefnd ef ég man rétt; í því fólst m.a. að þeir sem sögðu satt og rétt frá öllu komust hjá saksókn.

Gísli Tryggvason, 28.10.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ólína, við almenningur í þessu landi getum hreinlega byrjað að skrá niður vitnisburð.  Við þurfum ekkert að bíða eftir því að ríkisstjórnin hefji störf sín.  Hugmyndin að fá Pál Skúlason til að leiða vinnuna er góð, en ég tel að einnig væri gott að fá Gísla Tryggvason inn í þetta eða einhvern fulltrúa neytenda sem Gísli fengi í verkið.  Við þurfum bæði fólk inn í þetta sem kann að spyrja réttu spurninganna og sem getur hlustað og skráð niður vitnisburð.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Svo illa eru stjórnvöld rúin trausti að almenningur treystir Alþingi ekki til að skipa einn né neinn í neitt á grunsemda. Við erum í vítahring.

Víðir Benediktsson, 28.10.2008 kl. 23:48

6 Smámynd: Johann Trast Palmason

það þarf að hreinsa til i alþingi og skipta fólki ut ef ekkert breitist þá breitist ekkert

Vík burt ríkisstjórn!
- Kosningar strax

Meðvirkni eða mótmæli. Mætum á Hlemmi á laugardaginn kl 14:00 og
göngum á Austurvöll - Ekki vera þolandi, vertu þátttakandi - Krefjumst
ábyrgðar, kosningar strax!

Nýir tímar
www.nyirtimar.com 

Johann Trast Palmason, 29.10.2008 kl. 00:27

7 identicon

Ef við slítum stjórnarsamstarfi þá  held ég að upplausn myndi aukast í samfélaginu. Það er rétt 'Ólína fáum utanaðkomandi aðila til að kafa ofan í kjölinn í þessum málum. Það er það eina sem við getum í þessari stöðu. Og annað hvort að taka verðtrygginguna af eða frysta hana. Fólk er að kafna í skuldum og mun það sennilega koma vel fram um áramót eða í síðasta lagi í vor.

Guðrún (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 08:28

8 Smámynd: Sævar Helgason

Er ekki komið að utanþingsstjórn - starfsstjórn fram á vorið ? Á meðan gengur allt stjórnmálalífið í gegnum hreinsunareld og verður tilbúið til kosninga með vorinu. Nýtt fólk nýja áherslur - horft til framtíðar fyrir íslenska þjóð-- Upprisa þjóðlífs...

Þetta finnst mér.

Sævar Helgason, 29.10.2008 kl. 09:01

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Sævar, þjóðstjórn fram á vorið, það verður að víkja þessu fólki frá hið snarasta.  Hvað varðar sannleiksnefnd, þá þarf þess auðvitað ekki, því Björn Bjarnason segist ætla að skipa nýjan saksóknara til að fara yfir málin, hann ætlar að stofna nýtt embætti, til að fara ofan í saumana á þessu öllu, það er nefnilega svo dýrt að fá aðstoð erlendis frá  Þetta tilkynnti hann í kastljósi fyrir skömmu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2008 kl. 10:44

10 identicon

Ólína, þú ættir að fara á þing - alþingi þarf rétt hugsandi skörunga eins og þig.

Guðrún (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:43

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sjástæðisflokkurinn vill skipa í nefnd sem fær það hlutverk að túlka atburðarrásina og gefa síðan úr bók undir heitinu "Saga Íslendinga 2006-2008" sem síðan verður kennd í öllum árgöngum grunnskóla, menntaskóla og skyldukúrs í háskóla.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.10.2008 kl. 13:07

12 identicon

Davíð er samur við sig og líkir starfi sínu við starf fréttakonu og hennar ábyrgð við ábyrgð Seðlabankastjóra.(sjá aftast í myndskeiðinu)  Ekki furða þó illa fari ef hann telur sig ekki bera meiri ábyrgð en ein aum fréttakona. Alltaf sami hrokinn í honum. Það myndi frekar styrkja stöðu hans sem stjórnmálamanns ef hann viðurkenndi að hann liggi andvaka yfir ástandinu og hafi þungar áhyggjur yfir stöðu mála. Ef hann í stuttu máli axlaði sína ábyrgð, en ónei! ekki Davíð, hann ræðst alltaf á minnimáttar með hroka og yfirgangi, það eru hans varnarviðbrögð. Hann er vægast sagt ógeðfelldur stjórnmálamaður.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband