Ekið framhjá banaslysi

Á föstudaginn varð banaslys í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi, þar sem ungur maður lét lífið eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum í beygju og hafnað út í á. Eiginkonan komst með naumindum út úr bílnum og upp á veginn þar sem hún í örvæntingu beið aðstoðar á meðan maðurinn hennar var fastur í bílnum ofan í vatninu. Tveir ökumenn óku framhjá án þess að bjóða fram aðstoð. Þetta kemur fram á þessari frétt á mbl.is.

Hvernig skyldi henni hafa liðið að horfa á eftir bílunum tveimur hverfa út í buskann, vitandi af manninum sínum ofan í vatninu?

Hvernig skyldi þeim sjálfum líða núna, þessum ökumönnum?

Veit fólk ekki að það er borgaraleg skylda - samkvæmt lögum - að koma fólki til aðstoðar í neyð? Þó ekki væri til annars en að hringja fyrir það á hjálp. Þó það treysti sér ekki í eiginlegar björgunaraðgerðir, lífgun eða annað þessháttar. En bara það að hlúa að þeim sem í losti og örvæntingu bíður aðstoðar, slasaður eða blautur, breiða yfir hann teppi eða kápu, bíða með honum eftir hjálpinni. Það þarf enga sérstaka kunnáttu í slíkt - bara mannúð.

mannudNú kann að vera að þeir sem aka framhjá slysstað treysti sér einfaldlega ekki til þess að stoppa - telji sig ekki hafa kunnáttu eða andlegan styrk til að takast á við þjáningu annarra. Ég vil ekki trúa því að fólk sé almennt svo gersneytt mannúð og tilfinningum að það láti sér í léttu rúmi liggja afdrif annarra. Það hljóta að vera skýringar á svona hegðun. En siðferði felst ekki síst í því að breyta rétt, þó mann langi til að gera eitthvað annað.

Að skeyta ekki um fólk í neyð er glæpur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mikið er ég sammála þér. Því miður þá virðist þetta vera að aukast hérlendis. Kannski veit fólk ekki af þessum lögum, en auðvitað á ekki að þurfa að hneppa mannúð í lög.

Birgitta Jónsdóttir, 31.8.2008 kl. 10:33

2 Smámynd: Katrín

Þetta er ömurlegt að heyra en því miður ekki í fyrsta skipti sem svona nokkuð gerist.

Siðferði landans eða réttara sagt siðleysi, hefur oft  vakið hjá mér undrun en ætti svo sem ekki að koma á óvart í samfélagi sem sá siðlausi er oftar en ekki hylltur af fjölmiðlum og mönnum. 

Katrín, 31.8.2008 kl. 10:37

3 identicon

Afhverju dettur engum í hug...það sem mér finnst að ætti að liggja í augum uppi....að viðkomandi ökumenn hafi einfaldlega ekki orðið varir við konuna ?

Í myrkri og vondu veðri...þegar ökumenn eru með augun límd á veginn fyrir framan sig...getur einfaldlega verið erfitt að sjá það sem er til hliðanna.  Ég a.m.k. trúi því að svo hafi verið í pottinn búið frekar en að vegfarendur hafi viljandi hunsað hjálparbeiðni.

Magnús

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 10:41

4 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Sorgleg staðreynd, en fólk er svo fljótt að sannfæra sig um að hlutirnir komi því bara ekki við...og að einhver annar muni örugglega koma og redda málunum....

Hins vegar keyrðum við fjölskyldan fam á slys í Norðurárdal og þar var staðan aftur á móti sú að fjöldi fólks hljóp út úr bílunum sínum til að aðstoða hina slösuðu og nokkrir tóku strax að sér umferðarstjórn og að vísa fólki frá þar sem nægur mannskapur var til staðar.

Þegar við sáum að okkar var ekki þörf...ókum við áfram....

En svona situr lengi í manni...og að sinna ekki borgaralegri skyldu ætti bara að vera refsivert.

Bergljót Hreinsdóttir, 31.8.2008 kl. 10:44

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Heyr.

Þetta er refsivert og ætti hiklaust að beita þeirri refsiheimild meira..

Gestur Guðjónsson, 31.8.2008 kl. 11:06

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég bloggaði um þetta en þar sem bloggið mitt er svo afskekkt að ég get allt eins skrifað það á miða á svhalí og sett það undir stein á Sandsheiði. En ég furða mig á því að fleiri skuli ekki hafa ekið framhjá, það skýrist af lítilli umferð í Djúpinu. Og í öðru lagi að konan skuli ekki keyrð niður og drepinn sem skýrist af sömu ástæðu. Fólk í öskubyl á Bárðarbungu er betur sett en sama fólk í öskubyl á Reykjanesbraut. Karlmenn hjálpa ekki nema vera nokkuð öruggir um samfarir að lokinni hjálp. Af sömu ástæðu er feitum konum ekki undir nokkrum kringumstæðum hleypt yfir gangbraut.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 31.8.2008 kl. 11:13

7 Smámynd: Katrín

Hmm Magnús þetta gerðist um þrjúleytið að degi til og enn bjart af degi þó rigning hafi verið.   En líklegast hafa ökumenn þessir skýringu á hegðun sinni og gott væri að hún kæmi fram.

Katrín, 31.8.2008 kl. 11:25

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir ættu að læra skyndihjálp í fyrsta bekk í framhaldsskóla og flestir eru komnir með bílpróf 17 ára gamlir.

"Þegar komið er að neyðartilviki er mikilvægt að þekkja grundvallarreglur skyndihjálparinnar:

1. Tryggja öryggi á slysstað. Það felur m.a. í sér að setja upp aðvörunarþríhyrning, umferðarstjórn, drepa á bílnum og koma í veg fyrir frekari slys.
2. Veita neyðarhjálp, þ.e. tryggja öndun, öndunarveg og blóðrás.
3. Kalla til hjálp; segja hver hringir, hvað gerðist og hvar slysstaður er. Rétt tilkynning skiptir miklu máli, gefðu greinargóðar upplýsingar. Að kalla eftir viðeigandi hjálp er jafn mikilvægt og að veita skyndihjálp.
4. Veita almenna skyndihjálp. Í því felst almenn aðhlynning, s.s. koma í veg fyrir ofkælingu, búa um sár og spelka brot."

Þorsteinn Briem, 31.8.2008 kl. 12:26

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sorglegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2008 kl. 12:33

10 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Fyrsta hjálp er oft mikilvægust.  Það er hreinlega sorglegt og ábyrgðarlaust að fólk skuli aka framhjá öðru fólki í nauð.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.8.2008 kl. 12:38

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og allir eiga að vera með sjúkrakassa, bæði í bílnum og á heimilinu. Slysavarnafélagið Landsbjörg selur tilbúna sjúkrakassa og hægt er að fá tilbúna sjúkrakassa í apótekum.

Þorsteinn Briem, 31.8.2008 kl. 13:01

12 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þetta eru AUMINGJAR.

Jens Sigurjónsson, 31.8.2008 kl. 13:04

13 identicon

Fyrir rúmum áratug eða svo var réðst drukkinn maður að nóttu til á konu við vegakant Reykjnesbrautar ekki langt frá þar sem Smáralind stendur nú. Konan reyndi í ofvæni að stöðva aðvífandi bifreiðar en þeir sveigðu allir frá og sinntu í engu því sem fram fór í vegakantinum.

Svo fór að lokum konunni var nauðgað hrottalega í fari eftir jarðýtu við vegkantinn. Fæstir ætla það að þeir sem ekki sinntu konunni í neyð þessa örlagaríku nótt hafi að ásettu ráði litið framhjá neyð hennar. Mun líklegra er að þeir ökumenn sem þar áttu leið um hafi lesið rangt í aðstæður á vettvangi. Þeir hafi álitið sem svo að þarna sé drukkið fólk á ferð, jafnvel sambýlisfólk sem orðið hafi sundurorða og engin ástæða til að skipta sér að slíku.

Án þess að þekkja nokkuð til, er ekki ástæða til að ætla að svipað hafi átt sér stað í Mjóafirði? Að þeir ökumenn sem þarna óku framhjá hafi lesið aðstæður rangt. Þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því að þarna var fólk í neyð. Ég ætla ekki löndum mínum það að aka framhjá fólki vitandi það að þar sé fólk í mikilli neyð.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 14:28

14 identicon

Á þorláksmessunóttu fyrir fáum var ég á leið heim á landsbyggðina til jólahalds með fjölskyldu minni þegar bíllinn varð vélarvana í skafrenning og frosti.  Þeir óku sennilega um 4-5 framhjá án þess að stoppa og undir morgun var ég sóttur af fjölskyldumeðlim, frekar kaldur og svekktur á jólaandanum.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 15:12

15 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Erum við kannski í þessu að uppskera eins og hefur verið sáð að fólk er hreinlega hætt að stoppa til að athuga með annað fólk vegna þess að það er orðið yfir sig hrætt við að lenda í aðstæðum sem geta komið því illa.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.8.2008 kl. 16:18

16 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sæl öll, við skulum ekki dæma þetta fólk.

Það er rétt að þetta lítur illa út en þarna geta margar breytur verið að verki sem hafa áhrif.
Myndi síst af öllu álykta sem svo að þarna sé einfaldlega um vont fólk að ræða sem stendur á sama um náungan. 

Kolbrún Baldursdóttir, 31.8.2008 kl. 17:52

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Flýgur engum í hug sá möguleiki að ökumenn hafi hreinlega eki séð viðkomandi eða alls ekki áttað sig á því hvað var á seyði?  Afskaplega þykir mér lákúruleg þessi heilaga vandlæting, sem ekki leyfir minnsta vafa að njóta sín.  Ég er ekki tilbúinn til að álykta að nokkur manneskja sé svo harðbrjósta að aka framhjá slysstað meðvitandi.  Væri ekki rétt að hugleiða það a.m.k. áður en byrjað er að safna í bálköstinn?

Jón Steinar Ragnarsson, 31.8.2008 kl. 19:32

18 Smámynd: Katrín

Hin heilaga vandlæting á sér kannski skýringar.  Fyrir margt löngu lenti maður mér nákominn útaf veginum í einum Djúpfjarðanna.  Bifreið hans lent út í sjó en honum tókst að bjarga sér í land.  Vegfarendur voru ekki æstir í að taka þennan rennblauta mann í bílinn enda sætin fín og hver vill blauta mann innan sem utan í bílinn  Hvernig þeim yfirsást bifreiðin marrandi í sjónum hef ég aldrei skili.  Loks fékk hann far en var fleygt úr bifreiðinni í Súðavík, hann gæti hringt þaðan eftir hjálp.  Það sem hann þekkti suma þá sem fóru framhjá fékk hann seinni tíma útskýringu:  ja sko við vissum ekki að þetta væri þú og héldum að þú/maðurinn værir fullur og svo varstu rennblautur.

Katrín, 31.8.2008 kl. 20:30

19 Smámynd: Katrín

þegar ég segi blautan að innan sem utan þá meina ég að maðurinn hafði drukkuð mikinn sjó....ekkert annað

Katrín, 31.8.2008 kl. 20:31

20 Smámynd: Bergur Thorberg

Við vitum ekki hvort fólkið í bílunum sem óku framhjá sáu eitthvað. Ef þeir hafa orðið varir við slysið og ekið framhjá, er það forkastanlegt og með öllu ófyrirgefanlegt. En við vitum það ekki. Engan múgæsing, takk fyrir Ólína mín.

Bergur Thorberg, 31.8.2008 kl. 22:04

21 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Enga sleggjudóma takk fyrir Bergur minn Thorberg. Lestu færsluna áður en þú ferð að fullyrða um múgæsing.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.8.2008 kl. 22:25

22 Smámynd: Bergur Thorberg

Þú gerir ekki ráð fyrir því í færslunni þinni að fólkið í bílunum tveimur hafi ekki tekið eftir slysinu. Nema þú segir að það hljóti að vera skýring á þessari hegðan. En andinn í færslunni er annar. Ég er jafn hneysklaður og þú ef viðkomandi hafa ekið framhjá, hafandi séð fólk í vandræðum. Bestu kveðjur.

Bergur Thorberg, 31.8.2008 kl. 22:48

23 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég trúði þesu varla þegar ég las fréttina, ferlegt bara, blessað fólkið. 

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 23:22

24 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Katrín: Það er semsagt sjálfsagt að álíta út frá svaðilför mannsins þíns að í þessu tilfelli, hafi menn (eða konur) hundsað að hjálpa slasaðri konu

Jón Steinar Ragnarsson, 1.9.2008 kl. 00:46

25 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lengi lifi Lúkas!

Jón Steinar Ragnarsson, 1.9.2008 kl. 00:47

26 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég hef enga trú á því að þeir sem óku framhjá hafi vitað að um slys hafi verið um að ræða og sennilega aldrei séð bílinn sem var á hvolfi í árgili.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.9.2008 kl. 08:17

27 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég þekki fólkið sem stoppaði fyrst og var við slysstað þangað til sjúkrabíllinn kom mjög vel.
Bíllinn sem var á hvolfi ofan í á sást mjög vel frá veginum og langt að og brúarstólpinn brotinn..... stúlkan reikaði um veginn og reyndi að stoppa þessa bíla að eigin sögn.
Þeir sáu hana vel en kusu að stoppa ekki

Ólína er ekki með neinn múgæsing hérna og "lúkas" hefur ekkert að gera í þessari frásögn.

Heiða B. Heiðars, 1.9.2008 kl. 08:39

28 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þeir sem aka um Ísafjarðardjúp þar sem hvorki er símasamband né bensínstöð í mörghundruð kílómetra fjarlægð - langt milli bæja og margir eyðifirðir - ættu að átta sig á því ef manneskja stendur í vegkanti og reynir að stöðva bíl að eitthvað hafi komið fyrir. Ég tala nú ekki um ef viðkomandi er gegnvotur og hrakinn.

Þetta er ekki staður þar sem fólk stillir sér upp til að húkka sér far að gamni sínu, nema það standi beinlínis upp við heimreiðar þeirra örfáu bæja sem þarna eru eftir. Í Mjóafjarðarbotni er engu slíku að heilsa.

Auðvitað er "hugsanlegt" að þessi tveir ökumenn hafi ekki séð manneskjuna á veginum - en mér finnst það afar ósennilegt, því miður. Aðstæður þarna eru einfaldlega þannig að það er ekki líklegt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.9.2008 kl. 08:41

29 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þegar ég segi "símasamband" ég við farsímasamband.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.9.2008 kl. 08:42

30 Smámynd: Katrín

Jón Steinar.  það sem þarna kemur fram er staðfesting á því sem ég lét frá mér fara í fyrstu athugasemd:  Að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem svona nokkuð gerist, þ.e  að vegfarendur stoppa ekki þrátt fyrir að til þeirra sé veifað.  Og það er nákvæmlega það sem gerðist´- ekki satt?? 

Vegfarendur stoppuðu ekki þrátt fyrir að konan hafi veifað þeim, þetta er óumdeilanleg staðreynd.  Síðan er það spurningin  hvaða skýringar hafa þeir sem óku framhjá veifandi konunni á því að þeir sáu ekki ástæðu til að stoppa.  Hér hafa menn verið með vangaveltur um hugsalegar skýringar og best væri náttúrulega að þeir sem þarna voru á ferð gæfu þær a.mk. til lögreglu.

Hvort sem þessir vegfarendur sáu bílinn á  hvolfi eður ei er algert aukaatriði.  Þarna var kona sem var að kalla eftir aðstoð og sú aðstoð var ekki veitt.

Og ég ætla vona, Jón Steinar, að þér detti nú ekki í huga að konan gæti hafa verið að veifa að gamni sínu, svona eins og börnin gjarnan gera.

Katrín, 1.9.2008 kl. 09:48

31 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Rétt er að fram komi að athugasemd Heiðu hafði ég ekki séð þegar ég skrifaði athugasemdir nr. 29 og 30. Hún hefur líklega verið að birtast rétt í þann mund sem ég skrifaði mínar.

En Heiða - takk fyrir að upplýsa okkur um aðstæður á vettvangi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.9.2008 kl. 10:04

32 identicon

Þetta er hryllingur og því miður að aukast hér á landi.  Ég veit um dæmi þess að fólk hafi tekið videomyndir af slysstað, áður en það bauð fram hjálp sína ef það gerði það. Og það að stoppa ekki þegar vegfarandi veifar er því miður löngu þekkt hér, hvað er það sem ræður - hræðsla við náungann eða afskiptaleysi??  Veit ekki.  Það ætti að fara að taka harðar á þessu hér á landi, ef hægt er að ná í rassinn á því fólki sem hagar sér svona Þetta er refsivert athæfi.   

Mikið kenni ég í brjósti um þessa stúlku.  

alva (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 10:40

33 Smámynd: Einar Þór Strand

Hvers vegna?  Það má vera að þessir bílar hafi ekki tekið eftir slysinu.  Það má líka vera að þeit hafi ekki treyst sér til að stoppa.  Það má líka vera að þeir hafi verið að flýta sér og ekki haft tíma til að stoppa. Eða einfaldlega verið alveg sama.

Ekkert af þessu er í raun boðleg afsökun ekki einu sinni það fyrsta ef rétt er að menn hefi þurft að vera sofandi til að sjá ekki slysið, menn eiga jú ekki að vera sofandi undir stýri.  Málið er bara að egóisminn hér á landi orðinn ríkjandi við hugsum öll ég ég ég, og hugsum um náungan sem óargardýr sem vill bara gera okkur illt, sem verður til þess að fólk hættir að hjálpa.

Hver er ástæðan fyrir þessu?  Því er auð svarað það eru fjölmiðlar og netheimar fólk eins og við sem skrifum hérna og dæmum og refsum út og austur, hlustum bara á aðra hliðina á öllum málum og vitum alltaf betur en þeir sem rannsaka og dæma.  Við heimtum lögregluríki og vernd fyrir okkur frá hinum en hinir hafa engan rétt á að vera til og lögreglan hefur alls ekki rétt á að skipa sér af okkur bara hinum.  Þegar lögreglu, sjúkra eða slökkviliðsbíllinn kemur með bláum ljósum þá hugsum við hvaða ofsa akstur er þetta, þetta er örugglega óþarfi. 

Ef slys verður þá verðum við að finna sökudólg og refsa honum, og helst eins og hann hafi gert það sem han gerði af ásettningi og hafa af honum æruna.  Og það er orðinn atvinnuvegur að sýna fólki frammá hversu mikinn rétt það á á að sækja náungan til saka og bóta.

Það er nefnilega þannig að sá tímí er nærri að mönnum verður refsað fyrir hvort sem þeir stoppa og hjálpa eða ekki, ef þeir stoppuðu þá gerðu þeir eitthvað rangt eða gerðu ekki sem eftir á að hyggja þeir hefðu átt að gera, nú ef þeir stoppuðu ekki þá auðvitað fyrir að stoppa ekki.

Hættum að dæma og refsa, hættum líka að mála ókunnuga sem skrímsli, byrjum að sýna kærleika og lærum að fyrirgefa og munum að það verða alltaf mistök og slys og lögsóknir og refsingar auka eymd allra sem að koma en bæta ekkert.

Einar Þór Strand, 2.9.2008 kl. 18:04

34 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samkvæmt því sem ég hef fundið út var rigningarsuddi og slæmt skyggni þegar slysið varð. Hvaðan Heiða hefur upplýsingar sínar, veit ég ekki, en þær eru ekki frá fyrstu hendi heldur helber ályktun.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.9.2008 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband