Skipið hefur tekið niðri

strand-jon_bald Eftir öll svipuhöggin sem talsmenn samábyrgðar og velferðar hafa mátt taka á sig, sakaðir um forræðishyggju og að standa í vegi fyrir frelsi og framtaki, er nú komið að skuldadögunum: Frjálshyggju-oflætið sem birst hefur í útrásarfylleríinu undanfarin ár er að þrotum komið. Nú er forræði hins opinbera nógu þarft - gamli góði ríkiskassinn nógu drjúgur.

Nú, þegar Lárus Welding hefur verið beðinn um að halda áfram að stjórna Glitni eftir kaup ríkisins á bankanum, koma ósjálfrátt upp í hugann þau ummæli Lárusar á árlegum fundi Samtaka fjármálafyrirtækja s.l. vor, að afskipti ríkisins af bankarekstri "skjóti skökku við". Ætli þeim sem tóku undir með Lárusi í vor, þyki ekki mörgum hverjum gott að komast í skjólið hjá ríkinu núna?

Eins velti ég því fyrir mér hvað "árangurstengingin" í launasamningum stjórnenda íslenskra fjármálafyrirtækja þýði í reynd: Ætli þeir séu enn á sömu ofurlaunum og þeir voru s.l. vor - með tugi milljóna íslenskra króna á mánuði? 

Hugmyndafræðilegt uppgjör við frjálshyggju, útrás og einkavæðingu er óhjákvæmilegt eftir þá atburði sem nú eru að gerast. Það sér hver maður.

En fyrst þarf auðvitað að bjarga því sem bjargað verður - það er brýnast við núverandi aðstæður.  Skipið hefur tekið niðri - spurning er bara hvort strandið verður algjört. Hvort skrokkurinn liðast í sundur, eða hvort hægt verður að bjarga áhöfn og vistum, jafnvel að ná fleytunni aftur á flot.

Í slíkri stöðu er enginn sigurvegari.


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er að velta því fyrir mér hvort það séu fleiri "ekki krísur" í farvatninu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég er uppfull sama vantrausts og Jenný, ég er hrædd um að meira sé á leiðinni. Ágætur pistill hjá þér Ólína. Ég er fokreið yfir ummælum Geirs í fyrrakvöld, hann sagði að allt væri í besta lagi og laug upp í opið geðið á sinni þjóð sem hefur reynt að bera baggana í góðæri og hallæri

Hann má skammast sín

Ragnheiður , 29.9.2008 kl. 11:16

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta er skelfileg staða, og Bjarni Ármans sá hlýtur að vera ánægður - eins og svo oft kemur svona verst niður á heimilum í landinu - sem koma til með að borga eiðsluna til baka.

Heyrði "mal" á einni rásinni á föstudaginn þar sem m.a. bankafólk var samankomið, var lögð þúng áhersla á að viðhalda "bankamannatéttinni" þar væri mikli þekking og reynsla sem ekki mætti tapast, þessari þekkingu líktu þau við fiskverkafólk hér heima árum áður, hvort skildi nú vera meira virði ekki bara í gær heldur í dag og á morgun

Jón Snæbjörnsson, 29.9.2008 kl. 11:23

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er alltaf gott að komast ríkisins skjól. Nú er Lárus orðin ríkisbankastjóri, ætli launin hafi lækkað?

Byr virðist rétt hafa sloppið við skolt hákarlsins.

En við verðum að borga helv... bankann 3var, lámark. Fyrst meðgjöf til fátækra kaupenda, síðan skuldir þeirra núna og síðar aftur meðgjöf....

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það "skýtur skökku við" að hann sitji áfram. Kannski er það annars bara fínt. Sparar okkur einhverjar milljónir í starfslokasamningi. Hann getur svo réttlætt launin með því að krónan sé verðlaus hvort eð er, svo hann er ekkert með há laun. Við föttum það barasta bara ekkert, sko.

En þetta er bara byrjunin á frostavetrinum mikla. Ekki spurning.

Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 11:55

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það fer allt í hundana þegar Ólína kemur suður.

Hvað verður nú um Jackie og börnin?

Nú stofnum við Alþýðubankann hans Nilla. Ein milljón króna í hlutafé á hverja fjölskyldu, samtals hundrað milljarðar króna, svipað og allt hlutafé Glitnis nú, og sameiginleg banka- og póstútibú í öllum krummaskuðum landsins, meira að segja Stokkseyrarbakka.

Íslandspóstur er enn í eigu ríkisins en samt sífellt að loka útibúum úti um allar koppagrundir.

Þorsteinn Briem, 29.9.2008 kl. 12:05

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Oft er ég fegin að vera komin á sextugsaldurinn, vona bara að elliheimili leggist ekki af ef ég þarf á svoleiðis að halda, börnin segjast reyndar ætla að passa mig.  kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 12:53

8 identicon

Það hlýtur að fara fram umræða núna í framhaldinu um hugmyndfræði frjálshyggjunnar og í kjölfarið verði socialdemókratískur hugsunarháttur í hávegum hafður. Ég vona okkar allra vegna að frjálshyggjan sé dauð og jafnaðarmennska verði höfð að leiðarljósi við ákvarðanartökur í framtíðinni. Það á ekki að hygla einum fram yfir annan, það er nóg komið af slíku. Þessi 35-40% þjóðarinnar sem hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn verða svo að fara vakna og sjá fyrir hvað þessi flokkur stendur, spillingu, græðgi, vinavæðingu og aftur spillingu.

Valsól (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 12:59

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðalfyrirsögnin á forsíðu Fréttablaðsins í dag:

Slátrið slær í gegn í harðnandi árferði.

Neysluvenjur breytast þegar kreppir að. Útlit er fyrir metár í slátursölu, að sögn forstjóra Sláturfélags Suðurlands. Hann segir lifur lostæti með brúnni sósu.


Ef þetta er ekki skúbb veit ég ekki hvað skúbb er, krakkar mínir.

Þorsteinn Briem, 29.9.2008 kl. 13:09

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég held að Búkollabaular sé með þetta - Sæt hefnd og almenningur borgar eina ferðina enn.

Sigrún Jónsdóttir, 29.9.2008 kl. 13:21

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tuttugu stærstu hluthafarnir í Glitni 1. september 2008:

http://www.glitnir.is/fjarfestatengsl/hluthafaskra/

Hlutur 20 stærstu hluthafanna, meðal annarra lífeyrissjóða, var þá samtals rúm 67%, eða tveir þriðju.

"Ég á átján skip á sjó og eyjuna Borneó!" "Elsku besti ormurinn, það er enginn ríkari en pabbi þinn!"

Þorsteinn Briem, 29.9.2008 kl. 13:48

12 identicon

Skilaboð til Lárusar Weldings:  Vinsamlegast skilaðu til baka þessum 300 milljónum sem þú fékkst fyrir það eitt að hefja störf hjá Glitni.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:26

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki ætla ég nú að forsmá brúnu sósuna en að vera með "Hann segir lifur lostæti með brúnni sósu" sem aðalfrétt dagsins í Fréttablaðinu held ég að hljóti að vera til vitnis um að Þorsteinn Pálsson, núverandi ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, viti ekkert um það sem er að gerast í þjóðfélaginu.

Þorsteinn Briem, 29.9.2008 kl. 16:06

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nja, Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson eru nú engir perluvinir og Þorsteinn hefði tæpast sökkt sér svona svakalega on'í brúnu sósuna í gærkveldi hefði hann vitað af flugumönnum Sjónvarpsins norpa fyrir utan bankana. Enginn er annars bróðir í leik, hreinn flór eða ekki, Búkolla mín.

Þorsteinn Briem, 29.9.2008 kl. 17:04

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvaða peninga, Búkolla mín? Flestir Íslendingar, tvítugir og eldri, sem ekki eiga hlutabréf, eru með yfirdrátt upp á eina milljón króna á 26% vöxtum. Vextir af fjölgreiðslum (greiðsludreifingu) á kreditkortum og dráttarvextir til að refsa fólki fyrir að greiða ekki skuldir sínar á réttum tíma eru einnig 26%. Og margir hafa jafnvel verið svo kræfir á síðastliðnum árum að taka yfirdráttarlán til að kaupa íbúð.

Flestir Íslendingar greiða fyrir alla skapaða hluti með kreditkortum, einnig helgarnammið, og margir hafa aldrei séð peningaseðla. Myndu henda þeim í ruslið ef þeir sæju þá. Reka svo upp stór augu þegar þeir sjá reikninginn. Sælgætisgrísinn - Sparigrísinn 1-0.

Það er ekki hátt höfðalagið þegar kúrt er með yfirdráttinn undir koddanum, Búkolla mín. Það lækkaði hins vegar töluvert í nótt hjá þeim sem sváfu með hlutabréf undir koddanum og þeir vöknuðu upp með andfælum um fimmleytið.

Mæli með gulli. And diamonds are a girl's best friend. Ljóskurnar vita alltaf hvað þær syngja.

Þorsteinn Briem, 29.9.2008 kl. 21:46

16 identicon

Með fullri virðingu Ólína, þú ert pólitíkus rétt eins og Geir, Solla, Ömmi, Grímsi gæj og jafnvel Dabbi þó hann sitji makindalega í bankastjórastólnum sínum og þar af leiðandi ertu bara einn af mörgum sölumönnum hins pólitíska markaðstorgs tilverunnar. Afhverju ætti maður eitthvað frekar að rölta yfir að básnum þínum? Það mátti nefnilega skilja þetta blogg svo að þar sem frjálshyggjan væri strand niðri í fjöru þá væri best að fljúga inn sósíalnum á blóðrauðum ríkiseinkaþotunum með tilheyrandi forræðishyggju og intelligensíu sem skammtar sér eitt en jafnsnauðnum lýðnum annað í nafni samábyrgðar. Það finnst mér fúl vara en fúlast samt að á hinum borðunum er eiginlega sami skíturinn bara í öðrum umbúðum.

Kannski er kominn tími til að reka alla sölumennina og fá inn nýtt blóð, í það minnsta fengjum við nýjar umbúðir og ef lafði lukka leggur okkur lið gæti innihaldið breyst líka.

Magnús (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:15

17 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Með fullri virðingu "Magnús"- en þú fylgist ekki nógu vel með, ef þú heldur að ég sé pólitíkus. Gott væri ef þú gætir bent mér á fyrir hvern ég starfa og á hvaða vettvangi.

Allir þeir sem blogga á annað borð hafa skoðanir á lífinu og tilverunni. Ég er ein af þeim - og hika þess vegna ekki við að segja:

Sú frjálshyggja sem gengur út á að einkavæða gróðann en ríkisvæða tapið er gengin sér til húðar. Þú mátt kalla það pólitík - ég kalla það heilbrigða skynsemi. En vitanlega er góð pólitík heilbrigð skynsemi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.9.2008 kl. 22:55

18 identicon

Sæl Ólína.

Já,nú hefur hið ómögulega gerst.  Og það mögulega líka.   Og einn góðan dag hræra menn þessu saman og segja.

Þetta er bara svona og klykkja svo út með "ÞETTA REDDAST".

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband