Aðalþing Neytendasamtakanna - hvar voru fjölmiðlar?

neytandinn Í dag hófst aðalþing Neytendasamtakanna sem stendur þar til síðdegis á morgun. Ég var í hlutverki þingforseta og gat því fylgst vel með umræðum dagsins, sem voru áhugaverðar. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var með fróðlegt erindi í upphafi þings, byggt á tölulegum upplýsingum, um stöðu neytendamála í Evrópu. Í kjölfarið var svo fjallað um hagsmuni heimilanna gagnvart hugsanlegri Evrópusambandsaðild. Jón Sigurðsson fv. ráðherra (og fv Framsóknarformaður) og Ragnar Árnason hagfræðingur fluttu framsögur um það efni. Hvorugur er raunar hlynntur aðild - en báðir voru með athyglisverðar ábendingar og upplýsingar sem vöktu mann til umhugsunar um ýmislegt varðandi bæði kost og löst á Evrópusambandsaðild.

Þá var einnig fjallað um tryggingamarkaðinn á Íslandi og nýlega rannsókn sem gerð hefur verið á starfsemi og umsvifum tryggingafélaganna hér á landi í samanburði við tryggingamarkaðinn í nágrannalöndum. 

Eins og gefur að skilja var staða neytenda í landinu í brennidepli og möguleikar þeirra til þess að fá leiðréttingu sinna mála sem og upplýsingar um vörur og þjónustu, m.a. erfðabreytt matvæli, upprunaland framleiðsluvöru og fleira. Satt að segja hefur ekki gengið allt of vel að fá íslensk stjórnvöld til að móta reglur um rétt neytenda til vitneskju um erfðabreytt matvæli, svo dæmi sé tekið.

Fjarvera fjölmiðla vakti athygli mína. Enginn fulltrúi útvarps- eða sjónvarpsstöðva var þarna sjáanlegur. Öðruvísi mér áður brá, þegar aðalþing neytenda í landinu þótti sjálfsagt fréttaefni ásamt viðtölum og ítarlegum umfjöllunum um það sem heitast brynni á neytendum. Hvað veldur? Hafa fjölmiðlar misst áhugann? Skortir eitthvað á upplýsingagjöfina til þeirra?

Ég veit ekki - segi bara það eitt, að mér hefði fundist vel við hæfi að sjá þarna eins og einn eða tvo fréttmenn að fylgjast með þinginu og þeim umræðum sem þar fóru fram í dag.

En kannski segir það allt sem segja þarf um stöðu íslenskra neytenda, að fjölmiðlar skuli ekki sjá ástæðu til að sinna því þegar Neytendasamtökin þinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir þessar upplýsingar og ábendingar.  Mér virðist einnig virðing viðskiptalífsins fyrir okkur neytendunum, vera nokkuð í takt við þetta áhugaleysi fjölmiðla. Líklega verðugt verkefni fyrir forystu Neytendasamtakanna að finna aðferð til að kveikja á áhuga fjölmiðla. Það mun áreiðanlega hafa öflug margfeldisáhrif til hagsbóta fyrir neytendur.

Guðbjörn Jónsson, 20.9.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mogginn er úti í Móa,
Matti Jó orðinn aflóga,
ætíð neytandi,
ærið þreytandi,
með hettinum Ólína Hróa.

Þorsteinn Briem, 20.9.2008 kl. 11:08

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er þess að vænta Ólína að fjölmiðlar hlaupi upp til handa og fóta og mæti á staðinn þegar Neytendasamtökin sem eru styrkt fjáárhagslega af stærsta viðskiptaveldi landsins halda þing.

Er ekki nær að boða bara þá fjölmiðla sem standa að þessu viðskiptaveldi?

Það getur aldrei verið sannfærandi slagkraftur í samtökum neytenda gegn Baugi ef við á þegar þau þiggja fé úr hendi eigenda Baugs. Útilokað.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.9.2008 kl. 11:13

4 Smámynd: Björn Finnbogason

Jóhannes Gunnarsson lifði bláan opal!  Ég er ekki viss um að Baugur lifi Jóhannes!  Kannski er hundurinn grafinn á vitlausum stað.  Kannski þurfa Neytendasamtökin að einbeita sér að einstökum atriðum, hlutum, ferðum, og verðum, frekar en að smyrja allt landið svo þunnt að það sjáist varla, heyrist lítið, og enginn veiti því eftirtekt!

Björn Finnbogason, 21.9.2008 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband