Staðsetning nýs Listaháskóla: Móðgun við Laugaveginn ... og húsið

Tillagan að nýju húsi Listaháskóla Íslands er stórglæsileg. Ég get ekki tekið undir með Magnúsi Skúlasyni að hún sé ljót. Hún er gullfalleg. Hinsvegar á þessi bygging ekkert erindi á Laugaveginn - þar erum við Magnús sammála. Þetta hús á að sjálfsögðu að fara í Vatnsmýrina og vera þar í námunda við aðrar háskólabyggingar. Þar færi húsið vel, skipulagslega - auk þess sem nemendur Listaháskólans kæmust þar með í gefandi samneyti við aðra háskólanema.

Alveg er það dæmigert fyrir okkur Íslendinga að teikna hús sem þarfnast rýmis - og ætla svo að troða því niður inn á milli gamalla húsa í elstu götu borgarinnar. Dæmigert. GetLost

 Það er eins og við getum ekki borið virðingu fyrir nokkrum sköpuðum hlut, hvorki götumyndum, gömlum húsum eða yfirleitt neinu. Ég hef áður bloggað þetta bræðiblogg um sundurgerðina í íslenskum arkitektúr og skipulagsmálum, og ætla því ekki að endurtaka það hér.

En, í þessu máli held ég að báðir aðilar séu haldnir ákveðinni meinloku.

Borgaryfirvöld halda að það sé svo mikils virði fyrir Laugaveginn að fá þangað listaháskóla - inn í miðja verslunargötu. Forvígismenn Listaháskólans eru haldnir þeirri meinloku að það sé svo mikils virði fyrir Listaháskólann að komast á Laugaveginn. Ég held að þetta sé misskilningur. Hvorki verslunargatan, götumyndin né Listaháskólinn munu græða neitt á þessu sambýli. Hinsvegar myndi skólinn njóta góðs af því að vera innan um aðrar háskólabyggingar í Vatnsmýrinni þar sem byggingin félli mun betur að öllu skipulagi - eða réttarasagt þeirri sundurgerð sem fyrir er á háskólasvæðinu - og þar myndi húsið njóta sín. Þar hefði það rými.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagsfræðingur hefur bent á það hversu illa getur til tekist þegar verið er að reyna að draga líf í miðborgarkjarna með stórum byggingum. Í útvarpinu í kvöld benti hann á nokkur víti til varnaðar hér og hvar um Evrópu.

Ég er svolítið hrædd um að svipað geti verið á döfinni hér. Því fyrr sem menn komast út úr hinum ætlaða ávinningi beggja af því að hafa þetta hús við Laugaveginn, því betra. Því satt best að segja: Að setja þetta hús á Laugaveginn er eiginlega bara móðgun við Laugaveginn ... og ekki síður ... sjálft húsið.

Frakkastígsreitur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er innilega sammála. Bendi í þessu sambandi á tvö Spegilsviðtöl í tónspilaranum á blogginu mínu þar sem Guðrún Helgadóttir, prófessor við Hólaskóla, talar um áráttu Íslendinga til að eyðileggja menningarverðmæti. Þú hefðir örugglega gaman af að hlusta á þau.

Katla biður að heilsa, hún er hress og kát, dafnar vel og er yndisleg. Lærir eitthvað nýtt á hverjum degi og sigrast á ótta við hitt og þetta... eins og t.d. að fara sjálf upp stigann. Ekki farin að leggja í hann niður.

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.7.2008 kl. 01:32

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hjartanlega sammála. Húsið á heima í Vatnsmýrinni, eins og til stóð miðað mið lóðaúthlutun til þeirra á sínum tíma gerði ráð fyrir. Hvar eiga svo allir stúdentarnir að leggja bílunum sínum á þegar bílastæðislausum Laugarveginum ? Nei menningarvitarnir sem nema við Listaháskólann geta bara gengið þennan smáspöl niður á Laugarveginn á kaffihúsin til að leysa lífsgátuna eða þá heimsvandamálin, ef þeir eru of fínir fyrir kaffistofurnar á háskólasvæðinu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2008 kl. 01:58

3 Smámynd: Bumba

Hjartanlega sammála líka, þetta á ekki að eiga sér stað. Fyrr má nú rota en dauðrota. Meðal annara orða, ég held að menn ættu að hyggja fyrst að innviðum sumra deilda innan skólans og endurskoða áður en byggt er yfir hann. Með allri vrðingu fyrir því sem þar fer fram. Með beztu kveðju.

Bumba, 31.7.2008 kl. 09:00

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Listaskólar eiga nú samt mjög vel heima miðsvæðis þar sem mannlífið er, en kannski óþarfi að byggja endilega við Laugaveginn sjálfann. Ég er hræddur um að listnemum muni leiðast í Vatnsmýrinni.

Emil Hannes Valgeirsson, 31.7.2008 kl. 09:37

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er nú þegar ljóst að þessi hlunkur á milli Laugavegar og Hverfisgötu verður strax alltof lítill, því þar er einungis gert ráð fyrir 600 nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum. Þessi mannskapur allur er nú þegar um 500 manns, þar af um 400 nemendur í tónlist, leiklist, myndlist, hönnun, arkitektúr og kennsluréttindanámi. Umsækjendur um allt þetta nám voru um 600 haustið 2005 og þá fékk einungis tæplega þriðjungur skólavist:

http://www.lhi.is/media/skjalasafn/umlhi/tolfradi_2005-2006.pdf

Myndlist      Arkitektúr      Fatahönnun    Grafísk hönnun     Vöruhönnun     Leiklist - fræði og framkvæmd     Leiklist - leikaranám     Dans     Tónlistarfræði     Hljóðfæraleikur/söngur  Tónlistarkennsla    Tónsmíðar     Hljóðfæraleikur/söngur (diplóma)    Kennslufræði (diplóma á meistarastigi)

Þorsteinn Briem, 31.7.2008 kl. 10:10

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála.....

Hólmdís Hjartardóttir, 31.7.2008 kl. 11:03

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Vatnsmýrarsvæðinu verða meðal annars Háskóli Íslands, nú með þrettán þúsund nemendur, Háskólinn í Reykjavík, nú með tvö þúsund nemendur, um tvö þúsund starfsmenn þessara tveggja háskóla, um fjögur þúsund starfsmenn nýs Landspítala, nýuppgert Þjóðminjasafnið, ný Umferðarmiðstöð, Hótel Loftleiðir, stúdentagarðar, nýuppgert íþróttasvæði Vals á Hlíðarenda, ný bensínstöð, Keiluhöllin, Nauthólsvík, Norræna húsið, Íslensk erfðagreining og Reykjavíkurflugvöllur næstu sextán árin.

Allir þetta fólk þarf á verslun og þjónustu að halda á Vatnsmýrarsvæðinu og samtals munu því starfa þar eftir örfá ár um 25 þúsund manns, jafnmargir íbúum Hafnarfjarðar nú. Þar að auki búa þúsundir manna í og við Vatnsmýrina. Að sjálfsögðu kemur því vel til greina að Listaháskólinn verði einnig á þessu svæði.

Þorsteinn Briem, 31.7.2008 kl. 11:21

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sammála hverju orði Ólína....takk fyrir mig.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 31.7.2008 kl. 12:10

9 identicon

Kom við til að vera sammála... kveðja frá tyrftu ráðhústorgi..gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 15:21

10 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Af hverju ekki að vera  áfram í Laugarnesinu ?

María Anna P Kristjánsdóttir, 31.7.2008 kl. 15:36

11 identicon

Rödd skynseminnar!! Heldur betur tímabært að heyra til manneskju sem að mælir af einhverri skynsemi varðandi útfærslu og staðsetningu listaháskólans. Þetta er það eina rétta í stöðunni eins og málum er háttað. Takk fyrir þetta Ólína og svo berjast fyrir þessu. Held að það hljóti að vera hægt að opna augu borgarstjóra og þeirra aðila sem að málinu koma fyrir því að Vatnsmýrin sé málið.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 17:23

12 identicon

Þetta hús á ekkert  erindi á Laugaveginn.

Það  færi hinsvegar vel  á Laugarnestanga   við hlið  Listasafns  Sigurjóns Ólafssonar. Íbúðabyggð á  ekki  erindi í Laugarnesið. Af Laugarnestanga gæti þetta  hús   kallast á  (svo notuð sé  alveg  skelfileg klisja!)  við  tónlistarhöllina sem  nú  rís á  Austurbakka.

Eiður (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 18:46

13 identicon

eins og talað út úr mínum munni Ólína.

sandkassi (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 19:49

14 Smámynd: Gísli Tryggvason

Ég verð að segja að þetta er eitthvert málefnalegasta innleggið í þessa umræðu sem ég hef heyrt.

Gísli Tryggvason, 31.7.2008 kl. 21:57

15 identicon

Hver ætlar að fjármagna byggingu Listaháskólan er til nóg af peningum í það þegar allt er að fara á hliðina? Ég bara spyr þar sem það liggur í loftinu að 30 til 40% af fyrirtækjum í landinu eru að gefa upp öndina og tæp 50% af þjóðinni segir í nýlegri skoðunarkönnun að fjármálin séu farin að bíta illa frá sér.

Er ekki kominn tími til að tala í alvöru  um að það þurfi að tryggja að allur afli komi í land þá með því að breyta kvótabraskkerfinu í sóknarmarkskerfi. Yrði af slíkum breytingum væri tryggt að allur afli sem veiddur yrði kæmist inn í höfn til löndunar sem þýddi að gjaldeyrir upp á marga tugi milljarða yrðu til.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ    

B.N. (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 23:49

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Baldvin Nielsen. Þeir sem verða atvinnulausir í byggingariðnaði á höfuðborgarsvæðinu á næstunni geta til dæmis fengið vinnu við að reisa nýja Listaháskólann, nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og nýjan Landspítala. Þeir greiða tekjuskatt og einnig virðisaukaskatt af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér. Og nú er verið að reisa við gömlu höfnina í Reykjavík tónlistarhús sem verður mörgum sinnum stærra en Borgarleikhúsið, ítem nýtt húsnæði fyrir Háskólann í Reykjavík í Vatnsmýrinni.

Frúin hlær nú þegar í betri bíl og óþarfi að kaupa fleiri í bili, enda var vöruinnflutningurinn í júní síðastliðnum í fyrsta sinn í langan tíma minni en vöruútflutningurinn, samkvæmt Hagstofunni. Minna óþarfa spók í bílum, minni mengun, minni kaup á alls kyns óþarfa og leg á sólarströndum, sem er viðbjóður og veldur krabbameini.

Um 17 þúsund útlendingar voru hér í vinnu í fyrra, rúm 9% af heildarvinnuaflinu, og Vinnumálastofnun spáir að þeir verði að meðaltali um 8,5% af vinnuaflinu í ár. Ekkert raunverulegt atvinnuleysi er á Vestfjörðum og Húsavík, þar sem einungis 10 karlmenn og 35 konur voru skráð atvinnulaus um síðustu mánaðamót.

Á öðrum ársfjórðunginum í ár var skráð atvinnuleysi á öllu landinu 3,1% en það var 3,2% á sama tíma í fyrra, samkvæmt Hagstofunni. Á landinu öllu var skráð atvinnuleysi að meðaltali einungis 1,2% um síðustu mánaðamót og Vinnumálastofnun reiknaði þá með 1,3% atvinnuleysi að meðaltali á þessu ári. En allt að 4% skráð atvinnuleysi er talið "eðlilegt atvinnuleysi", þar sem fólk er oft skráð atvinnulaust í skamman tíma meðan það leitar sér að nýrri vinnu.

Þorsteinn Briem, 1.8.2008 kl. 01:53

17 identicon

Ég er nú meira fyrir pólitík að horfa aðeins inn í framtíðina og helst lengra en það sé þess nokkur kostur. 

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 10:34

18 identicon

Hér er fjallað um byggingu undir Listaháskóla.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 12:55

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Waage. Hér var því haldið fram að við hefðum að öllum líkindum ekki efni á að reisa hér nýjan Listaháskóla á næstunni og að sjálfsögðu þýðir ekki að reisa hér slíka skóla, tónlistarhús og menningarhús, hvorki í Reykjavík né annars staðar á landinu, ef við höfum ekki efni á því. Hafirðu sjálfur eitthvað til málanna leggja gerirðu það bara.

Baldvin Nielsen.
Framtíðin er björt fyrir okkur Íslendinga, þjóðin aldrei betur menntuð og aldrei fengið hærri laun, örorkubætur og ellilífeyri. Og ekkert raunverulegt atvinnuleysi er í landinu.

Útlendingar í Verkalýðsfélagi Húsavíkur og nágrennis voru 136 talsins í lok febrúar í ár, 21,4% félagsmanna, og um 500 útlendingar hafa verið í vinnu á Vestfjörðum. Og nú fást allt að 30% fleiri íslenskar krónur fyrir hvert kíló af íslenskum sjávarafurðum en í fyrra vegna gengisfalls krónunnar frá því í vor.

Sparisjóður Svarfdæla á Dalvík reisir þar nú menningarhús en ekkert er þar álverið og verður ekki. Margir útlendingar þar í vinnu, eins og á Húsavík, og ekkert raunverulegt atvinnuleysi. Um 17 þúsund útlendingar við störf hérlendis í fyrra og þeir eru hér langflestir enn.

Þorsteinn Briem, 1.8.2008 kl. 13:16

20 identicon

Ég er nú í meginatriðum sammála Ólínu. Hvað varðar mína afstöðu til þessara mála þá liggur hún frammi á mínu eigin bloggi.

En með fullri virðingu fyrir kvótamálum og öðrum málum, þá koma þau þessari umræðu ekkert við. Tónlistariðnaðurinn einn og sér stendur vel undir þessum framkvæmdum þegar til lengri tíma er litið. Ég er því hræddur um að þessi innlegg séu ekki í neinu samhengi við umræðu um byggingu þá er um ræðir.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 13:50

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Waage. Ég var að svara hér Baldvini Nielsen og ef "fullyrðingum" er ekki svarað eða mótmælt af öðrum í viðkomandi umræðu má líta á þögnina sem samþykki. Og skoðanabræður Baldvins eru örugglega margir alls staðar á landinu.

Að öðru leyti er ég sammála þér, eins og ég færði nýlega rök fyrir á blogginu hans Ómars Ragnarssonar.

En hér er 20 stiga hiti og kýrnar leika við hvurn sinn fingur. Er farinn út að leika.

Þorsteinn Briem, 1.8.2008 kl. 14:30

22 identicon

já var einmitt að koma inn, ekkert smá veður. ætla út aftur

sandkassi (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 15:00

23 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir skemmtilegar athugasemdir og líflega umræðu í hitabylgjunni.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.8.2008 kl. 23:23

24 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega sammála þér með þetta, staðsetning þessi er út í Hróa, því að troða svona fallegu húsi eins og mér sýnist að þetta geti orðið á pínu lóð innan um hús frá allt öðrum tíma.  Vona að menn sjá að sér.  kveðja og góða helgi  Double Kiss  Girl In Bed

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband